Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2017 07:20 Monarch var fimmta stærsta flugfélag Bretlandseyja. Monarch Breska flugfélagið Monarch lagði í morgun upp laupana og hefur 300 þúsund bókunum félagsins verið aflýst. Talið er að rúmlega 110 þúsund Bretar sem staddir eru erlendis hafi átt pantað flug heim með félaginu. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit við flugmálayfirvöld að leigðar verði hið minnsta þrjátíu þotur til að ferja fólk aftur til síns heima. Ef fer sem horfir er um að ræða umfangsmestu heimsendingu fólks á friðartímum í sögu Bretlandseyja. Talið er að 2100 starfsmenn Monarch komi til með að missa vinnuna en félagið var rekið með 291 milljón punda tapi, sem nemur um 41 milljarði króna, í fyrra. Sérfræðingar segja lágt fargjaldaverð, hækkandi olíuverð og veika stöðu breska pundsins hafa orðið félaginu að falli. Stjórnendur félagsins kenna hinsvegar hryðjuverkaárásum í Egpyptalandi og Túnis, sem var stór markaður fyrir félagið auk þess sem ástandið í Tyrklandi hafi gert fólk afhuga ferðalöngum þangað. Félagið var fimmta stærsta flugfélag Bretlandseyja og er það hið stærsta sem farið hefur á hausinn. Engin vél á vegum félagsins er nú í umferð og var farþegum tilkynnt með smáskilaboðum í morgun að öllum flugferðum hafi verið aflýst. Talið er að fyrrnefndar 300 þúsund bókanir geti náð til allt að 750 þúsund farþega. Fréttir af flugi Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Breska flugfélagið Monarch lagði í morgun upp laupana og hefur 300 þúsund bókunum félagsins verið aflýst. Talið er að rúmlega 110 þúsund Bretar sem staddir eru erlendis hafi átt pantað flug heim með félaginu. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit við flugmálayfirvöld að leigðar verði hið minnsta þrjátíu þotur til að ferja fólk aftur til síns heima. Ef fer sem horfir er um að ræða umfangsmestu heimsendingu fólks á friðartímum í sögu Bretlandseyja. Talið er að 2100 starfsmenn Monarch komi til með að missa vinnuna en félagið var rekið með 291 milljón punda tapi, sem nemur um 41 milljarði króna, í fyrra. Sérfræðingar segja lágt fargjaldaverð, hækkandi olíuverð og veika stöðu breska pundsins hafa orðið félaginu að falli. Stjórnendur félagsins kenna hinsvegar hryðjuverkaárásum í Egpyptalandi og Túnis, sem var stór markaður fyrir félagið auk þess sem ástandið í Tyrklandi hafi gert fólk afhuga ferðalöngum þangað. Félagið var fimmta stærsta flugfélag Bretlandseyja og er það hið stærsta sem farið hefur á hausinn. Engin vél á vegum félagsins er nú í umferð og var farþegum tilkynnt með smáskilaboðum í morgun að öllum flugferðum hafi verið aflýst. Talið er að fyrrnefndar 300 þúsund bókanir geti náð til allt að 750 þúsund farþega.
Fréttir af flugi Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent