Nintendo malar gull á nýrri leikjatölvu sem selst einkar vel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Preacher-stjarnan Julie Ann Emery mundar leikjatölvuna vinsælu. Nordicphotos/AFP Japanska tölvuleikjafyrirtækið Nintendo hefur hagnast mikið á leikjatölvunni Nintendo Switch sem kom út í mars fyrr á árinu. Virði hlutabréfa í fyrirtækinu hefur nærri tvöfaldast á þeim tíma sem tölvan hefur verið til sölu. Þá tilkynnti leikjarisinn í vikunni um tvöföldun hagnaðarspár sinnar á reikningsárinu, að mestu vegna Switch. Tvær grundvallarástæður eru fyrir mikilli velgengni leikjatölvunnar. Annars vegar möguleikinn að geta bæði tengt tölvuna við sjónvarp og að notað hana á ferðinni og hins vegar miklar vinsældir tölvuleikja sem Nintendo hefur framleitt sérstaklega fyrir Switch. Leikjatölvan er í raun sú eina sinnar tegundar, að minnsta kosti sem nýtur einhverra vinsælda. Hægt er að tengja hana við sjónvarp með sérstakri dokku en einnig er hægt að aftengja hana, tengja fjarstýringarnar beint við tölvuna og spila leiki hvar sem er. Þetta er ekki valmöguleiki sem eigendur leikjatölva hinna risanna, Sony og Microsoft, hafa. Í þokkabót eru einu tvær ferðaleikjatölvurnar sem njóta einhverra vinsælda í heiminum báðar úr smiðju Nintendo. Í nýrri skýrslu frá Nintendo kemur fram að meirihluti eigenda Nintendo Switch, eða 52 prósent, nýta báða valmöguleikana til jafns. Hins vegar tengi um átján prósent tölvuna aðallega við sjónvarp og þrjátíu prósent velji frekar halda á tölvunni.Lykillinn að velgengni leikjatölvu er auðvitað þeir leikir sem hægt er að spila á tölvunni. Þannig hefur Halo-serían hjálpað Microsoft að selja Xbox-tölvur og Uncharted-serían hefur glatt marga PlayStation-eigendur. Nintendo hefur undanfarna áratugi reitt sig á sömu leikjaseríur til þess að selja tölvur sínar og er sömu sögu að segja af Nintendo Switch. Nýjustu leikirnir úr Legend of Zelda-seríunni og hinni sívinsælu Super Mario-seríu eru komnir út á Switch og hafa selst vel. Super Mario Odyssey kom út í vikunni og seldist í tveimur milljónum eintaka fyrstu þrjá dagana. Það er þó ekki nóg að gefa út leiki, þeir þurfa að vera góðir til að seljast. Gæðin virðast hins vegar ekki vera vandamál. Super Mario Odyssey fær 97 af 100 á Metacritic, sömu einkunn og The Legend of Zelda: Breath of the Wild. Eru leikirnir á meðal þeirra bestu sem komið hafa út á árinu að mati gagnrýnenda.Eins og áður segir hefur Nintendo tvöfaldað hagnaðarspá sína á reikningsárinu, sem lýkur í mars, úr 65 milljörðum jena og í 120 milljarða. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kom fram að auk veikara gengis jensins var Switch í lykilhlutverki í þeirri ákvörðun. Það eru þó ekki einu góðu fréttirnar fyrir Nintendo. Velta japanska risans var 220 milljarðar jena á síðasta ársfjórðungi en búist var við 174 milljarða jena veltu. Fyrirtækið býst einnig við aukinni sölu leikjatölvunnar á árinu. Gert hafði verið ráð fyrir tíu milljónum eintaka en nú sér Nintendo fram á að selja fjórtán milljónir eintaka. Ef af verður mun Nintendo Switch seljast meira á einu ári en fyrirrennarinn, Nintendo Wii U, hefur selst frá því tölvan kom út árið 2012. Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Tækni Tengdar fréttir Zelda: Breath of the Wild slær í gegn hjá gagnrýnendum Er í fjórða sæti yfir stigahæstu leiki Metacritic. 3. mars 2017 10:41 Íslendingar biðu í frostinu í nótt eftir Nintendo Switch Áhugsamir kaupendur stilltu sér upp í röð snemma í morgun. 3. mars 2017 11:31 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Japanska tölvuleikjafyrirtækið Nintendo hefur hagnast mikið á leikjatölvunni Nintendo Switch sem kom út í mars fyrr á árinu. Virði hlutabréfa í fyrirtækinu hefur nærri tvöfaldast á þeim tíma sem tölvan hefur verið til sölu. Þá tilkynnti leikjarisinn í vikunni um tvöföldun hagnaðarspár sinnar á reikningsárinu, að mestu vegna Switch. Tvær grundvallarástæður eru fyrir mikilli velgengni leikjatölvunnar. Annars vegar möguleikinn að geta bæði tengt tölvuna við sjónvarp og að notað hana á ferðinni og hins vegar miklar vinsældir tölvuleikja sem Nintendo hefur framleitt sérstaklega fyrir Switch. Leikjatölvan er í raun sú eina sinnar tegundar, að minnsta kosti sem nýtur einhverra vinsælda. Hægt er að tengja hana við sjónvarp með sérstakri dokku en einnig er hægt að aftengja hana, tengja fjarstýringarnar beint við tölvuna og spila leiki hvar sem er. Þetta er ekki valmöguleiki sem eigendur leikjatölva hinna risanna, Sony og Microsoft, hafa. Í þokkabót eru einu tvær ferðaleikjatölvurnar sem njóta einhverra vinsælda í heiminum báðar úr smiðju Nintendo. Í nýrri skýrslu frá Nintendo kemur fram að meirihluti eigenda Nintendo Switch, eða 52 prósent, nýta báða valmöguleikana til jafns. Hins vegar tengi um átján prósent tölvuna aðallega við sjónvarp og þrjátíu prósent velji frekar halda á tölvunni.Lykillinn að velgengni leikjatölvu er auðvitað þeir leikir sem hægt er að spila á tölvunni. Þannig hefur Halo-serían hjálpað Microsoft að selja Xbox-tölvur og Uncharted-serían hefur glatt marga PlayStation-eigendur. Nintendo hefur undanfarna áratugi reitt sig á sömu leikjaseríur til þess að selja tölvur sínar og er sömu sögu að segja af Nintendo Switch. Nýjustu leikirnir úr Legend of Zelda-seríunni og hinni sívinsælu Super Mario-seríu eru komnir út á Switch og hafa selst vel. Super Mario Odyssey kom út í vikunni og seldist í tveimur milljónum eintaka fyrstu þrjá dagana. Það er þó ekki nóg að gefa út leiki, þeir þurfa að vera góðir til að seljast. Gæðin virðast hins vegar ekki vera vandamál. Super Mario Odyssey fær 97 af 100 á Metacritic, sömu einkunn og The Legend of Zelda: Breath of the Wild. Eru leikirnir á meðal þeirra bestu sem komið hafa út á árinu að mati gagnrýnenda.Eins og áður segir hefur Nintendo tvöfaldað hagnaðarspá sína á reikningsárinu, sem lýkur í mars, úr 65 milljörðum jena og í 120 milljarða. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kom fram að auk veikara gengis jensins var Switch í lykilhlutverki í þeirri ákvörðun. Það eru þó ekki einu góðu fréttirnar fyrir Nintendo. Velta japanska risans var 220 milljarðar jena á síðasta ársfjórðungi en búist var við 174 milljarða jena veltu. Fyrirtækið býst einnig við aukinni sölu leikjatölvunnar á árinu. Gert hafði verið ráð fyrir tíu milljónum eintaka en nú sér Nintendo fram á að selja fjórtán milljónir eintaka. Ef af verður mun Nintendo Switch seljast meira á einu ári en fyrirrennarinn, Nintendo Wii U, hefur selst frá því tölvan kom út árið 2012.
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Tækni Tengdar fréttir Zelda: Breath of the Wild slær í gegn hjá gagnrýnendum Er í fjórða sæti yfir stigahæstu leiki Metacritic. 3. mars 2017 10:41 Íslendingar biðu í frostinu í nótt eftir Nintendo Switch Áhugsamir kaupendur stilltu sér upp í röð snemma í morgun. 3. mars 2017 11:31 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Zelda: Breath of the Wild slær í gegn hjá gagnrýnendum Er í fjórða sæti yfir stigahæstu leiki Metacritic. 3. mars 2017 10:41
Íslendingar biðu í frostinu í nótt eftir Nintendo Switch Áhugsamir kaupendur stilltu sér upp í röð snemma í morgun. 3. mars 2017 11:31