Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 23:56 Samsæriskenningar þess efnis að Apple hægi viljandi á eldri gerðum síma til að hvetja til kaupa á nýrri gerð hafa oft litið dagsins ljós undanfarin ár. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple hefur beðist afsökunar á því að hægja á iPhone-símum viðskiptavina sinna. Fyrirtækið birti afsökunarbeiðnina á vefsíðu sinni í dag og hyggst koma til móts við óánægða notendur. Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins var þá sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á stýrikerfi tækjanna til að halda í við rafhlöðuna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem birtist í dag, er þó áréttað að aldrei hafi neitt verið gert vísvitandi í þeim tilgangi að stytta líftíma símanna. „Fyrst og fremst höfum við aldrei – og myndum aldrei – gera neitt sem yrði vísvitandi til þess að stytta líftíma nokkurrar Apple-vöru, eða gera lítið úr upplifun notenda til þess að keyra uppfærslur,“ segir í tilkynningunni.Lækka verð á rafhlöðuskiptaþjónustu sinni Þá hyggst fyrirtækið leita ýmissa leiða til að koma til móts við viðskiptavini sína vegna málsins. Verð á rafhlöðuskiptum í símtækjum sem ekki eru lengur í ábyrgð mun til að mynda lækka um 50 Bandaríkjadali, eða rúmar 5000 íslenskar krónur. Um er að ræða síma af gerðinni iPhone 6 og allar yngri útgáfur sem komið hafa á eftir. Verð fyrir rafhlöðuskipti hjá Apple fer úr 79 Bandaríkjadölum, eða rúmum 8000 íslenskum krónum, og niður í 29 dali, eða um 3000 íslenskar krónur. Þá ætlar Apple gefa út hugbúnað á næsta ári sem gerir notendum kleift að fylgjast með ástandi rafhlaða í iPhone-símum og meta þannig líftíma þeirra. Samsæriskenningar þess efnis að Apple hægi viljandi á eldri gerðum síma til að hvetja til kaupa á nýrri gerð hafa oft litið dagsins ljós undanfarin ár. Þá hafa tveir Ísraelar kært fyrirtækið fyrir að hafa meðal annars leynt notendur upplýsingum. Tækni Tengdar fréttir Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Apple hyggst kaupa Shazam fyrir 42 milljarða Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hyggst kaupa smáforritið Shazam fyrir jafnvirði tæplega 42 milljarða króna. 10. desember 2017 17:51 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Tæknirisinn Apple hefur beðist afsökunar á því að hægja á iPhone-símum viðskiptavina sinna. Fyrirtækið birti afsökunarbeiðnina á vefsíðu sinni í dag og hyggst koma til móts við óánægða notendur. Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins var þá sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á stýrikerfi tækjanna til að halda í við rafhlöðuna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem birtist í dag, er þó áréttað að aldrei hafi neitt verið gert vísvitandi í þeim tilgangi að stytta líftíma símanna. „Fyrst og fremst höfum við aldrei – og myndum aldrei – gera neitt sem yrði vísvitandi til þess að stytta líftíma nokkurrar Apple-vöru, eða gera lítið úr upplifun notenda til þess að keyra uppfærslur,“ segir í tilkynningunni.Lækka verð á rafhlöðuskiptaþjónustu sinni Þá hyggst fyrirtækið leita ýmissa leiða til að koma til móts við viðskiptavini sína vegna málsins. Verð á rafhlöðuskiptum í símtækjum sem ekki eru lengur í ábyrgð mun til að mynda lækka um 50 Bandaríkjadali, eða rúmar 5000 íslenskar krónur. Um er að ræða síma af gerðinni iPhone 6 og allar yngri útgáfur sem komið hafa á eftir. Verð fyrir rafhlöðuskipti hjá Apple fer úr 79 Bandaríkjadölum, eða rúmum 8000 íslenskum krónum, og niður í 29 dali, eða um 3000 íslenskar krónur. Þá ætlar Apple gefa út hugbúnað á næsta ári sem gerir notendum kleift að fylgjast með ástandi rafhlaða í iPhone-símum og meta þannig líftíma þeirra. Samsæriskenningar þess efnis að Apple hægi viljandi á eldri gerðum síma til að hvetja til kaupa á nýrri gerð hafa oft litið dagsins ljós undanfarin ár. Þá hafa tveir Ísraelar kært fyrirtækið fyrir að hafa meðal annars leynt notendur upplýsingum.
Tækni Tengdar fréttir Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Apple hyggst kaupa Shazam fyrir 42 milljarða Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hyggst kaupa smáforritið Shazam fyrir jafnvirði tæplega 42 milljarða króna. 10. desember 2017 17:51 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10
Apple hyggst kaupa Shazam fyrir 42 milljarða Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hyggst kaupa smáforritið Shazam fyrir jafnvirði tæplega 42 milljarða króna. 10. desember 2017 17:51
Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09