Kæri félagsmaður Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 17. janúar 2018 10:16 Í fyrsta skipti í sögu Félags grunnskólakennara gefst félagsmönnum í félaginu kostur að kjósa sér talsmann. Fram að þessu hefur formaður Félags grunnskólakennara verið kosinn fulltrúakosningu á þingi félagsins, síðast árið 2004. Þessar kosningar eru þannig frumraun félagsins í lýðræðislegum kosningum allra félagsmanna um forystu félagsins. Í því samhengi vakna ýmsar spurningar hjá mér, sem frambjóðanda til formennsku fyrir félagið. Til þess að lýðræðið virki eins og því er ætlað að gera er nauðsynlegt að þeir sem eiga að taka afstöðu til þeirra málefna sem kosið er um hverju sinni hafi sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar að byggja á. Þess vegna er brýnt að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma upplýsingum til ykkar. Hvernig er best að koma því til skila til ykkar hver ég er og hverjar áherslur mínar og markmið eru? Staða okkar sem nú bjóðum okkur fram til formennsku í Félagi grunnskólakennara er svolítið snúin. Í fyrsta lagi er stutt síðan kosningar til formanns og varaformanns Kennarasambands Íslands fóru fram og í ljósi þess gætu kennarar verið orðnir þreyttir á kosningum til embætta innan Kennarasambandsins. Umræðan í aðdraganda þessara nýafstöðnu kosninga var hörð og svo virðist sem það sé mat margra að kosningar kljúfi okkur sem stétt, frekar en sameini. Í öðru lagi má segja að eðlilegt sé að fórnarkostnaður sé lítill í félagasamtökum þar sem almennir félagsmenn bjóða sig fram til ábyrgðar fyrir stétt sína. Þess vegna held ég að fæstir, eða jafnvel enginn sem býður sig fram til forystu nú, taki sér frí frá vinnu og heimsæki skóla til þess að kynna sig milliliðalaust. Því tel ég eðlilegast að þeir frambjóðendur sem líta á það sem skyldu sína að upplýsa kjósendur eins vel og mögulegt er um það hverjir þeir eru og fyrir hvað þeir standa í þessum formannskosningum geri það í gegnum samfélagsmiðla. Sá háttur getur hins vegar verið íþyngjandi að því leyti að margir líta svo að stuðningsyfirlýsingar sem birtast á samfélagsmiðlum við framboð einstaklinga flokkist í raun undir auglýsingar og að í þeim felist bæði áróður og ýtni. Það er ekki auðvelt að taka þátt í framboði þar sem einstaklingurinn er veginn og metinn. Það gerir það hins vegar auðveldara ef skilningur ríkir meðal félagsmanna um það hversu mikilvægar þessar kosningar eru og hversu miklu það skiptir að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um frambjóðendur. Við þekkjum það öll að nú á tímum samfélagsmiðla er afar auðvelt að koma skilaboðum áfram. Á sama tíma getur það hins vegar einnig verið ákveðnum erfiðleikum háð að nýta þessa miðla þar sem um svo mikið magn upplýsinga er að ræða sem flæðir yfir fólk að margir reyna að takmarka það og við það fara þessar upplýsingar forgörðum. Ég tek þátt í þessum kosningum á sama hátt og öllum öðrum störfum sem ég hef unnið fyrir stéttina; af mikilli virðingu. Ég tel það vera í samræmi við þá virðingu sem ég ber fyrir ykkur að ég vil gera það sem ég get til þess að upplýsa ykkur um hver ég sé og fyrir hvað ég stend. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipti í sögu Félags grunnskólakennara gefst félagsmönnum í félaginu kostur að kjósa sér talsmann. Fram að þessu hefur formaður Félags grunnskólakennara verið kosinn fulltrúakosningu á þingi félagsins, síðast árið 2004. Þessar kosningar eru þannig frumraun félagsins í lýðræðislegum kosningum allra félagsmanna um forystu félagsins. Í því samhengi vakna ýmsar spurningar hjá mér, sem frambjóðanda til formennsku fyrir félagið. Til þess að lýðræðið virki eins og því er ætlað að gera er nauðsynlegt að þeir sem eiga að taka afstöðu til þeirra málefna sem kosið er um hverju sinni hafi sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar að byggja á. Þess vegna er brýnt að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma upplýsingum til ykkar. Hvernig er best að koma því til skila til ykkar hver ég er og hverjar áherslur mínar og markmið eru? Staða okkar sem nú bjóðum okkur fram til formennsku í Félagi grunnskólakennara er svolítið snúin. Í fyrsta lagi er stutt síðan kosningar til formanns og varaformanns Kennarasambands Íslands fóru fram og í ljósi þess gætu kennarar verið orðnir þreyttir á kosningum til embætta innan Kennarasambandsins. Umræðan í aðdraganda þessara nýafstöðnu kosninga var hörð og svo virðist sem það sé mat margra að kosningar kljúfi okkur sem stétt, frekar en sameini. Í öðru lagi má segja að eðlilegt sé að fórnarkostnaður sé lítill í félagasamtökum þar sem almennir félagsmenn bjóða sig fram til ábyrgðar fyrir stétt sína. Þess vegna held ég að fæstir, eða jafnvel enginn sem býður sig fram til forystu nú, taki sér frí frá vinnu og heimsæki skóla til þess að kynna sig milliliðalaust. Því tel ég eðlilegast að þeir frambjóðendur sem líta á það sem skyldu sína að upplýsa kjósendur eins vel og mögulegt er um það hverjir þeir eru og fyrir hvað þeir standa í þessum formannskosningum geri það í gegnum samfélagsmiðla. Sá háttur getur hins vegar verið íþyngjandi að því leyti að margir líta svo að stuðningsyfirlýsingar sem birtast á samfélagsmiðlum við framboð einstaklinga flokkist í raun undir auglýsingar og að í þeim felist bæði áróður og ýtni. Það er ekki auðvelt að taka þátt í framboði þar sem einstaklingurinn er veginn og metinn. Það gerir það hins vegar auðveldara ef skilningur ríkir meðal félagsmanna um það hversu mikilvægar þessar kosningar eru og hversu miklu það skiptir að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um frambjóðendur. Við þekkjum það öll að nú á tímum samfélagsmiðla er afar auðvelt að koma skilaboðum áfram. Á sama tíma getur það hins vegar einnig verið ákveðnum erfiðleikum háð að nýta þessa miðla þar sem um svo mikið magn upplýsinga er að ræða sem flæðir yfir fólk að margir reyna að takmarka það og við það fara þessar upplýsingar forgörðum. Ég tek þátt í þessum kosningum á sama hátt og öllum öðrum störfum sem ég hef unnið fyrir stéttina; af mikilli virðingu. Ég tel það vera í samræmi við þá virðingu sem ég ber fyrir ykkur að ég vil gera það sem ég get til þess að upplýsa ykkur um hver ég sé og fyrir hvað ég stend. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun