Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. janúar 2018 20:40 Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. Að sögn viðstaddra lét Donald Trump Bandaríkjaforseti ummælin falla á forsetaskrifstofunni á fundi um innflytjendamál með þingmönnum. Þar á hann að hafa sagt „Hvers vegna er allt þetta fólk frá þessum skítalöndum að koma hingað?“ og vísað til Haítí, El Salvador og ríkja Afríku. Ummælin hafa verið fordæmd víða en í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Suður-Ameríku sendi frá sér í dag sagði að sendiráð Bandaríkjanna yrði krafið um rökstuðning á morgun. Ríkisstjórn Botswana hefur einnig kallað bandaríska sendiherrann á sinn fund og fjöldi stjórnmála- og áhrifafólks hefur gagnrýnt forsetann. „Ég var alinn upp við að kalla ekki fólk rasista af því að það væri þá erfitt fyrir það að fá uppreisn æru þegar búið væri að segja það. En það er ekki spurning að það sem hann sagði var rasískt.“ sagði Michael Bennet öldungadeildarþingmaður demókrata á Bandaríkjaþingi um orðaval forsetans í viðtali. Þá hafa 55 sendiherrar Afríkuríkja hjá Sameinuðu þjóðunum farið fram á afsökunarbeiðni og að ummælin verði dregin til baka. Paul Ryan forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir ummælin óheppileg. „Það fyrsta sem kom mér í hug var: Mjög óheppilegt, hjálpar ekki.“ Hvíta húsið hefur ekki dregið ummælin til baka eða sagt þau ósönn en Trump hefur þó tekið til varna á Twitter. Hann segist hafa verið harðorður en að þarna sé haft rangt eftir honum. Vitni á fundinum hafa þó vísað vörn forsetans á bug. Botsvana Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. Að sögn viðstaddra lét Donald Trump Bandaríkjaforseti ummælin falla á forsetaskrifstofunni á fundi um innflytjendamál með þingmönnum. Þar á hann að hafa sagt „Hvers vegna er allt þetta fólk frá þessum skítalöndum að koma hingað?“ og vísað til Haítí, El Salvador og ríkja Afríku. Ummælin hafa verið fordæmd víða en í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Suður-Ameríku sendi frá sér í dag sagði að sendiráð Bandaríkjanna yrði krafið um rökstuðning á morgun. Ríkisstjórn Botswana hefur einnig kallað bandaríska sendiherrann á sinn fund og fjöldi stjórnmála- og áhrifafólks hefur gagnrýnt forsetann. „Ég var alinn upp við að kalla ekki fólk rasista af því að það væri þá erfitt fyrir það að fá uppreisn æru þegar búið væri að segja það. En það er ekki spurning að það sem hann sagði var rasískt.“ sagði Michael Bennet öldungadeildarþingmaður demókrata á Bandaríkjaþingi um orðaval forsetans í viðtali. Þá hafa 55 sendiherrar Afríkuríkja hjá Sameinuðu þjóðunum farið fram á afsökunarbeiðni og að ummælin verði dregin til baka. Paul Ryan forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir ummælin óheppileg. „Það fyrsta sem kom mér í hug var: Mjög óheppilegt, hjálpar ekki.“ Hvíta húsið hefur ekki dregið ummælin til baka eða sagt þau ósönn en Trump hefur þó tekið til varna á Twitter. Hann segist hafa verið harðorður en að þarna sé haft rangt eftir honum. Vitni á fundinum hafa þó vísað vörn forsetans á bug.
Botsvana Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19
Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15
Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47