Skammsýni og sóun Steingrímur Ari Arason skrifar 17. apríl 2018 07:00 Systur tvær „skammsýni og sóun“ fara oft saman. Í atvinnurekstri og stjórnmálum er viðvarandi viðfangsefni að fyrirbyggja að þær fái ráðið för.Kerfið segir nei Ragnar Hall lögmaður skrifaði 13. apríl sl. athyglisverða grein þar sem fjallað er um þá niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og úrskurðarnefndar velferðarmála að synja einstaklingi um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar hjá Klíníkinni Ármúla. Þetta gerist þrátt fyrir að einstaklingurinn hafi verið í brýnni þörf fyrir aðgerðina, þrátt fyrir meira en árs bið eftir aðgerðinni hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að Klíníkin Ármúla hafi uppfyllt öll fagleg skilyrði og þrátt fyrir lægri kostnað ríkisins við að samþykkja aðgerðina hjá íslenskum fremur en sænskum aðila. Nei skal það vera þar sem SÍ hafa einungis heimild til að taka þátt í kostnaði við liðskiptaaðgerðir sem framkvæmdar eru erlendis. Í byrjun árs biðu um 1.100 einstaklingar eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Meðalbiðtíminn var um sex mánuðir, en jafnframt upplýst að biðin eftir að komast á biðlistann gæti verið 6-8 mánuðir! Starfsmenn sjúkrahúsa, ekki síst Landspítalans, eru þannig settir í óbærilega stöðu. Synja þarf fólki um þjónustu sem það á rétt á. Jafnframt fer mikill tími starfsmanna í að flokka sjúklingana og í raun að mismuna þeim: „Hvort á að komast á undan í aðgerð sá sem er búinn að bíða í tólf mánuði uppdópaður á verkjalyfjum eða sá sem er búinn að bíða í sex mánuði sárkvalinn?“ Skammsýni Frá árinu 2016, þegar sérstakt átak til að stytta biðlista hófst, hafa þrír heilbrigðisráðherrar ákveðið að liðskiptaaðgerðir í íslenska heibrigðiskerfinu skuli einungis vera í boði hjá stofnunum ríkisins. Samtímis hefur þeirri ósk SÍ verið hafnað að semja um gerviliðaaðgerðir á þeim grunni að „mæli fagleg og fjárhagsleg rök með því verði SÍ jafnframt heimilað að semja um hluta aðgerðanna við sjálfstætt starfandi bæklunarlækna.“ Ósk sem er sett fram til að tryggja sjúkratryggðum greiðan aðgang að þjónustunni og að nýta fjármuni ríkisins eins vel og kostur er. Árið 2018 hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að fela Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands að framkvæma allar biðlistaaðgerðir átaksins án sérstaks samnings. Þetta er ákveðið þó að fyrir liggi að sjálfstætt starfandi aðilar séu einnig reiðubúnir að veita þjónustuna og að biðlistaaðgerðirnar koma orðið niður á annarri þjónustu Landspítalans. Þannig mátti nýverið lesa í blöðum að takmarkaður mannskapur og aðstöðuleysi valda því að oft þarf að fresta stærri aðgerðum á skurðstofum. Dæmi er um að hjartaaðgerð sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Vegna skorts á legurýmum á gjörgæsludeild og skorts á sérhæfðu hjúkrunarfólki kemst Landspítalinn ekki hjá því að fresta skipulögðum aðgerðum sem krefjast gjörgæslu „jafnvel þótt um lífsnauðsynlegar aðgerðir sé að ræða.“ Sóun Ragnar Hall bendir á að kostnaður sjúkratrygginganna vegna liðskiptaaðgerða sé í flestum tilvikum hærri erlendis en hérlendis. Með því að sækja þjónustuna til útlanda kemur óhjákvæmilega alls konar viðbótarkostnaður til sögunnar. Löngu og erfiðu ferðalagi fylgir fyrirhöfn og óþægindi. Sjúkdómar og aðstöðuleysi geta auk þess útilokað að einstaklingar eigi þess kost að sækja meðferð erlendis á eigin vegum. Staða þeirra er þannig að þeir verða að bíða eftir meðferð innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þessu til viðbótar má svo ekki gleyma sóuninni sem fylgir því að íslenska heilbrigðiskerfið skuli láta það líðast ár eftir ár að sjúklingar þurfi að bíða í neyð eftir aðgerð umfram þrjá mánuði. Svo dæmi sé tekið sýnir íslensk athugun frá árinu 2014 að lækka mætti samfélagslegan kostnað á hvern sjúkling um a.m.k. 500 þús.kr. með því að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerð á hné niður í þrjá mánuði, en bið umfram það er talin óásættanleg samkvæmt viðmiði Embættis landlæknis. Skynsemin segir já Árið 2004 sagði Birgir Jakobsson, nú nýskipaður aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, að biðraðamenning innan heilbrigðiskerfisins væri krónískur sjúkdómur sem að verulegu leyti væri skipulagsgalli. Undir það er tekið. Flest Evrópulönd hafa nú leyst þennan skipulagsgalla og treyst réttarstöðu sjúkratryggðra, sbr. „vårdgaranti-fyrirkomulagið“ í Svíþjóð. Ef stofnanir ríkisins og samningsbundnir þjónustuveitendur eru ekki sjálfir í stakk búnir til að veita þjónustu sem sjúkratryggðir eiga rétt á innan ásættanlegra tímamarka ber þeim að vísa á tiltekinn annan veitanda. Að öðrum kosti er sjúkratryggðum gert kleift að leita eftir þjónustunni út fyrir „kerfið“. Þar af leiðandi verður það einungis í undantekningartilvikum að ekki tekst að framkvæma umsamda aðgerð á réttum tíma.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Systur tvær „skammsýni og sóun“ fara oft saman. Í atvinnurekstri og stjórnmálum er viðvarandi viðfangsefni að fyrirbyggja að þær fái ráðið för.Kerfið segir nei Ragnar Hall lögmaður skrifaði 13. apríl sl. athyglisverða grein þar sem fjallað er um þá niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og úrskurðarnefndar velferðarmála að synja einstaklingi um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar hjá Klíníkinni Ármúla. Þetta gerist þrátt fyrir að einstaklingurinn hafi verið í brýnni þörf fyrir aðgerðina, þrátt fyrir meira en árs bið eftir aðgerðinni hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að Klíníkin Ármúla hafi uppfyllt öll fagleg skilyrði og þrátt fyrir lægri kostnað ríkisins við að samþykkja aðgerðina hjá íslenskum fremur en sænskum aðila. Nei skal það vera þar sem SÍ hafa einungis heimild til að taka þátt í kostnaði við liðskiptaaðgerðir sem framkvæmdar eru erlendis. Í byrjun árs biðu um 1.100 einstaklingar eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Meðalbiðtíminn var um sex mánuðir, en jafnframt upplýst að biðin eftir að komast á biðlistann gæti verið 6-8 mánuðir! Starfsmenn sjúkrahúsa, ekki síst Landspítalans, eru þannig settir í óbærilega stöðu. Synja þarf fólki um þjónustu sem það á rétt á. Jafnframt fer mikill tími starfsmanna í að flokka sjúklingana og í raun að mismuna þeim: „Hvort á að komast á undan í aðgerð sá sem er búinn að bíða í tólf mánuði uppdópaður á verkjalyfjum eða sá sem er búinn að bíða í sex mánuði sárkvalinn?“ Skammsýni Frá árinu 2016, þegar sérstakt átak til að stytta biðlista hófst, hafa þrír heilbrigðisráðherrar ákveðið að liðskiptaaðgerðir í íslenska heibrigðiskerfinu skuli einungis vera í boði hjá stofnunum ríkisins. Samtímis hefur þeirri ósk SÍ verið hafnað að semja um gerviliðaaðgerðir á þeim grunni að „mæli fagleg og fjárhagsleg rök með því verði SÍ jafnframt heimilað að semja um hluta aðgerðanna við sjálfstætt starfandi bæklunarlækna.“ Ósk sem er sett fram til að tryggja sjúkratryggðum greiðan aðgang að þjónustunni og að nýta fjármuni ríkisins eins vel og kostur er. Árið 2018 hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að fela Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands að framkvæma allar biðlistaaðgerðir átaksins án sérstaks samnings. Þetta er ákveðið þó að fyrir liggi að sjálfstætt starfandi aðilar séu einnig reiðubúnir að veita þjónustuna og að biðlistaaðgerðirnar koma orðið niður á annarri þjónustu Landspítalans. Þannig mátti nýverið lesa í blöðum að takmarkaður mannskapur og aðstöðuleysi valda því að oft þarf að fresta stærri aðgerðum á skurðstofum. Dæmi er um að hjartaaðgerð sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Vegna skorts á legurýmum á gjörgæsludeild og skorts á sérhæfðu hjúkrunarfólki kemst Landspítalinn ekki hjá því að fresta skipulögðum aðgerðum sem krefjast gjörgæslu „jafnvel þótt um lífsnauðsynlegar aðgerðir sé að ræða.“ Sóun Ragnar Hall bendir á að kostnaður sjúkratrygginganna vegna liðskiptaaðgerða sé í flestum tilvikum hærri erlendis en hérlendis. Með því að sækja þjónustuna til útlanda kemur óhjákvæmilega alls konar viðbótarkostnaður til sögunnar. Löngu og erfiðu ferðalagi fylgir fyrirhöfn og óþægindi. Sjúkdómar og aðstöðuleysi geta auk þess útilokað að einstaklingar eigi þess kost að sækja meðferð erlendis á eigin vegum. Staða þeirra er þannig að þeir verða að bíða eftir meðferð innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þessu til viðbótar má svo ekki gleyma sóuninni sem fylgir því að íslenska heilbrigðiskerfið skuli láta það líðast ár eftir ár að sjúklingar þurfi að bíða í neyð eftir aðgerð umfram þrjá mánuði. Svo dæmi sé tekið sýnir íslensk athugun frá árinu 2014 að lækka mætti samfélagslegan kostnað á hvern sjúkling um a.m.k. 500 þús.kr. með því að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerð á hné niður í þrjá mánuði, en bið umfram það er talin óásættanleg samkvæmt viðmiði Embættis landlæknis. Skynsemin segir já Árið 2004 sagði Birgir Jakobsson, nú nýskipaður aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, að biðraðamenning innan heilbrigðiskerfisins væri krónískur sjúkdómur sem að verulegu leyti væri skipulagsgalli. Undir það er tekið. Flest Evrópulönd hafa nú leyst þennan skipulagsgalla og treyst réttarstöðu sjúkratryggðra, sbr. „vårdgaranti-fyrirkomulagið“ í Svíþjóð. Ef stofnanir ríkisins og samningsbundnir þjónustuveitendur eru ekki sjálfir í stakk búnir til að veita þjónustu sem sjúkratryggðir eiga rétt á innan ásættanlegra tímamarka ber þeim að vísa á tiltekinn annan veitanda. Að öðrum kosti er sjúkratryggðum gert kleift að leita eftir þjónustunni út fyrir „kerfið“. Þar af leiðandi verður það einungis í undantekningartilvikum að ekki tekst að framkvæma umsamda aðgerð á réttum tíma.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar