Segja Facebook stunda persónunjósnir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2018 06:00 Mark Zuckerberg stendur í ströngu þessa dagana vegna bresta í meðferð persónulegra upplýsinga notenda Facebook-miðilsins. Vísir/Getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. Fyrrverandi sprotafyrirtækið Six4Three ber upp þessar ásakanir en The Guardian greindi frá málinu, sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár, í gær. Málið var upphaflega höfðað í lok 2015 þegar Facebook lokaði á aðgengi notenda að gögnum vina sinna á samfélagsmiðlinum. Hafði Six4Three þá varið um 25 milljónum króna í að þróa hið afar umdeilda app Pikinis. Appið var hægt að nota til þess að finna myndir af vinum notandans á Facebook þar sem umræddir vinir voru í sundfötum einum klæða. Umfang málsins hefur hins vegar vaxið mikið á undanförnum vikum. Í síðustu viku fékk dómari í San Mateo afhenta tölvupósta og skilaboð sem gengu á milli toppa Facebook, meðal annars Zuckerbergs sjálfs, þar sem rætt var um að „vopnvæða“ persónuupplýsingar. Guardian greindi svo einnig frá því í gær að Facebook sé sakað um að hafa notað miðla sína og forrit til þess að safna upplýsingum um bæði notendur samfélagsmiðlanna og vini þeirra, jafnvel þá sem ekki höfðu skráð sig á Facebook eða tengda miðla. Er Facebook gefið að sök að hafa lesið sms-skilaboð, fylgst með staðsetningu notenda og skoðað myndir á snjallsímum notenda sem ekki hafði verið hlaðið upp á miðilinn. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. 23. maí 2018 08:35 Segist þrátt fyrir allt vera rétti maðurinn til að leiða Facebook Hvorki hafi dregið úr notkun Facebook né hafi auglýsingasala dregist saman frá því hneykslið kom upp. 4. apríl 2018 23:05 Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. Fyrrverandi sprotafyrirtækið Six4Three ber upp þessar ásakanir en The Guardian greindi frá málinu, sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár, í gær. Málið var upphaflega höfðað í lok 2015 þegar Facebook lokaði á aðgengi notenda að gögnum vina sinna á samfélagsmiðlinum. Hafði Six4Three þá varið um 25 milljónum króna í að þróa hið afar umdeilda app Pikinis. Appið var hægt að nota til þess að finna myndir af vinum notandans á Facebook þar sem umræddir vinir voru í sundfötum einum klæða. Umfang málsins hefur hins vegar vaxið mikið á undanförnum vikum. Í síðustu viku fékk dómari í San Mateo afhenta tölvupósta og skilaboð sem gengu á milli toppa Facebook, meðal annars Zuckerbergs sjálfs, þar sem rætt var um að „vopnvæða“ persónuupplýsingar. Guardian greindi svo einnig frá því í gær að Facebook sé sakað um að hafa notað miðla sína og forrit til þess að safna upplýsingum um bæði notendur samfélagsmiðlanna og vini þeirra, jafnvel þá sem ekki höfðu skráð sig á Facebook eða tengda miðla. Er Facebook gefið að sök að hafa lesið sms-skilaboð, fylgst með staðsetningu notenda og skoðað myndir á snjallsímum notenda sem ekki hafði verið hlaðið upp á miðilinn.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. 23. maí 2018 08:35 Segist þrátt fyrir allt vera rétti maðurinn til að leiða Facebook Hvorki hafi dregið úr notkun Facebook né hafi auglýsingasala dregist saman frá því hneykslið kom upp. 4. apríl 2018 23:05 Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56
Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. 23. maí 2018 08:35
Segist þrátt fyrir allt vera rétti maðurinn til að leiða Facebook Hvorki hafi dregið úr notkun Facebook né hafi auglýsingasala dregist saman frá því hneykslið kom upp. 4. apríl 2018 23:05
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf