Hætt við milljarðaverkefni vegna sólarorkutolla Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 08:44 Sólarorka hefur blómstrað í Bandaríkjunum undanfarin ár, ekki síst vegna ódýrra kínverskra sólarsellna. Verndartollar Trump eru taldir hægja á vextinum. Vísir/EPA Orkufyrirtæki í Bandaríkjunum hafa hætt við eða sett á ís fjárfestingar stórum sólarorkuverkefnum upp á meira en tvo og hálfan milljarð dollara eftir að Donald Trump forseti lagði á háa verndartollar á innfluttar sólarsellur. Fyrirtækin segja að hafi kostað þúsundir væntanlegra starfa. Samkvæmt úttekt Reuters-fréttastofunnar eru fjárfestingarnar um tvöfalt meiri en þær sem framleiðendur bandarískra sólarsellna sem njóta góðs af verndartollunum ætla að ráðast í. Trump tilkynnti um verndartollana í janúar þrátt fyrir mótmæli sólarorkuiðnaðarins í Bandaríkjunum. Honum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár, meðal annars vegna verðfalls á innfluttum sólarsellum, frá Kína. Þannig hefur sólarorka orðið samkeppnishæf í verði við jarðgas og kol. Sérfræðingar hafa spáð því að draga muni úr fjölgun sólarorkuvera á næstu tveimur árum vegna tollanna. Þeir nema 30% næstu fjögur árin en minnkar um 5% á ári eftir það. Sólarorkuiðnaðurinn segir að tollarnir auki kostnaðinn við stór sólarorkuver um 10%. Um þrefalt fleiri Bandaríkjamenn starfa við sólarorku en í kolaiðnaðinum. Engu að síður hefur ríkisstjórn Trump gripið til ýmissa aðgerða til þess að hygla kolaorku á kostnað endurnýjanlegra orkugjafa. Nú síðast hafa komið fram hugmyndir um að stjórnvöld gætu skikkað dreififyrirtæki til að kaupa orku frá kolaorkuverum. Ríkisstjórn Trump hefur jafnframt reynt að afnema loftslagsaðgerðir fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama sem miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum frá orkuframleiðslu. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Orkufyrirtæki í Bandaríkjunum hafa hætt við eða sett á ís fjárfestingar stórum sólarorkuverkefnum upp á meira en tvo og hálfan milljarð dollara eftir að Donald Trump forseti lagði á háa verndartollar á innfluttar sólarsellur. Fyrirtækin segja að hafi kostað þúsundir væntanlegra starfa. Samkvæmt úttekt Reuters-fréttastofunnar eru fjárfestingarnar um tvöfalt meiri en þær sem framleiðendur bandarískra sólarsellna sem njóta góðs af verndartollunum ætla að ráðast í. Trump tilkynnti um verndartollana í janúar þrátt fyrir mótmæli sólarorkuiðnaðarins í Bandaríkjunum. Honum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár, meðal annars vegna verðfalls á innfluttum sólarsellum, frá Kína. Þannig hefur sólarorka orðið samkeppnishæf í verði við jarðgas og kol. Sérfræðingar hafa spáð því að draga muni úr fjölgun sólarorkuvera á næstu tveimur árum vegna tollanna. Þeir nema 30% næstu fjögur árin en minnkar um 5% á ári eftir það. Sólarorkuiðnaðurinn segir að tollarnir auki kostnaðinn við stór sólarorkuver um 10%. Um þrefalt fleiri Bandaríkjamenn starfa við sólarorku en í kolaiðnaðinum. Engu að síður hefur ríkisstjórn Trump gripið til ýmissa aðgerða til þess að hygla kolaorku á kostnað endurnýjanlegra orkugjafa. Nú síðast hafa komið fram hugmyndir um að stjórnvöld gætu skikkað dreififyrirtæki til að kaupa orku frá kolaorkuverum. Ríkisstjórn Trump hefur jafnframt reynt að afnema loftslagsaðgerðir fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama sem miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum frá orkuframleiðslu.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12