Samfélagsmiðlarisar reyna að friða bandaríska íhaldsmenn Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 21:25 Jack Dorsey, forstjóri Twitter, fundaði nýlega með leiðtogum repúblikana og íhaldssömum álitsgjöfum vegna gagnrýni þeirra á meinta frjálslynda slagsíðu samfélagsmiðla. Vísir/EPA Stjórnendur samfélagsmiðlarisanna Facebook og Twitter hafa undanfarið fundað með leiðtogum bandarískra repúblikana og íhaldsmanna til að bregðast við ásökunum þeirra að tæknifyrirtæki sé hlutdræg gegn þeim og ritskoði færslur hægrimanna.Washington Post segir að forysta Repúblikanaflokksins hafi kvartað við stjórnendur samfélagsmiðlanna, þar á meðal nánir aðstoðarmenn Donalds Trump forseta. Íhaldsmenn hafa lengið sakað samfélagsmiðla um að takmarka útbreiðslu færslna þeirra á laun. Stjórnendur Twitter og Facebook hafa gengist við því að starfslið þeirra séu að miklu leyti frjálslynt og til vinstri í bandarískum stjórnmálum. Til að bregðast við bauð Jack Dorsey, forstjóri Twitter, leiðtogum repúblikana og íhaldssömum álitsgjöfum til einkakvöldverðar í Washington-borg í síðustu viku. Dorsey er sagður hafa ætlað sér að byggja upp traust á milli fyrirtækisins og íhaldsmanna. Hann á að hafa neitað því að Twitter beitti sér á ósanngjarnan hátt gegn hægrisinnuðum notendum en engu að síður viðurkennt að fyrirtækið gæti gert betur. Íhaldsmennirnir hafi á móti sagt honum að ráða verkfræðinga með fjölbreyttari stjórnmálaskoðanir. Dorsey er sagður hafa hitt fleiri álitsgjafa og þingmenn repúblikana undanfarið til að reyna að friða þá og svara gagnrýni þeirra. Facebook er einnig sagt hafa sent fulltrúa sína til að ræða við landsnefnd Repúblikanaflokksins fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækið hefur hafið útekt á því hvort að hlutdrægni sé til staðar gagnvart íhaldssömum starfsmönnum eða á efni frá íhaldssmönnum á miðlinum. Hvorki Twitter né Facebook vildi tjá sig um samskipti sín við íhaldssama gagnrýnendur við Washington Post. Bandaríkin Facebook Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðlarisanna Facebook og Twitter hafa undanfarið fundað með leiðtogum bandarískra repúblikana og íhaldsmanna til að bregðast við ásökunum þeirra að tæknifyrirtæki sé hlutdræg gegn þeim og ritskoði færslur hægrimanna.Washington Post segir að forysta Repúblikanaflokksins hafi kvartað við stjórnendur samfélagsmiðlanna, þar á meðal nánir aðstoðarmenn Donalds Trump forseta. Íhaldsmenn hafa lengið sakað samfélagsmiðla um að takmarka útbreiðslu færslna þeirra á laun. Stjórnendur Twitter og Facebook hafa gengist við því að starfslið þeirra séu að miklu leyti frjálslynt og til vinstri í bandarískum stjórnmálum. Til að bregðast við bauð Jack Dorsey, forstjóri Twitter, leiðtogum repúblikana og íhaldssömum álitsgjöfum til einkakvöldverðar í Washington-borg í síðustu viku. Dorsey er sagður hafa ætlað sér að byggja upp traust á milli fyrirtækisins og íhaldsmanna. Hann á að hafa neitað því að Twitter beitti sér á ósanngjarnan hátt gegn hægrisinnuðum notendum en engu að síður viðurkennt að fyrirtækið gæti gert betur. Íhaldsmennirnir hafi á móti sagt honum að ráða verkfræðinga með fjölbreyttari stjórnmálaskoðanir. Dorsey er sagður hafa hitt fleiri álitsgjafa og þingmenn repúblikana undanfarið til að reyna að friða þá og svara gagnrýni þeirra. Facebook er einnig sagt hafa sent fulltrúa sína til að ræða við landsnefnd Repúblikanaflokksins fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækið hefur hafið útekt á því hvort að hlutdrægni sé til staðar gagnvart íhaldssömum starfsmönnum eða á efni frá íhaldssmönnum á miðlinum. Hvorki Twitter né Facebook vildi tjá sig um samskipti sín við íhaldssama gagnrýnendur við Washington Post.
Bandaríkin Facebook Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira