Framliðnir hluthafar í flokkshúsi Framsóknar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Eign Skúlagarðs er metin á rúmar 120 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGur ARI Skráðir eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félagi sem á höfuðstöðvar Framsóknarflokksins eru farnir yfir móðuna miklu. Meðal skráðra eigenda samkvæmt ársreikningi eru fyrrverandi ráðherrar og þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn eignaðist efri hæð fasteignarinnar að Hverfisgötu 33 árið 1998 en þá afsalaði eignarhaldsfélagið Ker hf. eigninni til flokksins. Skráður eigandi hússins er félagið Skúlagarður hf., sem er samkvæmt nýjasta ársreikningi að 86 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Hlutur flokksins hefur aukist jafnt og þétt en árið 2002 var hann 71 prósent. Þegar flokkurinn hóf söfnun til að kaupa húsnæðið var sú leið farin að stofna félag um eignina. Aðrir eigendur þess voru kjördæmissambönd flokksins, einstök félög innan hans og einstaklingar sem styrktu flokkinn. Í auglýsingu sem birtist árið 1991 í Einherja, blaði Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, segir að þeir sem greiði meira en þúsund krónur á mánuði í styrk til flokksins myndu eignast hlut í Skúlagarði hf. umfram þúsund krónur. Samfara því myndu þeir njóta skattaafsláttar sem því er samfara að eiga hlut í félaginu. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Skúlagarðs hf., sem er frá 2016, eru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Steingrímur Hermannsson er meðal hluthafa.VísirSé hluthafalistinn skoðaður sést hins vegar að um þriðjungur þeirra er látinn. Meðal skráðra eigenda eru til að mynda fyrrverandi ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson. Fimm af þeim níu einstaklingum sem stærstan hlut eiga eru látnir. Dæmi eru um að einstaklingar sem létust árið 1993 séu skráðir eigendur. Undanfarin ár hefur fækkað í hluthafahópnum og hefur fjöldi skráðra eigenda, auk erfingja upphaflegra eigenda, gefið hlut sinn í félaginu til flokksins. Þá eru einnig dæmi um að fólk sem hefur sagt skilið við flokkinn hafi losað um hlut sinn. „Ef félag er einhvers virði og hluthafi lætur hlut sinn af hendi endurgjaldslaust til stjórnmálasamtaka þá ber að telja það fram sem styrk til flokksins,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar. Hún vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Skúlagarðs eða hvort sá háttur hafi verið hafður á hjá félaginu. Hrólfur Ölvisson, skráður stjórnarformaður Skúlagarðs, vildi engu svara um málefni félagsins þegar leitað var eftir því. Fasteignamat eignarhluta Skúlagarðs að Hverfisgötu 33 er nú rúmar 120 milljónir króna. Samkvæmt mati næsta árs er það tæplega 145 milljónir króna. Eini rekstur félagsins hefur verið að halda utan um húseignina og leigja hana Framsóknarflokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Skráðir eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félagi sem á höfuðstöðvar Framsóknarflokksins eru farnir yfir móðuna miklu. Meðal skráðra eigenda samkvæmt ársreikningi eru fyrrverandi ráðherrar og þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn eignaðist efri hæð fasteignarinnar að Hverfisgötu 33 árið 1998 en þá afsalaði eignarhaldsfélagið Ker hf. eigninni til flokksins. Skráður eigandi hússins er félagið Skúlagarður hf., sem er samkvæmt nýjasta ársreikningi að 86 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Hlutur flokksins hefur aukist jafnt og þétt en árið 2002 var hann 71 prósent. Þegar flokkurinn hóf söfnun til að kaupa húsnæðið var sú leið farin að stofna félag um eignina. Aðrir eigendur þess voru kjördæmissambönd flokksins, einstök félög innan hans og einstaklingar sem styrktu flokkinn. Í auglýsingu sem birtist árið 1991 í Einherja, blaði Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, segir að þeir sem greiði meira en þúsund krónur á mánuði í styrk til flokksins myndu eignast hlut í Skúlagarði hf. umfram þúsund krónur. Samfara því myndu þeir njóta skattaafsláttar sem því er samfara að eiga hlut í félaginu. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Skúlagarðs hf., sem er frá 2016, eru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Steingrímur Hermannsson er meðal hluthafa.VísirSé hluthafalistinn skoðaður sést hins vegar að um þriðjungur þeirra er látinn. Meðal skráðra eigenda eru til að mynda fyrrverandi ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson. Fimm af þeim níu einstaklingum sem stærstan hlut eiga eru látnir. Dæmi eru um að einstaklingar sem létust árið 1993 séu skráðir eigendur. Undanfarin ár hefur fækkað í hluthafahópnum og hefur fjöldi skráðra eigenda, auk erfingja upphaflegra eigenda, gefið hlut sinn í félaginu til flokksins. Þá eru einnig dæmi um að fólk sem hefur sagt skilið við flokkinn hafi losað um hlut sinn. „Ef félag er einhvers virði og hluthafi lætur hlut sinn af hendi endurgjaldslaust til stjórnmálasamtaka þá ber að telja það fram sem styrk til flokksins,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar. Hún vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Skúlagarðs eða hvort sá háttur hafi verið hafður á hjá félaginu. Hrólfur Ölvisson, skráður stjórnarformaður Skúlagarðs, vildi engu svara um málefni félagsins þegar leitað var eftir því. Fasteignamat eignarhluta Skúlagarðs að Hverfisgötu 33 er nú rúmar 120 milljónir króna. Samkvæmt mati næsta árs er það tæplega 145 milljónir króna. Eini rekstur félagsins hefur verið að halda utan um húseignina og leigja hana Framsóknarflokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira