Bág staða meðferðarstöðva SÁÁ - Hvað er til ráða? Arnar Kjartansson skrifar 13. september 2018 15:15 Ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum að meðferðastöðvar SÁÁ hafa verið í slæmri stöðu síðustu ár en ríkið fjármagnar aðeins 2/3 af heildarkostnaði þeirra samkvæmt greinagerð sem að SÁÁ gaf út. Þar kemur fram að heildarkostnaður þessara stöðva sé 1,43 milljarðar króna en ríkið greiðir 914 milljónir og er því mismunurinn um 517 milljónir króna. Ekki þarf viðskipta- eða hagfræðigráðu til að gera sér grein fyrir að þetta dæmi virkar ekki lengi. Þó viðurkennir höfundur að svona mál eru vant með farin og engin skyndilausn í boði, annars væri án efa búið að fara hana. Þó er aðgerðarleysi heilbrigðisráðherra til mikilla vonbrigða og vegna þess hefur meðal annars þurft að loka meðferðastöð SÁÁ á Akureyri. Það verður að grípa í taumana núna strax til þess að valda ekki meiri skaða. Höfundur ákvað að leggjast í smá rannsóknarvinnu og lagði inn fyrirspurn til fjármálaráðuneytis (þakka þeim fyrir skjót svör) og fékk tölur yfir tekjur ríkisins á áfengisgjöldum síðastliðin 4 ár og eru þær eftirfarandi:Þykir höfundi frekar rökrétt að tekjur sem skapist af sölu ríkisins á áfengi, fari í áfengis- og vímuefnameðferðir. Enda eru neyslustýrandi skattar einmitt settir í þeim tilgang til þess að lækka neyslu almennings á ákveðinni vöru. Því væri þessum pening lang best varið í það að hjálpa þeim sem þurfa hvað mest á hjálpinni að halda. Ekki er verið að tala um að nota allan peninginn í þennan málaflokk. Grófur útreikningur sýnir okkur það að aðeins þarf 2,9% af þessum tekjustofn til þess að halda meðferðastöðvum gangandi. Það þykir höfundi ekki of mikið að byðja um og væri því peningurinn að fara í nákvæmlega það sem hann á að fara í.Höfundur er nemandi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum að meðferðastöðvar SÁÁ hafa verið í slæmri stöðu síðustu ár en ríkið fjármagnar aðeins 2/3 af heildarkostnaði þeirra samkvæmt greinagerð sem að SÁÁ gaf út. Þar kemur fram að heildarkostnaður þessara stöðva sé 1,43 milljarðar króna en ríkið greiðir 914 milljónir og er því mismunurinn um 517 milljónir króna. Ekki þarf viðskipta- eða hagfræðigráðu til að gera sér grein fyrir að þetta dæmi virkar ekki lengi. Þó viðurkennir höfundur að svona mál eru vant með farin og engin skyndilausn í boði, annars væri án efa búið að fara hana. Þó er aðgerðarleysi heilbrigðisráðherra til mikilla vonbrigða og vegna þess hefur meðal annars þurft að loka meðferðastöð SÁÁ á Akureyri. Það verður að grípa í taumana núna strax til þess að valda ekki meiri skaða. Höfundur ákvað að leggjast í smá rannsóknarvinnu og lagði inn fyrirspurn til fjármálaráðuneytis (þakka þeim fyrir skjót svör) og fékk tölur yfir tekjur ríkisins á áfengisgjöldum síðastliðin 4 ár og eru þær eftirfarandi:Þykir höfundi frekar rökrétt að tekjur sem skapist af sölu ríkisins á áfengi, fari í áfengis- og vímuefnameðferðir. Enda eru neyslustýrandi skattar einmitt settir í þeim tilgang til þess að lækka neyslu almennings á ákveðinni vöru. Því væri þessum pening lang best varið í það að hjálpa þeim sem þurfa hvað mest á hjálpinni að halda. Ekki er verið að tala um að nota allan peninginn í þennan málaflokk. Grófur útreikningur sýnir okkur það að aðeins þarf 2,9% af þessum tekjustofn til þess að halda meðferðastöðvum gangandi. Það þykir höfundi ekki of mikið að byðja um og væri því peningurinn að fara í nákvæmlega það sem hann á að fara í.Höfundur er nemandi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar