Lýðheilsa Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. október 2018 07:00 Árlega má rekja um 63 prósent dauðsfalla í heiminum til sjúkdóma sem ekki eru komnir til vegna smits. Þetta eru hinir svokölluðu smitlausu sjúkdómar. Þessir kvillar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir; oft krónísk veikindi, stundum skyndileg dauðsföll. Árið 2012 mátti rekja 38 milljónir dauðsfalla í heiminum til þessara sjúkdóma. Koma má í veg fyrir langflesta smitlausa sjúkdóma, enda eru þeir oftar en ekki háðir breytum sem mögulegt er að stýra, eða eiga við. Flestar birtingarmyndir krabbameins má flokka sem smitlausan sjúkdóm sem háður er ytri breytum og þáttum. Hægt er að koma í veg fyrir 30 til 50 prósent allra krabbameina með því að lágmarka aukna áhættu sem hlýst af tóbaksreykingum, ofþyngd, offitu, lélegu mataræði, of lítilli hreyfingu, áfengisneyslu og loftmengun. Krabbamein er því ekki aðeins bundið við óheppilegar stökkbreytingar í erfðaefni okkar og óstjórnlega fjölgun frumna í kjölfarið, heldur hverfist það að stórum hluta um okkar eigin ákvarðanir, umhverfi og lífsstíl. Tíðindi af mikilvægum framförum í krabbameinslækningum og erfðavísindum dynja á okkur öllum stundum, og öðru hverju í bland við staðlausa stafi hómópata, grasalækna og annarra sölumanna snákaolíu um ósannreyndar aðferðir til að koma í veg fyrir krabbamein og aðra kvilla. Það er auðvelt, jafnvel freistandi, að falla í gryfju aðleiðslu sem byggð er á því sem blasir við okkur, í stað þess að komast að niðurstöðu eða ályktun á rökréttan hátt. Það verður vafalaust erfitt að telja almenningi trú um að hann sjálfur beri á endanum mestu ábyrgðina. Raunar er slíkt ómögulegt þegar þjóðarleiðtogar og aðrir sem tök hafa til að móta opinbera umræðu lýsa því yfir að lækning verði að finnast við krabbameini. Sama hversu miklum peningum við ausum í krabbameinsrannsóknir þá verður afraksturinn aldrei lækning. Þannig eru slíkar yfirlýsingar aðeins til þess fallnar að létta ábyrgðinni af einstaklingum. Eins mikilvægt og það er að efla rannsóknir á sviðum erfða og krabbameins, þá verður þessi mikilvægi vilji til að sigrast á hinu ósigranlega að endurspeglast í opinberri stefnumótun ríkis og sveitarfélaga. Þar sem einstaklingurinn er virkjaður í baráttunni og hvattur til að taka skynsamlegar ákvarðanir um lífsstíl sinn og umhverfi. Það er auðveldara að koma í veg fyrir krabbamein en að lækna það. Með aukinni þátttöku í skimunum og snemmgreiningu krabbameins, auk bólusetningar við þeim veirum sem tengdar eru krabbameini (HPV), verður hægt að ná miklum árangri. En mikilvægasta aðgerðin mun ávallt taka til áhættuþátta í umhverfinu og bætts lífsmynsturs almennings. Slík áhersla krefst meiriháttar fjárfestingar, en ef við ætlum á annað borð að reyna að eiga við hið óviðráðanlega þá getum við allt eins gert það af eins miklum krafti og mögulegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Árlega má rekja um 63 prósent dauðsfalla í heiminum til sjúkdóma sem ekki eru komnir til vegna smits. Þetta eru hinir svokölluðu smitlausu sjúkdómar. Þessir kvillar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir; oft krónísk veikindi, stundum skyndileg dauðsföll. Árið 2012 mátti rekja 38 milljónir dauðsfalla í heiminum til þessara sjúkdóma. Koma má í veg fyrir langflesta smitlausa sjúkdóma, enda eru þeir oftar en ekki háðir breytum sem mögulegt er að stýra, eða eiga við. Flestar birtingarmyndir krabbameins má flokka sem smitlausan sjúkdóm sem háður er ytri breytum og þáttum. Hægt er að koma í veg fyrir 30 til 50 prósent allra krabbameina með því að lágmarka aukna áhættu sem hlýst af tóbaksreykingum, ofþyngd, offitu, lélegu mataræði, of lítilli hreyfingu, áfengisneyslu og loftmengun. Krabbamein er því ekki aðeins bundið við óheppilegar stökkbreytingar í erfðaefni okkar og óstjórnlega fjölgun frumna í kjölfarið, heldur hverfist það að stórum hluta um okkar eigin ákvarðanir, umhverfi og lífsstíl. Tíðindi af mikilvægum framförum í krabbameinslækningum og erfðavísindum dynja á okkur öllum stundum, og öðru hverju í bland við staðlausa stafi hómópata, grasalækna og annarra sölumanna snákaolíu um ósannreyndar aðferðir til að koma í veg fyrir krabbamein og aðra kvilla. Það er auðvelt, jafnvel freistandi, að falla í gryfju aðleiðslu sem byggð er á því sem blasir við okkur, í stað þess að komast að niðurstöðu eða ályktun á rökréttan hátt. Það verður vafalaust erfitt að telja almenningi trú um að hann sjálfur beri á endanum mestu ábyrgðina. Raunar er slíkt ómögulegt þegar þjóðarleiðtogar og aðrir sem tök hafa til að móta opinbera umræðu lýsa því yfir að lækning verði að finnast við krabbameini. Sama hversu miklum peningum við ausum í krabbameinsrannsóknir þá verður afraksturinn aldrei lækning. Þannig eru slíkar yfirlýsingar aðeins til þess fallnar að létta ábyrgðinni af einstaklingum. Eins mikilvægt og það er að efla rannsóknir á sviðum erfða og krabbameins, þá verður þessi mikilvægi vilji til að sigrast á hinu ósigranlega að endurspeglast í opinberri stefnumótun ríkis og sveitarfélaga. Þar sem einstaklingurinn er virkjaður í baráttunni og hvattur til að taka skynsamlegar ákvarðanir um lífsstíl sinn og umhverfi. Það er auðveldara að koma í veg fyrir krabbamein en að lækna það. Með aukinni þátttöku í skimunum og snemmgreiningu krabbameins, auk bólusetningar við þeim veirum sem tengdar eru krabbameini (HPV), verður hægt að ná miklum árangri. En mikilvægasta aðgerðin mun ávallt taka til áhættuþátta í umhverfinu og bætts lífsmynsturs almennings. Slík áhersla krefst meiriháttar fjárfestingar, en ef við ætlum á annað borð að reyna að eiga við hið óviðráðanlega þá getum við allt eins gert það af eins miklum krafti og mögulegt er.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun