Lýðheilsa Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. október 2018 07:00 Árlega má rekja um 63 prósent dauðsfalla í heiminum til sjúkdóma sem ekki eru komnir til vegna smits. Þetta eru hinir svokölluðu smitlausu sjúkdómar. Þessir kvillar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir; oft krónísk veikindi, stundum skyndileg dauðsföll. Árið 2012 mátti rekja 38 milljónir dauðsfalla í heiminum til þessara sjúkdóma. Koma má í veg fyrir langflesta smitlausa sjúkdóma, enda eru þeir oftar en ekki háðir breytum sem mögulegt er að stýra, eða eiga við. Flestar birtingarmyndir krabbameins má flokka sem smitlausan sjúkdóm sem háður er ytri breytum og þáttum. Hægt er að koma í veg fyrir 30 til 50 prósent allra krabbameina með því að lágmarka aukna áhættu sem hlýst af tóbaksreykingum, ofþyngd, offitu, lélegu mataræði, of lítilli hreyfingu, áfengisneyslu og loftmengun. Krabbamein er því ekki aðeins bundið við óheppilegar stökkbreytingar í erfðaefni okkar og óstjórnlega fjölgun frumna í kjölfarið, heldur hverfist það að stórum hluta um okkar eigin ákvarðanir, umhverfi og lífsstíl. Tíðindi af mikilvægum framförum í krabbameinslækningum og erfðavísindum dynja á okkur öllum stundum, og öðru hverju í bland við staðlausa stafi hómópata, grasalækna og annarra sölumanna snákaolíu um ósannreyndar aðferðir til að koma í veg fyrir krabbamein og aðra kvilla. Það er auðvelt, jafnvel freistandi, að falla í gryfju aðleiðslu sem byggð er á því sem blasir við okkur, í stað þess að komast að niðurstöðu eða ályktun á rökréttan hátt. Það verður vafalaust erfitt að telja almenningi trú um að hann sjálfur beri á endanum mestu ábyrgðina. Raunar er slíkt ómögulegt þegar þjóðarleiðtogar og aðrir sem tök hafa til að móta opinbera umræðu lýsa því yfir að lækning verði að finnast við krabbameini. Sama hversu miklum peningum við ausum í krabbameinsrannsóknir þá verður afraksturinn aldrei lækning. Þannig eru slíkar yfirlýsingar aðeins til þess fallnar að létta ábyrgðinni af einstaklingum. Eins mikilvægt og það er að efla rannsóknir á sviðum erfða og krabbameins, þá verður þessi mikilvægi vilji til að sigrast á hinu ósigranlega að endurspeglast í opinberri stefnumótun ríkis og sveitarfélaga. Þar sem einstaklingurinn er virkjaður í baráttunni og hvattur til að taka skynsamlegar ákvarðanir um lífsstíl sinn og umhverfi. Það er auðveldara að koma í veg fyrir krabbamein en að lækna það. Með aukinni þátttöku í skimunum og snemmgreiningu krabbameins, auk bólusetningar við þeim veirum sem tengdar eru krabbameini (HPV), verður hægt að ná miklum árangri. En mikilvægasta aðgerðin mun ávallt taka til áhættuþátta í umhverfinu og bætts lífsmynsturs almennings. Slík áhersla krefst meiriháttar fjárfestingar, en ef við ætlum á annað borð að reyna að eiga við hið óviðráðanlega þá getum við allt eins gert það af eins miklum krafti og mögulegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árlega má rekja um 63 prósent dauðsfalla í heiminum til sjúkdóma sem ekki eru komnir til vegna smits. Þetta eru hinir svokölluðu smitlausu sjúkdómar. Þessir kvillar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir; oft krónísk veikindi, stundum skyndileg dauðsföll. Árið 2012 mátti rekja 38 milljónir dauðsfalla í heiminum til þessara sjúkdóma. Koma má í veg fyrir langflesta smitlausa sjúkdóma, enda eru þeir oftar en ekki háðir breytum sem mögulegt er að stýra, eða eiga við. Flestar birtingarmyndir krabbameins má flokka sem smitlausan sjúkdóm sem háður er ytri breytum og þáttum. Hægt er að koma í veg fyrir 30 til 50 prósent allra krabbameina með því að lágmarka aukna áhættu sem hlýst af tóbaksreykingum, ofþyngd, offitu, lélegu mataræði, of lítilli hreyfingu, áfengisneyslu og loftmengun. Krabbamein er því ekki aðeins bundið við óheppilegar stökkbreytingar í erfðaefni okkar og óstjórnlega fjölgun frumna í kjölfarið, heldur hverfist það að stórum hluta um okkar eigin ákvarðanir, umhverfi og lífsstíl. Tíðindi af mikilvægum framförum í krabbameinslækningum og erfðavísindum dynja á okkur öllum stundum, og öðru hverju í bland við staðlausa stafi hómópata, grasalækna og annarra sölumanna snákaolíu um ósannreyndar aðferðir til að koma í veg fyrir krabbamein og aðra kvilla. Það er auðvelt, jafnvel freistandi, að falla í gryfju aðleiðslu sem byggð er á því sem blasir við okkur, í stað þess að komast að niðurstöðu eða ályktun á rökréttan hátt. Það verður vafalaust erfitt að telja almenningi trú um að hann sjálfur beri á endanum mestu ábyrgðina. Raunar er slíkt ómögulegt þegar þjóðarleiðtogar og aðrir sem tök hafa til að móta opinbera umræðu lýsa því yfir að lækning verði að finnast við krabbameini. Sama hversu miklum peningum við ausum í krabbameinsrannsóknir þá verður afraksturinn aldrei lækning. Þannig eru slíkar yfirlýsingar aðeins til þess fallnar að létta ábyrgðinni af einstaklingum. Eins mikilvægt og það er að efla rannsóknir á sviðum erfða og krabbameins, þá verður þessi mikilvægi vilji til að sigrast á hinu ósigranlega að endurspeglast í opinberri stefnumótun ríkis og sveitarfélaga. Þar sem einstaklingurinn er virkjaður í baráttunni og hvattur til að taka skynsamlegar ákvarðanir um lífsstíl sinn og umhverfi. Það er auðveldara að koma í veg fyrir krabbamein en að lækna það. Með aukinni þátttöku í skimunum og snemmgreiningu krabbameins, auk bólusetningar við þeim veirum sem tengdar eru krabbameini (HPV), verður hægt að ná miklum árangri. En mikilvægasta aðgerðin mun ávallt taka til áhættuþátta í umhverfinu og bætts lífsmynsturs almennings. Slík áhersla krefst meiriháttar fjárfestingar, en ef við ætlum á annað borð að reyna að eiga við hið óviðráðanlega þá getum við allt eins gert það af eins miklum krafti og mögulegt er.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun