Microsoft ætlar sér að byggja vafrann Edge alveg upp á nýtt 8. desember 2018 08:00 Edge, nýr vafri Microsoft, hefur ekki notið mikilla vinsælda. Nordicphotos/Getty Google mun ná enn betri stöðu á vefvaframarkaði eftir að Microsoft tilkynnti í vikunni að nýr vafri fyrirtækisins, Microsoft Edge, yrðu endurgerður frá grunni á Chromium-vélinni, opnum hugbúnaði frá Google. Eins og stendur hefur Chrome, sem Chromium var gerð fyrir, 61,77 prósenta markaðshlutdeild sé litið til tölva, snjallsíma, spjaldtölva og leikjatölva. Edge hefur hins vegar ekki nema 2,15 prósent sem er meira að segja minna en Internet Explorer, gamli vafri Microsoft sem eitt sinn var sá vinsælasti í heimi. Microsoft sagði í tilkynningu á vef sínum að þessi ákvörðun hefði verið tekin til þess að bæta upplifun notenda af vafranum og til þess að auðvelda fyrirtækinu að bjóða notendum Mac OS stýrikerfisins upp á Edge. Í ljósi þessarar ráðandi stöðu Google Chrome á vaframarkaði er sá vafri flestum vefhönnuðum og forriturum efstur í hugsa þegar vefsíður eru settar saman. Það gerir það að verkum að margar síður líta verr út, eða virka hreinlega verr, fyrir notendur vafra á borð við Edge. „Notendur Microsoft Edge munu sjá bættan samþýðanleika við allar vefsíður og fá betri rafhlöðuendingu á alls konar Windows-tækjum,“ var haft eftir Joe Belfiore, einum varaforseta Microsoft, í tilkynningunni. Tæplega er hægt að segja að Edge-verkefnið hafi gengið vonum framar. Sérstaklega séu tölur um markaðshlutdeild hafðar í huga. Microsoft hefur gripið til ýmissa ráða til þess að hvetja neytendur til að prófa vafrann. Fréttablaðið fjallaði síðast um þessa hvata, sem tækniáhugamenn túlka frekar sem ýtni, í september. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjáum og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Blaðamaður sló inn leitarorðið „Chrome“ inn í Bing, leitarvél Microsoft, í Edge-vafranum. Fyrir ofan leitarniðurstöðurnar birtist stór borði sem á stóð „Promoted by Microsoft“. Í borðanum sjálfum stóð svo að Edge væri hraðvirkari og öruggari vafri fyrir Windows 10. Blaðamaður fékk sömuleiðis upplýsingar um að Edge væri sparneytnari á rafhlöðuna og hraðvirkari. Þær fullyrðingar hafa tæknibloggarar sýnt fram á að standist ekki alfarið. Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Tækni Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Google mun ná enn betri stöðu á vefvaframarkaði eftir að Microsoft tilkynnti í vikunni að nýr vafri fyrirtækisins, Microsoft Edge, yrðu endurgerður frá grunni á Chromium-vélinni, opnum hugbúnaði frá Google. Eins og stendur hefur Chrome, sem Chromium var gerð fyrir, 61,77 prósenta markaðshlutdeild sé litið til tölva, snjallsíma, spjaldtölva og leikjatölva. Edge hefur hins vegar ekki nema 2,15 prósent sem er meira að segja minna en Internet Explorer, gamli vafri Microsoft sem eitt sinn var sá vinsælasti í heimi. Microsoft sagði í tilkynningu á vef sínum að þessi ákvörðun hefði verið tekin til þess að bæta upplifun notenda af vafranum og til þess að auðvelda fyrirtækinu að bjóða notendum Mac OS stýrikerfisins upp á Edge. Í ljósi þessarar ráðandi stöðu Google Chrome á vaframarkaði er sá vafri flestum vefhönnuðum og forriturum efstur í hugsa þegar vefsíður eru settar saman. Það gerir það að verkum að margar síður líta verr út, eða virka hreinlega verr, fyrir notendur vafra á borð við Edge. „Notendur Microsoft Edge munu sjá bættan samþýðanleika við allar vefsíður og fá betri rafhlöðuendingu á alls konar Windows-tækjum,“ var haft eftir Joe Belfiore, einum varaforseta Microsoft, í tilkynningunni. Tæplega er hægt að segja að Edge-verkefnið hafi gengið vonum framar. Sérstaklega séu tölur um markaðshlutdeild hafðar í huga. Microsoft hefur gripið til ýmissa ráða til þess að hvetja neytendur til að prófa vafrann. Fréttablaðið fjallaði síðast um þessa hvata, sem tækniáhugamenn túlka frekar sem ýtni, í september. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjáum og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Blaðamaður sló inn leitarorðið „Chrome“ inn í Bing, leitarvél Microsoft, í Edge-vafranum. Fyrir ofan leitarniðurstöðurnar birtist stór borði sem á stóð „Promoted by Microsoft“. Í borðanum sjálfum stóð svo að Edge væri hraðvirkari og öruggari vafri fyrir Windows 10. Blaðamaður fékk sömuleiðis upplýsingar um að Edge væri sparneytnari á rafhlöðuna og hraðvirkari. Þær fullyrðingar hafa tæknibloggarar sýnt fram á að standist ekki alfarið.
Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Tækni Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira