Á grænni grein Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. desember 2018 07:00 Í þrígang hafa þingmenn Pírata lagt fram tillögu til þingsályktunar um notkun og ræktun kannabiss í lækningaskyni. Tillagan var síðast til umræðu í þinginu um miðjan síðasta mánuð. Hún gekk í kjölfarið til umfjöllunar í velferðarnefnd, sem nú hefur óskað eftir umsögnum. Þingmönnunum ber að hrósa fyrir þrautseigjuna, enda er hér um að ræða mikilvægt mál sem iðulega er afgreitt og afskrifað með einfeldningslegum hætti – jafnvel með yfirlæti – án þess að efnisleg umræða hafi átt sér stað. Slík umræða hefur raunar átt sér stað víða um heim á undanförnum árum. Helmingur ríkja Bandaríkjanna hefur ýmist lögleitt kannabisnotkun í læknisfræðilegum tilgangi, eða afnumið refsingar vegna neyslu efnisins. Svipuð þróun hefur átt sér stað í tíu Evrópulöndum, auk Kanada og Ástralíu. Í ritrýndri úttekt Bandarísku vísindanefndarinnar (NASEM) á þeirri þekkingu sem aflast hefur undanfarið á áhrifum kannabiss og kannabínóíða á heilsu fólks kemur fram að veigamiklar vísbendingar séu um tölfræðilegt samhengi milli neyslu á kannabis og geðklofa og annarra geðtruflana. Sama athugun leiðir í ljós að tiltölulega miklar vísbendingar séu um samhengi milli slíkrar neyslu og vitsmunaskerðingar, lágrar fæðingarþyngdar nýbura og aukinnar áhættu á alvarlegum slysum í umferðinni. Vísindanefndin kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu að fullvíst sé að kannabis geti linað þjáningar þeirra sem þjást af krónískum sársauka, hjálpað þeim sem glíma við velgju eftir krabbameinsmeðferð og bætt lífsgæði þeirra sem þjást af hreyfiröskun og krampa sökum MS. Margt er enn á huldu um áhrif þessarar alræmdu jurtar á heilsu fólks. Ein af ástæðunum fyrir þessum skorti á gögnum og niðurstöðum er sú staðreynd að það er hægara sagt en gert að stunda yfirgripsmiklar rannsóknir á efni sem er ólöglegt. Sally Davies, prófessor og landlæknir á Englandi, tók mið af þessari skýrslu NASEM, og öðrum vísindalegum úttektum, þegar hún lagði til í júní síðastliðnum að algjört bann við notkun kannabislyfja yrði afnumið. Hún sagði óyggjandi vísbendingar til staðar um notagildi kannabislyfja við ákveðnum sjúkdómum. Hún ítrekaði jafnframt að breyting á lagalegri skilgreiningu efnisins opnaði dyrnar fyrir frekari rannsóknum á kostum og göllum þess. Kannabis hefur sína kosti og sannarlega sína galla, rétt eins og öll lyf. Því er mikilvægt að hugmyndir þingmannanna fái þá umræðu sem hún á skilið. Umræðan er bæði tímabær og sanngjörn þeim sem kunna að njóta góðs af henni; sjúklingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Í þrígang hafa þingmenn Pírata lagt fram tillögu til þingsályktunar um notkun og ræktun kannabiss í lækningaskyni. Tillagan var síðast til umræðu í þinginu um miðjan síðasta mánuð. Hún gekk í kjölfarið til umfjöllunar í velferðarnefnd, sem nú hefur óskað eftir umsögnum. Þingmönnunum ber að hrósa fyrir þrautseigjuna, enda er hér um að ræða mikilvægt mál sem iðulega er afgreitt og afskrifað með einfeldningslegum hætti – jafnvel með yfirlæti – án þess að efnisleg umræða hafi átt sér stað. Slík umræða hefur raunar átt sér stað víða um heim á undanförnum árum. Helmingur ríkja Bandaríkjanna hefur ýmist lögleitt kannabisnotkun í læknisfræðilegum tilgangi, eða afnumið refsingar vegna neyslu efnisins. Svipuð þróun hefur átt sér stað í tíu Evrópulöndum, auk Kanada og Ástralíu. Í ritrýndri úttekt Bandarísku vísindanefndarinnar (NASEM) á þeirri þekkingu sem aflast hefur undanfarið á áhrifum kannabiss og kannabínóíða á heilsu fólks kemur fram að veigamiklar vísbendingar séu um tölfræðilegt samhengi milli neyslu á kannabis og geðklofa og annarra geðtruflana. Sama athugun leiðir í ljós að tiltölulega miklar vísbendingar séu um samhengi milli slíkrar neyslu og vitsmunaskerðingar, lágrar fæðingarþyngdar nýbura og aukinnar áhættu á alvarlegum slysum í umferðinni. Vísindanefndin kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu að fullvíst sé að kannabis geti linað þjáningar þeirra sem þjást af krónískum sársauka, hjálpað þeim sem glíma við velgju eftir krabbameinsmeðferð og bætt lífsgæði þeirra sem þjást af hreyfiröskun og krampa sökum MS. Margt er enn á huldu um áhrif þessarar alræmdu jurtar á heilsu fólks. Ein af ástæðunum fyrir þessum skorti á gögnum og niðurstöðum er sú staðreynd að það er hægara sagt en gert að stunda yfirgripsmiklar rannsóknir á efni sem er ólöglegt. Sally Davies, prófessor og landlæknir á Englandi, tók mið af þessari skýrslu NASEM, og öðrum vísindalegum úttektum, þegar hún lagði til í júní síðastliðnum að algjört bann við notkun kannabislyfja yrði afnumið. Hún sagði óyggjandi vísbendingar til staðar um notagildi kannabislyfja við ákveðnum sjúkdómum. Hún ítrekaði jafnframt að breyting á lagalegri skilgreiningu efnisins opnaði dyrnar fyrir frekari rannsóknum á kostum og göllum þess. Kannabis hefur sína kosti og sannarlega sína galla, rétt eins og öll lyf. Því er mikilvægt að hugmyndir þingmannanna fái þá umræðu sem hún á skilið. Umræðan er bæði tímabær og sanngjörn þeim sem kunna að njóta góðs af henni; sjúklingum.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun