Facebook gerir út njósnaapp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2019 06:18 Appið brýtur gegn skilmálum Apple Getty/Towfiqu Facebook hefur frá 2016 greitt fólki frá 13 til 35 ára allt að 20 dali á mánuði fyrir að hala niður appi að nafni Facebook Research. Appið fylgist með öllu sem notandinn gerir í síma sínum og sendir til Facebook. Þannig er gögnum um netnotkun og keppinauta Facebook safnað í stórum stíl. Techcrunch greindi frá. Samkvæmt öryggissérfræðingi sem miðillinn ræddi við getur Facebook safnað einkaskilaboðum, myndum, tölvupóstum, leitarorðum, vafrasögu og staðsetningu notanda með appinu. Upplýsingafulltrúi Apple sagði við Techcrunch að þetta væri skýrt brot gegn skilmálum Apple. „Facebook hefur notað aðild sína að hönnunarverkefni okkar til þess að dreifa gagnasöfnunarforriti til neytenda. Þetta er skýrt brot gegn skilmálum samkomulags Facebook og Apple,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Facebook staðfesti í kjölfar birtingar fréttarinnar að útgáfu appsins fyrir iOS, stýrikerfi iPhone-síma Apple, yrði hætt. Henni verður þó haldið áfram fyrir Android. Facebook festi kaup á fyrirtækinu Onavo 2014. Það hafði þróað app að nafni Onavo Protect sem þjónaði sams konar tilgangi. Þannig gat Facebook komist að því hvernig notendum líst á önnur öpp og gat meðal annars spáð fyrir um komandi vinsældir WhatsApp, sem Facebook keypti síðar sama ár. Apple bannaði það app í ágúst síðastliðnum Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Facebook hefur frá 2016 greitt fólki frá 13 til 35 ára allt að 20 dali á mánuði fyrir að hala niður appi að nafni Facebook Research. Appið fylgist með öllu sem notandinn gerir í síma sínum og sendir til Facebook. Þannig er gögnum um netnotkun og keppinauta Facebook safnað í stórum stíl. Techcrunch greindi frá. Samkvæmt öryggissérfræðingi sem miðillinn ræddi við getur Facebook safnað einkaskilaboðum, myndum, tölvupóstum, leitarorðum, vafrasögu og staðsetningu notanda með appinu. Upplýsingafulltrúi Apple sagði við Techcrunch að þetta væri skýrt brot gegn skilmálum Apple. „Facebook hefur notað aðild sína að hönnunarverkefni okkar til þess að dreifa gagnasöfnunarforriti til neytenda. Þetta er skýrt brot gegn skilmálum samkomulags Facebook og Apple,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Facebook staðfesti í kjölfar birtingar fréttarinnar að útgáfu appsins fyrir iOS, stýrikerfi iPhone-síma Apple, yrði hætt. Henni verður þó haldið áfram fyrir Android. Facebook festi kaup á fyrirtækinu Onavo 2014. Það hafði þróað app að nafni Onavo Protect sem þjónaði sams konar tilgangi. Þannig gat Facebook komist að því hvernig notendum líst á önnur öpp og gat meðal annars spáð fyrir um komandi vinsældir WhatsApp, sem Facebook keypti síðar sama ár. Apple bannaði það app í ágúst síðastliðnum
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira