Facebook skipað að breyta gagnasöfnun sinni Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2019 10:59 Facebook hefur mánuð til að áfrýja úrskurði þýska samkeppniseftirlitsins. Vísir/EPA Þýsk samkeppnisyfirvöld hafa skipað bandaríska samfélagsmiðlarisanum Facebook að breyta því hvernig fyrirtækið safnar gögnum um notendur sína. Eftirlitið telur að Facebook hafi gerst sekt um að misnota markaðsráðandi stöðu sína til þess að safna upplýsingum um notendur án vitundar þeirra og samþykkis. „Í framtíðinni má Facebook ekki lengur neyða notendur sína til að fallast á nánast ótakmarkaða söfnun og framsals upplýsinga sem koma utan Facebook á Facebook-reikningum þeirra,“ segir Andreas Mundt, forstjóri þýska samkeppniseftirlitsins. Facebook ætlar að áfrýja úrsskurðinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið telur þýska samkeppniseftirlitið hafa vanmetið samkeppnina og að úrskurðurinn grafi undan nýjum persónuverndarreglum Evrópusambandsins. Sérstaka athugasemd gerði samkeppniseftirlitið við það hvernig Facebook kemst yfir upplýsingar um fólk úr utanaðkomandi snjallforritum, þar á meðal úr Whatsappp og Instagram sem eru í eigu Facebook, og hvernig fyrirtækið fylgist með fólki á netinu sem er ekki á samfélagsmiðlinum. Þannig fylgist Facebook með netnotendum sem fara inn á vefsíður sem eru með hnapp til að líka eða deila hlutum á Facebook. Með úrskurðinum, sem enn hefur ekki lagalegt gildi á meðan áfrýjunarfrestur er í gildi, má Facebook ekki lengur framselja upplýsingar frá Whatsapp og Instagram til Facebook án þess að upplýsinga notendur og fá samþykki þeirra. Þá má fyrirtækið ekki framselja upplýsingar annars staðar frá til Facebook án samþykkis notenda. Facebook Þýskaland Mest lesið Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þýsk samkeppnisyfirvöld hafa skipað bandaríska samfélagsmiðlarisanum Facebook að breyta því hvernig fyrirtækið safnar gögnum um notendur sína. Eftirlitið telur að Facebook hafi gerst sekt um að misnota markaðsráðandi stöðu sína til þess að safna upplýsingum um notendur án vitundar þeirra og samþykkis. „Í framtíðinni má Facebook ekki lengur neyða notendur sína til að fallast á nánast ótakmarkaða söfnun og framsals upplýsinga sem koma utan Facebook á Facebook-reikningum þeirra,“ segir Andreas Mundt, forstjóri þýska samkeppniseftirlitsins. Facebook ætlar að áfrýja úrsskurðinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið telur þýska samkeppniseftirlitið hafa vanmetið samkeppnina og að úrskurðurinn grafi undan nýjum persónuverndarreglum Evrópusambandsins. Sérstaka athugasemd gerði samkeppniseftirlitið við það hvernig Facebook kemst yfir upplýsingar um fólk úr utanaðkomandi snjallforritum, þar á meðal úr Whatsappp og Instagram sem eru í eigu Facebook, og hvernig fyrirtækið fylgist með fólki á netinu sem er ekki á samfélagsmiðlinum. Þannig fylgist Facebook með netnotendum sem fara inn á vefsíður sem eru með hnapp til að líka eða deila hlutum á Facebook. Með úrskurðinum, sem enn hefur ekki lagalegt gildi á meðan áfrýjunarfrestur er í gildi, má Facebook ekki lengur framselja upplýsingar frá Whatsapp og Instagram til Facebook án þess að upplýsinga notendur og fá samþykki þeirra. Þá má fyrirtækið ekki framselja upplýsingar annars staðar frá til Facebook án samþykkis notenda.
Facebook Þýskaland Mest lesið Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira