Kínverskur risi í klandri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2019 09:30 Styr hefur staðið um kínverska fyrirtækið Huawei undanfarin misseri. Fréttablaðið/Getty Ekkert kínverskt fyrirtæki hefur vakið jafnmikla athygli á Vesturlöndum undanfarin misseri og tæknirisinn Huawei. Þetta einkarekna fyrirtæki er undir smásjá Bandaríkjanna vegna meintra njósna og brota gegn viðskiptaþvingunum, metnaðarfull áform þess að verða leiðandi á sviði 5G-fjarskiptatækni eru í hættu og fjármálastjórinn og fyrirtækið sjálft sæta ákæru vestan hafs. Það var engin lognmolla í kringum Huawei undanfarna viku. Auk fyrrnefndrar ákæru ræða ríki Evrópusambandsins nú um að banna notkun á fjarskiptabúnaði fyrirtækisins. Huawei heldur hins vegar sínu striki. Tæknimiðlar greindu frá því í gær að nýr, samanbrjótanlegur og hreint út sagt gullfallegur sími frá fyrirtækinu fari á markað síðar í þessum mánuði.Uppruninn Ren Zhengfei, fyrrverandi verkfræðingur fyrir kínverska herinn, stofnaði Huawei árið 1987. Tímasetningin var hárrétt hjá Ren enda leituðust yfirvöld á þessum tíma við að betrumbæta vanþróað og hreint út sagt lélegt fjarskiptakerfi ríkisins. Á þessum tíma reiddi Kína sig á erlend stórfyrirtæki. Í stað þess að gera samninga við erlendu fyrirtækin réði Ren til sín rannsakendur sem aðstoðuðu hann við hermismíði (e. reverse engineering). Huawei lagði fyrst um sinn áherslu á framleiðslu skiptiborða og varð fljótt leiðandi á því sviði í Kína. Árið 1994 komst Ren svo að samkomulagi við kínverska herinn um að byggja upp nýtt fjarskiptanet fyrir Kína. Þannig hófst hið nána samband Huawei við ríkið. Fram liðu stundir og Huawei færði út kvíarnar og hóf viðskipti við fjölmörg ríki heims. Fyrirtækið varð fljótt eitt það stærsta á sviði tækni í heimalandinu. Angar Huawei teygja sig nú um allan heim. Það starfrækir rannsóknarstöðvar í nærri tuttugu ríkjum og er í samstarfi við allflest stærstu fjarskiptafyrirtæki heims. Að því er Kenneth Frederiksen, forstjóri Huawei í Skandinavíu, sagði við Viðskiptablaðið í desember 2016 lék Huawei til dæmis lykilhlutverk í 3G- og 4G-væðingu Íslands. Starfsemi fyrirtækisins má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi framleiðir það búnað fyrir fjarskiptanet, í öðru lagi ýmsan skrifstofubúnað fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir og í þriðja lagi framleiðir Huawei neytendatækni. Símar fyrirtækisins njóta þó nokkurra vinsælda. Má til að mynda kaupa þá í Elko, hjá Símanum og Vodafone.Ren Zhengfei, stofnandi og forstjóri, er gáttaður á ásökununum og neitar sök.Þjófnaður Fyrsta stóra hneykslismálið í sögu Huawei kom í febrúar 2003 þegar Cisco Systems höfðaði einkamál gegn Kínverjunum fyrir að brjóta gegn höfundaréttarlögum. Huawei var sakað um að afrita kóða í eigu Cisco við gerð tækja sinna. Ári síðar varð Huawei við kröfu Cisco, fjarlægði kóðann og Cisco lét málið niður falla í kjölfarið. En samkvæmt skjölum sem WikiLeaks hefur birt um kínversk tæknifyrirtæki í gegnum tíðina var Cisco ekki sátt. Huawei hélt í raun áfram að nota stolna kóðann að minnsta kosti til 2005. Ástæðan fyrir því að Cisco hélt málsókn sinni áfram var ekki jákvæð viðbrögð Huawei heldur þau að kínverskir fjölmiðlar réðust í ófrægingarherferð gegn Cisco. Orðsporshnekkirinn var metinn verri en stuldur Huawei. Þetta er langt frá því að vera eina brotið af þessu tagi sem Huawei hefur orðið uppvíst um. Starfsmaður fyrirtækisins var gómaður við að taka ljósmyndir og teikna upp eftirlíkingar af tækni sem samkeppnisaðili var með baksviðs á tæknisýningu árið 2004, Motorola sakaði Huawei um hugverkastuld árið 2010, reyndar án árangurs, og hið kínverska ZTE gerði slíkt hið sama árið 2011. Nær okkur í tíma hefur T-Mobile höfðað mál gegn Huawei fyrir að stela tækninni á bak við vélmennið Tappy. Það er notað til þess að kanna þol snjallsíma og hermir eftir mannlegri snertingu. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu í maí 2017 að Huawei hefði gerst sekt um hugverkaþjófnað og var fyrirtækinu skipað að greiða tæpar fimm milljónir dala í skaðabætur.Matthew Whitaker, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er hann tilkynnti um ákæru.Nordicphotos/AFPNjósnir Öllu alvarlegra mál eru meintar njósnir Huawei. Allt aftur til ársins 2005 hafa Vesturlönd lýst yfir áhyggjum af starfsemi Huawei. Samningur við yfirvöld í Íran um uppbyggingu fjarskiptanets og sams konar samstarf við talibana í Afganistan vöktu athygli í upphafi þessa áratugar. Það eru hins vegar aðgerðir Bandaríkjastjórnar sem valda forsprökkum Huawei mestu hugarangri. Frá árinu 2011, jafnvel fyrr, hafa Bandaríkin rannsakað Huawei vegna meintra njósna fyrir hönd kínverska ríkisins. Þetta mál vatt hressilega upp á sig á síðasta ári þegar Bandaríkjamenn bönnuðu ríkisstofnunum alfarið að nota vörur frá Huawei. Yfirmenn sex bandarískra öryggisstofnana, meðal annars FBI, CIA og NSA, komu fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í febrúar í fyrra til þess að ræða um meintar njósnir kínverskra tæknifyrirtækja um almenna borgara í Bandaríkjunum. „Við höfum alvarlegar áhyggjur af því að leyfa nokkru fyrirtæki sem er svo nátengt erlendri ríkisstjórn og deilir ekki okkar gildum að hafa aðkomu að fjarskiptakerfi landsins,“ sagði Christopher Wray alríkislögreglustjóri um Huawei. Bandarískar verslanir hættu í kjölfarið að selja vörur frá Huawei. Bandaríkjamenn hafa verið í forsvari fyrir þessari hreyfingu gegn Huawei. Þeir hafa til að mynda farið fram á það við bandamenn sína, sér í lagi þau ríki sem hýsa bandarískar herstöðvar, að fjarlægja tæki Huawei alfarið úr stofnunum hins opinbera og meina því aðkomu að uppbyggingu fjarskiptakerfis. Allnokkur ríki hafa tekið undir með Bandaríkjamönnum. Ástralía hefur bannað Huawei í stofnunum hins opinbera og Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Breta, sagðist í desember hafa alvarlegar áhyggjur af starfsemi Huawei og nú ræða Evrópusambandsríki um blátt bann. Bretar og Kanadamenn íhuga sams konar bann og Bandaríkin og Ástralía hafa nú þegar sett.Meng Wanzhou, fjármálastýru Huawei, var sleppt úr haldi gegn tryggingu. Fréttablaðið/GettyÁkæran Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ákærði Huawei og fjármálastjórann Meng Wanzhou í vikunni. Fyrirtækið sjálft er sakað um bankasvindl, tækniþjófnað og að hindra framgang réttvísinnar. Ákæran tengist sum sé ekki meintum njósnum um starfsemi hins opinbera né almenna borgara. Meng, sem var handtekin í Kanada að beiðni Bandaríkjanna undir lok síðasta árs, er sökuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran. Fyrirtækið og fjármálastjórinn neita sök. „Kínversk fyrirtæki hafa til fjölda ára brotið gegn útflutningslögum okkar og grafið undan þvingunum. Þau hafa notað fjármálakerfi Bandaríkjanna til þessara brota. Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Wilbur Ross viðskiptamálaráðherra þegar tilkynnt var um ákæruna. Ákæran gegn Huawei er í 23 liðum. Huawei er meðal annars sakað um að hafa afvegaleitt bandarísk stjórnvöld og alþjóðlegan banka í upplýsingagjöf um viðskipti í Íran. Ákæran nær svo einnig til fyrrnefnds mál T-Mobile og Huawei um þjófnað á Tappy. „Þessar ákærur snúast um meint algjört virðingarleysi Huawei fyrir landslögum okkar og almennu viðskiptasiðferði. Fyrirtæki á borð við Huawei ógna hagkerfi okkar og þjóðaröryggi,“ sagði Christopher Wray alríkislögreglustjóri. Tæknirisinn neitar sök. „Þessar ákærur valda okkur vonbrigðum. Við frömdum ekkert þessara brota, vitum ekki til þess að Meng hafi brotið af sér heldur.“ Tekið var fram að Tappy-málið hefði nú þegar verið útkljáð. Kviðdómur hafði ályktað svo, eftir að T-Mobile höfðaði einkamál, að T-Mobile hefði ekki borið skaða af né hefði Huawei haft neitt illt í hyggju.Huawei neitar alfarið sök Bæði Huawei og yfirvöld í Kína hafa ítrekað neitað því að Huawei stundi njósnir eða aðra ólöglega starfsemi. Kínverska ríkisstjórnin hét því í vikunni, eftir að ákæran var lögð fram, að standa vörð um hagsmuni kínverskra fyrirtækja. „Bandaríkin hafa nýtt vald sitt til þess að koma óorði á og ráðast á ákveðin kínversk fyrirtæki. Þannig reyna Bandaríkjamenn að eyðileggja algjörlega starfsemi fyrirtækjanna. Þessar aðgerðir eru pólitísks eðlis en Kína er staðráðið í því að slá skjaldborg um réttindi kínverskra fyrirtækja,“ sagði Geng Shuang, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kínverja, í yfirlýsingu. Stofnandanum og forstjóranum Ren er heldur ekki skemmt. Hann hefur ítrekað lýst því yfir að fyrirtækið sé saklaust. Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Huawei í Shenzhen um miðjan janúar sagði hann að fyrirtækið stæði alltaf með viðskiptavinum sínum. „Hvorki ég né fyrirtækið höfum nokkurn tímann fengið beiðni um að forrita bakdyr í tæki okkar eða senda stjórnvöldum upplýsingar um viðskiptavini,“ sagði Ren.Frá kynningu Huawei á nýjum 5G örflögum. Nordicphotos/Getty5G uppbyggingin í hættu Harðnandi aðgerðir Bandaríkjanna gegn Huawei koma á versta tíma fyrir fyrirtækið. Öll stærstu fjarskiptafyrirtæki heims undirbúa sig nú fyrir næstu byltingu á sviði fjarskipta, 5G nettengingar. Búist er við því að með þessari nýju tækni verði hraðinn margfalt það sem tíðkast á 4G neti. Því vilja téð fyrirtæki koma sér í sem besta stöðu til að fá sem stærsta sneið af kökunni. Þjóðverjar eru ein þeirra þjóða sem um þessar mundir halda útboð um uppbyggingu 5G kerfis. Útboðið klárast á fyrsta fjórðungi þessa árs og er Huawei eitt þeirra fyrirtækja sem sækjast eftir samningi. Samkvæmt þýska miðlinum DW hefur upplýsingastofnun Þjóðverja varað við mögulegum bakdyrum í tækjum Huawei, sem myndu gera Kínverjunum kleift að njósna um notendur, og stjórnvöld í Berlín því íhugað að útiloka fyrirtækið frá útboðinu. En Huawei er nú þegar með sterkar rætur sem teygja sig út um allt Þýskaland. Það starfrækir nærri helming 4G senda Þýskalands. Deutsche Telekom talar einnig fyrir því að Huawei fái að taka þátt. Samkvæmt heimildum South China Morning Post ræða embættismenn innan Evrópusambandsins sín á milli um að útiloka þátttöku Huawei í slíkum útboðum víðar innan sambandsins. Tékkar hafa til að mynda nú þegar útilokað Huawei frá útboði um uppbyggingu skattskýrsluskilavefsíðu. Ljóst er hins vegar, eins og Deutsche Telekom hefur bent á, að blátt bann við þátttöku Huawei myndi óhjákvæmilega leiða til þess að innleiðing 5G tækni í Evrópu frestaðist. Og það um að minnsta kosti tvö ár, samkvæmt þýska fyrirtækinu. Huawei heldur því áfram að þróa sína tækni. Kynnti til að mynda 5G örflögur fyrir snjallsíma í síðustu viku. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Kína Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ekkert kínverskt fyrirtæki hefur vakið jafnmikla athygli á Vesturlöndum undanfarin misseri og tæknirisinn Huawei. Þetta einkarekna fyrirtæki er undir smásjá Bandaríkjanna vegna meintra njósna og brota gegn viðskiptaþvingunum, metnaðarfull áform þess að verða leiðandi á sviði 5G-fjarskiptatækni eru í hættu og fjármálastjórinn og fyrirtækið sjálft sæta ákæru vestan hafs. Það var engin lognmolla í kringum Huawei undanfarna viku. Auk fyrrnefndrar ákæru ræða ríki Evrópusambandsins nú um að banna notkun á fjarskiptabúnaði fyrirtækisins. Huawei heldur hins vegar sínu striki. Tæknimiðlar greindu frá því í gær að nýr, samanbrjótanlegur og hreint út sagt gullfallegur sími frá fyrirtækinu fari á markað síðar í þessum mánuði.Uppruninn Ren Zhengfei, fyrrverandi verkfræðingur fyrir kínverska herinn, stofnaði Huawei árið 1987. Tímasetningin var hárrétt hjá Ren enda leituðust yfirvöld á þessum tíma við að betrumbæta vanþróað og hreint út sagt lélegt fjarskiptakerfi ríkisins. Á þessum tíma reiddi Kína sig á erlend stórfyrirtæki. Í stað þess að gera samninga við erlendu fyrirtækin réði Ren til sín rannsakendur sem aðstoðuðu hann við hermismíði (e. reverse engineering). Huawei lagði fyrst um sinn áherslu á framleiðslu skiptiborða og varð fljótt leiðandi á því sviði í Kína. Árið 1994 komst Ren svo að samkomulagi við kínverska herinn um að byggja upp nýtt fjarskiptanet fyrir Kína. Þannig hófst hið nána samband Huawei við ríkið. Fram liðu stundir og Huawei færði út kvíarnar og hóf viðskipti við fjölmörg ríki heims. Fyrirtækið varð fljótt eitt það stærsta á sviði tækni í heimalandinu. Angar Huawei teygja sig nú um allan heim. Það starfrækir rannsóknarstöðvar í nærri tuttugu ríkjum og er í samstarfi við allflest stærstu fjarskiptafyrirtæki heims. Að því er Kenneth Frederiksen, forstjóri Huawei í Skandinavíu, sagði við Viðskiptablaðið í desember 2016 lék Huawei til dæmis lykilhlutverk í 3G- og 4G-væðingu Íslands. Starfsemi fyrirtækisins má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi framleiðir það búnað fyrir fjarskiptanet, í öðru lagi ýmsan skrifstofubúnað fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir og í þriðja lagi framleiðir Huawei neytendatækni. Símar fyrirtækisins njóta þó nokkurra vinsælda. Má til að mynda kaupa þá í Elko, hjá Símanum og Vodafone.Ren Zhengfei, stofnandi og forstjóri, er gáttaður á ásökununum og neitar sök.Þjófnaður Fyrsta stóra hneykslismálið í sögu Huawei kom í febrúar 2003 þegar Cisco Systems höfðaði einkamál gegn Kínverjunum fyrir að brjóta gegn höfundaréttarlögum. Huawei var sakað um að afrita kóða í eigu Cisco við gerð tækja sinna. Ári síðar varð Huawei við kröfu Cisco, fjarlægði kóðann og Cisco lét málið niður falla í kjölfarið. En samkvæmt skjölum sem WikiLeaks hefur birt um kínversk tæknifyrirtæki í gegnum tíðina var Cisco ekki sátt. Huawei hélt í raun áfram að nota stolna kóðann að minnsta kosti til 2005. Ástæðan fyrir því að Cisco hélt málsókn sinni áfram var ekki jákvæð viðbrögð Huawei heldur þau að kínverskir fjölmiðlar réðust í ófrægingarherferð gegn Cisco. Orðsporshnekkirinn var metinn verri en stuldur Huawei. Þetta er langt frá því að vera eina brotið af þessu tagi sem Huawei hefur orðið uppvíst um. Starfsmaður fyrirtækisins var gómaður við að taka ljósmyndir og teikna upp eftirlíkingar af tækni sem samkeppnisaðili var með baksviðs á tæknisýningu árið 2004, Motorola sakaði Huawei um hugverkastuld árið 2010, reyndar án árangurs, og hið kínverska ZTE gerði slíkt hið sama árið 2011. Nær okkur í tíma hefur T-Mobile höfðað mál gegn Huawei fyrir að stela tækninni á bak við vélmennið Tappy. Það er notað til þess að kanna þol snjallsíma og hermir eftir mannlegri snertingu. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu í maí 2017 að Huawei hefði gerst sekt um hugverkaþjófnað og var fyrirtækinu skipað að greiða tæpar fimm milljónir dala í skaðabætur.Matthew Whitaker, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er hann tilkynnti um ákæru.Nordicphotos/AFPNjósnir Öllu alvarlegra mál eru meintar njósnir Huawei. Allt aftur til ársins 2005 hafa Vesturlönd lýst yfir áhyggjum af starfsemi Huawei. Samningur við yfirvöld í Íran um uppbyggingu fjarskiptanets og sams konar samstarf við talibana í Afganistan vöktu athygli í upphafi þessa áratugar. Það eru hins vegar aðgerðir Bandaríkjastjórnar sem valda forsprökkum Huawei mestu hugarangri. Frá árinu 2011, jafnvel fyrr, hafa Bandaríkin rannsakað Huawei vegna meintra njósna fyrir hönd kínverska ríkisins. Þetta mál vatt hressilega upp á sig á síðasta ári þegar Bandaríkjamenn bönnuðu ríkisstofnunum alfarið að nota vörur frá Huawei. Yfirmenn sex bandarískra öryggisstofnana, meðal annars FBI, CIA og NSA, komu fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í febrúar í fyrra til þess að ræða um meintar njósnir kínverskra tæknifyrirtækja um almenna borgara í Bandaríkjunum. „Við höfum alvarlegar áhyggjur af því að leyfa nokkru fyrirtæki sem er svo nátengt erlendri ríkisstjórn og deilir ekki okkar gildum að hafa aðkomu að fjarskiptakerfi landsins,“ sagði Christopher Wray alríkislögreglustjóri um Huawei. Bandarískar verslanir hættu í kjölfarið að selja vörur frá Huawei. Bandaríkjamenn hafa verið í forsvari fyrir þessari hreyfingu gegn Huawei. Þeir hafa til að mynda farið fram á það við bandamenn sína, sér í lagi þau ríki sem hýsa bandarískar herstöðvar, að fjarlægja tæki Huawei alfarið úr stofnunum hins opinbera og meina því aðkomu að uppbyggingu fjarskiptakerfis. Allnokkur ríki hafa tekið undir með Bandaríkjamönnum. Ástralía hefur bannað Huawei í stofnunum hins opinbera og Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Breta, sagðist í desember hafa alvarlegar áhyggjur af starfsemi Huawei og nú ræða Evrópusambandsríki um blátt bann. Bretar og Kanadamenn íhuga sams konar bann og Bandaríkin og Ástralía hafa nú þegar sett.Meng Wanzhou, fjármálastýru Huawei, var sleppt úr haldi gegn tryggingu. Fréttablaðið/GettyÁkæran Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ákærði Huawei og fjármálastjórann Meng Wanzhou í vikunni. Fyrirtækið sjálft er sakað um bankasvindl, tækniþjófnað og að hindra framgang réttvísinnar. Ákæran tengist sum sé ekki meintum njósnum um starfsemi hins opinbera né almenna borgara. Meng, sem var handtekin í Kanada að beiðni Bandaríkjanna undir lok síðasta árs, er sökuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran. Fyrirtækið og fjármálastjórinn neita sök. „Kínversk fyrirtæki hafa til fjölda ára brotið gegn útflutningslögum okkar og grafið undan þvingunum. Þau hafa notað fjármálakerfi Bandaríkjanna til þessara brota. Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Wilbur Ross viðskiptamálaráðherra þegar tilkynnt var um ákæruna. Ákæran gegn Huawei er í 23 liðum. Huawei er meðal annars sakað um að hafa afvegaleitt bandarísk stjórnvöld og alþjóðlegan banka í upplýsingagjöf um viðskipti í Íran. Ákæran nær svo einnig til fyrrnefnds mál T-Mobile og Huawei um þjófnað á Tappy. „Þessar ákærur snúast um meint algjört virðingarleysi Huawei fyrir landslögum okkar og almennu viðskiptasiðferði. Fyrirtæki á borð við Huawei ógna hagkerfi okkar og þjóðaröryggi,“ sagði Christopher Wray alríkislögreglustjóri. Tæknirisinn neitar sök. „Þessar ákærur valda okkur vonbrigðum. Við frömdum ekkert þessara brota, vitum ekki til þess að Meng hafi brotið af sér heldur.“ Tekið var fram að Tappy-málið hefði nú þegar verið útkljáð. Kviðdómur hafði ályktað svo, eftir að T-Mobile höfðaði einkamál, að T-Mobile hefði ekki borið skaða af né hefði Huawei haft neitt illt í hyggju.Huawei neitar alfarið sök Bæði Huawei og yfirvöld í Kína hafa ítrekað neitað því að Huawei stundi njósnir eða aðra ólöglega starfsemi. Kínverska ríkisstjórnin hét því í vikunni, eftir að ákæran var lögð fram, að standa vörð um hagsmuni kínverskra fyrirtækja. „Bandaríkin hafa nýtt vald sitt til þess að koma óorði á og ráðast á ákveðin kínversk fyrirtæki. Þannig reyna Bandaríkjamenn að eyðileggja algjörlega starfsemi fyrirtækjanna. Þessar aðgerðir eru pólitísks eðlis en Kína er staðráðið í því að slá skjaldborg um réttindi kínverskra fyrirtækja,“ sagði Geng Shuang, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kínverja, í yfirlýsingu. Stofnandanum og forstjóranum Ren er heldur ekki skemmt. Hann hefur ítrekað lýst því yfir að fyrirtækið sé saklaust. Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Huawei í Shenzhen um miðjan janúar sagði hann að fyrirtækið stæði alltaf með viðskiptavinum sínum. „Hvorki ég né fyrirtækið höfum nokkurn tímann fengið beiðni um að forrita bakdyr í tæki okkar eða senda stjórnvöldum upplýsingar um viðskiptavini,“ sagði Ren.Frá kynningu Huawei á nýjum 5G örflögum. Nordicphotos/Getty5G uppbyggingin í hættu Harðnandi aðgerðir Bandaríkjanna gegn Huawei koma á versta tíma fyrir fyrirtækið. Öll stærstu fjarskiptafyrirtæki heims undirbúa sig nú fyrir næstu byltingu á sviði fjarskipta, 5G nettengingar. Búist er við því að með þessari nýju tækni verði hraðinn margfalt það sem tíðkast á 4G neti. Því vilja téð fyrirtæki koma sér í sem besta stöðu til að fá sem stærsta sneið af kökunni. Þjóðverjar eru ein þeirra þjóða sem um þessar mundir halda útboð um uppbyggingu 5G kerfis. Útboðið klárast á fyrsta fjórðungi þessa árs og er Huawei eitt þeirra fyrirtækja sem sækjast eftir samningi. Samkvæmt þýska miðlinum DW hefur upplýsingastofnun Þjóðverja varað við mögulegum bakdyrum í tækjum Huawei, sem myndu gera Kínverjunum kleift að njósna um notendur, og stjórnvöld í Berlín því íhugað að útiloka fyrirtækið frá útboðinu. En Huawei er nú þegar með sterkar rætur sem teygja sig út um allt Þýskaland. Það starfrækir nærri helming 4G senda Þýskalands. Deutsche Telekom talar einnig fyrir því að Huawei fái að taka þátt. Samkvæmt heimildum South China Morning Post ræða embættismenn innan Evrópusambandsins sín á milli um að útiloka þátttöku Huawei í slíkum útboðum víðar innan sambandsins. Tékkar hafa til að mynda nú þegar útilokað Huawei frá útboði um uppbyggingu skattskýrsluskilavefsíðu. Ljóst er hins vegar, eins og Deutsche Telekom hefur bent á, að blátt bann við þátttöku Huawei myndi óhjákvæmilega leiða til þess að innleiðing 5G tækni í Evrópu frestaðist. Og það um að minnsta kosti tvö ár, samkvæmt þýska fyrirtækinu. Huawei heldur því áfram að þróa sína tækni. Kynnti til að mynda 5G örflögur fyrir snjallsíma í síðustu viku.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Kína Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira