Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 11:15 Berglind Rán Ólafsdóttir. Mynd/orka náttúrunnar Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. Berglind hefur gengt starfinu tímabundið frá því í september síðastliðnum en hún tók við því af Bjarna Má Júlíussyni sem vikið var frá störfum vegna óviðeigandi hegðunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún var ráðin til Orku náttúrunnar árið 2017 sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu. Haft er eftir Berglindi í tilkynningu að hún hlakki til að taka á móti framtíðinni með Orku náttúrunnar. Þá séu forréttindi að búa í landi sem bjóði upp á auðlindir til endurnýjanlegrar rafmagnsframleiðslu. „Loftslagsmál eru lykilmál allra samfélaga og hefur vísindafólk ON þróað aðferðir til þess að binda gróðurhúsalofttegundir í grjót sem styður við metnaðarfull lofslagsmarkmið fyrirtækisins. Fyrirtæki í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun nýta einnig þessa brautryðjendatækni í sínum nýsköpunarverkefnum,“ segir Berglind. „Hluti af því að bregðast við loftslagsvandanum er að leggja áherslu á betri nýtingu auðlindanna. Jarðhitagarðurinn er einmitt vettvangur fyrir umhverfisvæna starfsemi sprotafyrirtækja sem leggja áherslu á nýsköpun, betri nýtingu og hringrásarhagkerfi.“ Mál Bjarna Más vakti mikla athygli á síðasta ári. Honum var vikið úr starfi eftir að Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, greindi frá óviðeigandi framgöngu hans í garð kvenyns undirmanna sinna eftir að Áslaug var rekin úr starfi sínu sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá ON. Tilkynnt var um að Berglind tæki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON um miðjan september en áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni. Orkumál Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. Berglind hefur gengt starfinu tímabundið frá því í september síðastliðnum en hún tók við því af Bjarna Má Júlíussyni sem vikið var frá störfum vegna óviðeigandi hegðunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún var ráðin til Orku náttúrunnar árið 2017 sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu. Haft er eftir Berglindi í tilkynningu að hún hlakki til að taka á móti framtíðinni með Orku náttúrunnar. Þá séu forréttindi að búa í landi sem bjóði upp á auðlindir til endurnýjanlegrar rafmagnsframleiðslu. „Loftslagsmál eru lykilmál allra samfélaga og hefur vísindafólk ON þróað aðferðir til þess að binda gróðurhúsalofttegundir í grjót sem styður við metnaðarfull lofslagsmarkmið fyrirtækisins. Fyrirtæki í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun nýta einnig þessa brautryðjendatækni í sínum nýsköpunarverkefnum,“ segir Berglind. „Hluti af því að bregðast við loftslagsvandanum er að leggja áherslu á betri nýtingu auðlindanna. Jarðhitagarðurinn er einmitt vettvangur fyrir umhverfisvæna starfsemi sprotafyrirtækja sem leggja áherslu á nýsköpun, betri nýtingu og hringrásarhagkerfi.“ Mál Bjarna Más vakti mikla athygli á síðasta ári. Honum var vikið úr starfi eftir að Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, greindi frá óviðeigandi framgöngu hans í garð kvenyns undirmanna sinna eftir að Áslaug var rekin úr starfi sínu sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá ON. Tilkynnt var um að Berglind tæki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON um miðjan september en áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni.
Orkumál Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira