Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 11:15 Berglind Rán Ólafsdóttir. Mynd/orka náttúrunnar Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. Berglind hefur gengt starfinu tímabundið frá því í september síðastliðnum en hún tók við því af Bjarna Má Júlíussyni sem vikið var frá störfum vegna óviðeigandi hegðunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún var ráðin til Orku náttúrunnar árið 2017 sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu. Haft er eftir Berglindi í tilkynningu að hún hlakki til að taka á móti framtíðinni með Orku náttúrunnar. Þá séu forréttindi að búa í landi sem bjóði upp á auðlindir til endurnýjanlegrar rafmagnsframleiðslu. „Loftslagsmál eru lykilmál allra samfélaga og hefur vísindafólk ON þróað aðferðir til þess að binda gróðurhúsalofttegundir í grjót sem styður við metnaðarfull lofslagsmarkmið fyrirtækisins. Fyrirtæki í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun nýta einnig þessa brautryðjendatækni í sínum nýsköpunarverkefnum,“ segir Berglind. „Hluti af því að bregðast við loftslagsvandanum er að leggja áherslu á betri nýtingu auðlindanna. Jarðhitagarðurinn er einmitt vettvangur fyrir umhverfisvæna starfsemi sprotafyrirtækja sem leggja áherslu á nýsköpun, betri nýtingu og hringrásarhagkerfi.“ Mál Bjarna Más vakti mikla athygli á síðasta ári. Honum var vikið úr starfi eftir að Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, greindi frá óviðeigandi framgöngu hans í garð kvenyns undirmanna sinna eftir að Áslaug var rekin úr starfi sínu sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá ON. Tilkynnt var um að Berglind tæki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON um miðjan september en áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni. Orkumál Vistaskipti Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. Berglind hefur gengt starfinu tímabundið frá því í september síðastliðnum en hún tók við því af Bjarna Má Júlíussyni sem vikið var frá störfum vegna óviðeigandi hegðunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún var ráðin til Orku náttúrunnar árið 2017 sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu. Haft er eftir Berglindi í tilkynningu að hún hlakki til að taka á móti framtíðinni með Orku náttúrunnar. Þá séu forréttindi að búa í landi sem bjóði upp á auðlindir til endurnýjanlegrar rafmagnsframleiðslu. „Loftslagsmál eru lykilmál allra samfélaga og hefur vísindafólk ON þróað aðferðir til þess að binda gróðurhúsalofttegundir í grjót sem styður við metnaðarfull lofslagsmarkmið fyrirtækisins. Fyrirtæki í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun nýta einnig þessa brautryðjendatækni í sínum nýsköpunarverkefnum,“ segir Berglind. „Hluti af því að bregðast við loftslagsvandanum er að leggja áherslu á betri nýtingu auðlindanna. Jarðhitagarðurinn er einmitt vettvangur fyrir umhverfisvæna starfsemi sprotafyrirtækja sem leggja áherslu á nýsköpun, betri nýtingu og hringrásarhagkerfi.“ Mál Bjarna Más vakti mikla athygli á síðasta ári. Honum var vikið úr starfi eftir að Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, greindi frá óviðeigandi framgöngu hans í garð kvenyns undirmanna sinna eftir að Áslaug var rekin úr starfi sínu sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá ON. Tilkynnt var um að Berglind tæki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON um miðjan september en áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni.
Orkumál Vistaskipti Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira