Óþrjótandi náttúruafl Alexandra Briem og Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 8. mars 2019 14:26 Árið 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf til að vekja athygli á kvenréttindabaráttu. Þá var krafan ekki einungis launajöfnuður heldur einnig fjölskylduvænt samfélag og jöfn tækifæri kynja. Kvennafrídagurinn breytti ásýnd Íslands og hefur vakið athygli sem heimsfrægt fyrirbæri íslenskrar menningarsögu. Nú stöndum við enn á ný á vendipunkti í íslenskri sögu. Í kjölfar vakningar sem orðið hefur í verkalýðshreyfingum landsins leggja láglaunastéttir niður störf föstudaginn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Slíkt er viðeigandi þar sem þessi störf eru meira og minna unnin af konum. Það er uppörvandi að sjá víðtækan stuðning samfélagsins við verkfall þeirra kvenna og karla sem nú er að hefjast. Lýðræði grundvallast á þátttöku borgara í samfélagi. Eitt af skilyrðum þátttöku er að hafa aðgang, tíma og orku til að sinna henni. Erfitt er að sjá hvernig lægstu laun dugi til að uppfylla þau skilyrði. Fólk þarf að geta nýtt sér þau réttindi sem það býr yfir. Því snýst verkalýðsbaráttan ekki einungis um launakjör, heldur einnig um almenn lífsgæði, farsæld og lýðræðið í landinu. Verkakonur í láglaunastéttum hafa áratugum saman lifað því lífi að taka þeim ákvörðunum sem teknar eru um þeirra líf, án þess að á þær sé hlustað eða ráðfært við. Áratugum saman hafa konur sem tilheyra láglaunastéttum skrapað saman þeim launum sem að þeim er rétt og einhvernveginn látið hlutina ganga. Nú er mál að linni.Katla Hólm Þórhildardóttir.Nýja stjórnarskrá Íslands er með áherslur sem valdefla þær stéttir sem hafa ekki endilega haft aðgang að ákvarðanatökum sem snúa að þeirra lífi. Dropinn holar steininn segir máltækið, margt smátt gerir eitt stórt og þannig má halda áfram. Þannig má líta á baráttu kvenna frá upphafi alls, en samstöðumáttur kvenna er óþrjótandi náttúruafl. Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá vilja tryggja framfarir í samfélaginu. Stjórnarskrá stjórnlagaráðs er fyrsta stjórnarskráin sem íslendingar eiga kost á, sem tilheyrir öllum íbúum landsins, þar sem allar raddir samfélagsins áttu kost á þátttöku. Með innleiðingu hennar er tekið skref til þess að auka vægi allra borgara við stjórn landsins. Þær víðtæku breytingar sem hún hefur í för með sér gætu verið eitt af mörgum atriðum sem munu vera skráð í sögubækurnar um framfarir samfélagsins, ásamt kvennafrídeginum 1975 og verkalýðsbyltingu kvenna árið 2019. Tækifærið til breytinga er í okkar höndum.Höfundar eru stjórnar meðlimir Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf til að vekja athygli á kvenréttindabaráttu. Þá var krafan ekki einungis launajöfnuður heldur einnig fjölskylduvænt samfélag og jöfn tækifæri kynja. Kvennafrídagurinn breytti ásýnd Íslands og hefur vakið athygli sem heimsfrægt fyrirbæri íslenskrar menningarsögu. Nú stöndum við enn á ný á vendipunkti í íslenskri sögu. Í kjölfar vakningar sem orðið hefur í verkalýðshreyfingum landsins leggja láglaunastéttir niður störf föstudaginn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Slíkt er viðeigandi þar sem þessi störf eru meira og minna unnin af konum. Það er uppörvandi að sjá víðtækan stuðning samfélagsins við verkfall þeirra kvenna og karla sem nú er að hefjast. Lýðræði grundvallast á þátttöku borgara í samfélagi. Eitt af skilyrðum þátttöku er að hafa aðgang, tíma og orku til að sinna henni. Erfitt er að sjá hvernig lægstu laun dugi til að uppfylla þau skilyrði. Fólk þarf að geta nýtt sér þau réttindi sem það býr yfir. Því snýst verkalýðsbaráttan ekki einungis um launakjör, heldur einnig um almenn lífsgæði, farsæld og lýðræðið í landinu. Verkakonur í láglaunastéttum hafa áratugum saman lifað því lífi að taka þeim ákvörðunum sem teknar eru um þeirra líf, án þess að á þær sé hlustað eða ráðfært við. Áratugum saman hafa konur sem tilheyra láglaunastéttum skrapað saman þeim launum sem að þeim er rétt og einhvernveginn látið hlutina ganga. Nú er mál að linni.Katla Hólm Þórhildardóttir.Nýja stjórnarskrá Íslands er með áherslur sem valdefla þær stéttir sem hafa ekki endilega haft aðgang að ákvarðanatökum sem snúa að þeirra lífi. Dropinn holar steininn segir máltækið, margt smátt gerir eitt stórt og þannig má halda áfram. Þannig má líta á baráttu kvenna frá upphafi alls, en samstöðumáttur kvenna er óþrjótandi náttúruafl. Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá vilja tryggja framfarir í samfélaginu. Stjórnarskrá stjórnlagaráðs er fyrsta stjórnarskráin sem íslendingar eiga kost á, sem tilheyrir öllum íbúum landsins, þar sem allar raddir samfélagsins áttu kost á þátttöku. Með innleiðingu hennar er tekið skref til þess að auka vægi allra borgara við stjórn landsins. Þær víðtæku breytingar sem hún hefur í för með sér gætu verið eitt af mörgum atriðum sem munu vera skráð í sögubækurnar um framfarir samfélagsins, ásamt kvennafrídeginum 1975 og verkalýðsbyltingu kvenna árið 2019. Tækifærið til breytinga er í okkar höndum.Höfundar eru stjórnar meðlimir Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar