Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 07:30 Guo Ping, stjórnarformaður Huawei, á blaðamannafundi í Shenzhen þar sem hann var spurður um málsóknina. Vísir/EPA Kínverski tæknirisinn Huawei hefur stefnt bandaríska ríkinu vegna banns sem Bandaríkjastjórn lagði við að þarlendar ríkisstofnanir noti vörur frá tölvu- og símafyrirtækinu. Bannið kemur til vegna þess að bandarísk stjórnvöld óttast að Huawei sé á mála hjá kínverska ríkinu sem noti það til að stunda iðnaðarnjósnir. Fyrirtækið segir á móti að engar sannanir hafi verið settar fram til stuðnings banninu og að engin tengsl séu við kínversk stjórnvöld, hvað þá njósnastarfssemi. Það segir lagaákvæðið sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Bannið er ekki aðeins ólögmætt heldur setur það Huawei skorður í að taka þátt í sanngjarnri samkeppni sem skaðar á endanum bandaríska neytendur,“ segir Guo Ping, stjórnarformaður Huawei. Bandaríkjamenn hafa hins vegar miklar áhyggjur af Huawei og hafa meðal annars krafist þess að bandamenn þeirra á borð við Evrópuríki hætti einnig að nota tæknibúnað frá Huawei. Ríki eins og Ástralía og Nýja-Sjáland hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum þar að nota tækni frá Huawei í nýrri kynslóð farsímanets af öryggisástæðum. Yfirvöld í Bandaríkjunum sækjast nú eftir framsali Meng Wanzhou, fjármálastjóra Huawei, sem var handtekin í Kanada í desember. Þau saka hana meðal annars um að hafa brotið gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran. Bandaríkin Kína Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Kínverski tæknirisinn Huawei hefur stefnt bandaríska ríkinu vegna banns sem Bandaríkjastjórn lagði við að þarlendar ríkisstofnanir noti vörur frá tölvu- og símafyrirtækinu. Bannið kemur til vegna þess að bandarísk stjórnvöld óttast að Huawei sé á mála hjá kínverska ríkinu sem noti það til að stunda iðnaðarnjósnir. Fyrirtækið segir á móti að engar sannanir hafi verið settar fram til stuðnings banninu og að engin tengsl séu við kínversk stjórnvöld, hvað þá njósnastarfssemi. Það segir lagaákvæðið sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Bannið er ekki aðeins ólögmætt heldur setur það Huawei skorður í að taka þátt í sanngjarnri samkeppni sem skaðar á endanum bandaríska neytendur,“ segir Guo Ping, stjórnarformaður Huawei. Bandaríkjamenn hafa hins vegar miklar áhyggjur af Huawei og hafa meðal annars krafist þess að bandamenn þeirra á borð við Evrópuríki hætti einnig að nota tæknibúnað frá Huawei. Ríki eins og Ástralía og Nýja-Sjáland hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum þar að nota tækni frá Huawei í nýrri kynslóð farsímanets af öryggisástæðum. Yfirvöld í Bandaríkjunum sækjast nú eftir framsali Meng Wanzhou, fjármálastjóra Huawei, sem var handtekin í Kanada í desember. Þau saka hana meðal annars um að hafa brotið gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran.
Bandaríkin Kína Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira