Stærstu flugfélögin samþykkja að draga úr losun Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 14:47 American Airlines er á meðal þeirra bandarísku flugfélaga sem taka sjálfviljug þátt í áætluninni um samdrátt í losun. Vísir/EPA Öll helstu flugfélög Bandaríkjanna og flest þeirra minni hafa samþykkt að gangast sjálfviljug undir áætlun Sameinuðu þjóðanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum. Áætlunin miðar að því að losun standi í stað frá og með næsta ári þrátt fyrir spár um að flugumferð þrefaldist fyrir miðja öldina.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Dan Williams, umhverfissérfræðingi hjá Flugmálastofnun Bandaríkjanna, að flugfélögin sem hafa samþykkt að taka þátt standi fyrir um 97% af eldsneytisnotkun í alþjóðaflugi og þar með losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlunin er á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og er óháð Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu hefur því ekki áhrif á áætlunina fyrir flugrekendur. Rúmlega tvö prósent flugfélaga í Bandaríkjunum taka ekki þátt í áætluninni. Það eru fyrst og fremst sögð lítil leiguflugfélög og fyrirtæki sem leigja einkaþotur. Þátttaka í áætlun ICAO er á forsendum flugfélaganna en til stendur að þau verði skikkuð til að taka þátt frá og með árinu 2027. Allra minnstu flugfélögin og flugvélarnar verða áfram undanskildar kröfum um samdrátt í losun. Bandaríkin Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Öll helstu flugfélög Bandaríkjanna og flest þeirra minni hafa samþykkt að gangast sjálfviljug undir áætlun Sameinuðu þjóðanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum. Áætlunin miðar að því að losun standi í stað frá og með næsta ári þrátt fyrir spár um að flugumferð þrefaldist fyrir miðja öldina.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Dan Williams, umhverfissérfræðingi hjá Flugmálastofnun Bandaríkjanna, að flugfélögin sem hafa samþykkt að taka þátt standi fyrir um 97% af eldsneytisnotkun í alþjóðaflugi og þar með losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlunin er á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og er óháð Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu hefur því ekki áhrif á áætlunina fyrir flugrekendur. Rúmlega tvö prósent flugfélaga í Bandaríkjunum taka ekki þátt í áætluninni. Það eru fyrst og fremst sögð lítil leiguflugfélög og fyrirtæki sem leigja einkaþotur. Þátttaka í áætlun ICAO er á forsendum flugfélaganna en til stendur að þau verði skikkuð til að taka þátt frá og með árinu 2027. Allra minnstu flugfélögin og flugvélarnar verða áfram undanskildar kröfum um samdrátt í losun.
Bandaríkin Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira