Þrír nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 13:37 Hildigunnur, Guðrún og Kristján. Vísir Guðrún Einarsdóttir, Hildigunnur Jónsdóttir og Kristján Már Atlason eru nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Hildigunnur verður stjórnandi í tækniþróun, Guðrún í einstaklingsmörkuðum og Kristján Már í fyrirtækjamörkuðum. Munu þau taka þátt í að þróa eitt stærsta orkufyrirtæki landsins í takti við síbreytilegar þarfir og áskoranir segir í tilkynningu frá ON. Hildigunnur Jónsdóttir gekk til liðs við ON fyrir rúmu ári sem verkefnisstjóri. Hún hafði þá sjö ára reynslu sem slíkur hjá danska orkufyrirtækinu Örsted þar sem hún vann að vindorku-verkefnum víða um heim. Hildigunnur er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Columbia University í New York, diplómu í stjórnun (EBA) frá DTU í Danmörku og B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Guðrún Einarsdóttir réði sig til fjarskipta-fyrirtækisins Nova við stofnun þess og gegndi ýmsum stjórnunarstörfum á uppvaxtarárum þess, 2007-2013. Þá gerðist hún starfsmannastjóri hjá WOW en fór aftur til Nova 2014 þar sem hún stýrði verkefna- og vörustjórnun þar til fyrr á þessu ári. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Kristján Már Atlason hefur áratuga reynslu af sölu- og markaðsmálum á fyrirtækjamarkaði. Hann starfaði hjá Olís þar sem hann var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs félagsins frá árinu 2014. Þar áður starfaði Kristján hjá Samskipum í um 15 ár sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, hvorttveggja í Reykjavík og Rotterdam. Kristján er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla.Berglind Rán Ólafsdóttir.ON„Við munum áfram verða í forystu í okkar nauðsynlegu og skynsamlegu orkuskiptum í samgöngum,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, en ON hefur beint sjónum sínum fyrst og fremst að rafbílum.Berglind var ráðin framkvæmdastjóri ON í febrúar í stað Bjarna Más Júlíussonar sem sagt var upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar. „Í þeim eykst hraðinn stöðugt og við ætlum að vera leiðandi á fleiri sviðum orkumála,“ bætir hún við. „Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu jarðhitans. Það kallar á ferska nálgun þar sem tvinnast saman betri nýting orkunnar sem við sækjum í jarðhitasvæðin og nýtingu á öðrum straumum sem koma upp með orkunni.“ Þar vísar Berglind meðal annars til þróunarverkefna við Hellisheiðarvirkjun þar sem hvert sprotafyrirtækið á fætur öðru hefur verið að halda sér völl til að nýta afurðir jarðhitavinnslunnar. „Við bindum miklar vonir við nýja stjórnendur sem bætast nú við öflugt teymi okkar hjá ON og sem fyrr tökumst við einbeitt á við þessi verkefni,“ segir Berglind Rán. Vistaskipti Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR. 26. nóvember 2018 15:39 Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum. 21. apríl 2019 17:13 Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. 19. febrúar 2019 11:15 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Guðrún Einarsdóttir, Hildigunnur Jónsdóttir og Kristján Már Atlason eru nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Hildigunnur verður stjórnandi í tækniþróun, Guðrún í einstaklingsmörkuðum og Kristján Már í fyrirtækjamörkuðum. Munu þau taka þátt í að þróa eitt stærsta orkufyrirtæki landsins í takti við síbreytilegar þarfir og áskoranir segir í tilkynningu frá ON. Hildigunnur Jónsdóttir gekk til liðs við ON fyrir rúmu ári sem verkefnisstjóri. Hún hafði þá sjö ára reynslu sem slíkur hjá danska orkufyrirtækinu Örsted þar sem hún vann að vindorku-verkefnum víða um heim. Hildigunnur er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Columbia University í New York, diplómu í stjórnun (EBA) frá DTU í Danmörku og B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Guðrún Einarsdóttir réði sig til fjarskipta-fyrirtækisins Nova við stofnun þess og gegndi ýmsum stjórnunarstörfum á uppvaxtarárum þess, 2007-2013. Þá gerðist hún starfsmannastjóri hjá WOW en fór aftur til Nova 2014 þar sem hún stýrði verkefna- og vörustjórnun þar til fyrr á þessu ári. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Kristján Már Atlason hefur áratuga reynslu af sölu- og markaðsmálum á fyrirtækjamarkaði. Hann starfaði hjá Olís þar sem hann var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs félagsins frá árinu 2014. Þar áður starfaði Kristján hjá Samskipum í um 15 ár sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, hvorttveggja í Reykjavík og Rotterdam. Kristján er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla.Berglind Rán Ólafsdóttir.ON„Við munum áfram verða í forystu í okkar nauðsynlegu og skynsamlegu orkuskiptum í samgöngum,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, en ON hefur beint sjónum sínum fyrst og fremst að rafbílum.Berglind var ráðin framkvæmdastjóri ON í febrúar í stað Bjarna Más Júlíussonar sem sagt var upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar. „Í þeim eykst hraðinn stöðugt og við ætlum að vera leiðandi á fleiri sviðum orkumála,“ bætir hún við. „Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu jarðhitans. Það kallar á ferska nálgun þar sem tvinnast saman betri nýting orkunnar sem við sækjum í jarðhitasvæðin og nýtingu á öðrum straumum sem koma upp með orkunni.“ Þar vísar Berglind meðal annars til þróunarverkefna við Hellisheiðarvirkjun þar sem hvert sprotafyrirtækið á fætur öðru hefur verið að halda sér völl til að nýta afurðir jarðhitavinnslunnar. „Við bindum miklar vonir við nýja stjórnendur sem bætast nú við öflugt teymi okkar hjá ON og sem fyrr tökumst við einbeitt á við þessi verkefni,“ segir Berglind Rán.
Vistaskipti Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR. 26. nóvember 2018 15:39 Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum. 21. apríl 2019 17:13 Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. 19. febrúar 2019 11:15 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR. 26. nóvember 2018 15:39
Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum. 21. apríl 2019 17:13
Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. 19. febrúar 2019 11:15