Bjarni Már Magnússon hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Þar kemur fram að Bjarni hafi lokið doktorsprófi frá lagadeild Edinborgarháskóla árið 2013, LL.M.-gráðu í haf- og strandarétti frá lagadeild Miami-háskóla árið 2007 og öðlast lögmannsréttindi árið 2008. Þá hafi hann lokið embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og M.A.-gráðu í alþjóðasamskiptum frá sama skóla árið 2007.
„Bjarni Már kennir og stundar rannsóknir á sviði þjóðaréttar (alþjóðalaga), einkum á sviði hafréttar. Bjarni er höfundur bókarinnar The Continental Shelf beyond 200 Nautical Miles: Delineation, Delimitation and Dispute Settlement (Brill/Nijhoff 2015). Auk þess hefur Bjarni birt greinar og bókakafla á alþjóðlegum og innlendum vettvangi. Bjarni er forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR. Á vorönn 2016 var Bjarni gestafræðimaður við lagadeild Duke-háskóla sem Fulbright Arctic Initiative fræðimaður. Á námstíma sínum í Edinborg var hann Chevening-styrkþegi og Cobb-Family-styrkþegi í Miami. Bjarni hefur sinnt ráðgjafarstörfum fyrir innlend og erlend stjórnvöld sem og alþjóðastofnanir,“ segir í tilkynningunni.
Bjarni Már nýr prófessor við lagadeild HR
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið



Stytta skammarkrókinn til muna
Neytendur

Gjaldþrota meðhöndlari
Viðskipti innlent

Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið
Viðskipti erlent

Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu
Viðskipti innlent

E. coli í frönskum osti
Neytendur

Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann
Viðskipti innlent

Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita
Viðskipti innlent