Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta Sveinn Arnarsson skrifar 19. júní 2019 06:00 Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl. Fréttablaðið/GVA Ríkislögmaður hefur fengið stefnur frá útgerðarfélögum vegna úthlutunar makrílkvóta árin 2015 til og með 2018. Milljarðatugir gætu verið í húfi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru stefnurnar bæði frá stórum og meðalstórum útgerðum. Hjá ríkislögmanni fékkst staðfest að stefnur hefðu komið inn á borð embættisins en ekki væri búið að þingfesta þær. Ekki fékkst uppgefið hversu margar stefnurnar væru né hversu háar kröfurnar eru. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið væri bótaskylt vegna kvótasetningar á makríl. Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna úthlutunar hins opinbera. Axel Helgason, formaður stjórnar Landssambands smábátaeigenda, segir að sex fyrirtæki hið minnsta ætli að sækja bætur. Hann segir kvótann á makríl vera á milli 65 og 100 milljarða króna virði og því um háar fjárhæðir að ræða. Fyrirtækin sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins gætu að hans mati fengið í sínar hendur um það bil 35 milljarða króna. „Þegar við höfum skoðað þessar tölur þá gætum við verið að tala um allt að 18 milljarða króna fyrir árin 2011 til 2014. Svo gætum við séð svipaðar tölur fyrir 2015 til 2018. Þetta eru vissulega háar fjárhæðir,“ segir Axel. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir breytingar á lögum um makrílveiðar, sem nú liggja fyrir í þinginu, vera til þess fallnar að bregðast við dómum Hæstaréttar. „Lögum samkvæmt er það hlutverk ríkislögmanns að fara með vörn þessara mála,“ segir Kristján Þór. „Hlutverk stjórnvalda hefur verið að bregðast við skaðabótaskyldu íslenska ríkisins eftir dóma Hæstaréttar í desember síðastliðnum, meðal annars með breytingum á veiðistjórn makrílveiða. Frumvarp þess efnis bíður nú afgreiðslu á Alþingi.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Ríkislögmaður hefur fengið stefnur frá útgerðarfélögum vegna úthlutunar makrílkvóta árin 2015 til og með 2018. Milljarðatugir gætu verið í húfi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru stefnurnar bæði frá stórum og meðalstórum útgerðum. Hjá ríkislögmanni fékkst staðfest að stefnur hefðu komið inn á borð embættisins en ekki væri búið að þingfesta þær. Ekki fékkst uppgefið hversu margar stefnurnar væru né hversu háar kröfurnar eru. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið væri bótaskylt vegna kvótasetningar á makríl. Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna úthlutunar hins opinbera. Axel Helgason, formaður stjórnar Landssambands smábátaeigenda, segir að sex fyrirtæki hið minnsta ætli að sækja bætur. Hann segir kvótann á makríl vera á milli 65 og 100 milljarða króna virði og því um háar fjárhæðir að ræða. Fyrirtækin sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins gætu að hans mati fengið í sínar hendur um það bil 35 milljarða króna. „Þegar við höfum skoðað þessar tölur þá gætum við verið að tala um allt að 18 milljarða króna fyrir árin 2011 til 2014. Svo gætum við séð svipaðar tölur fyrir 2015 til 2018. Þetta eru vissulega háar fjárhæðir,“ segir Axel. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir breytingar á lögum um makrílveiðar, sem nú liggja fyrir í þinginu, vera til þess fallnar að bregðast við dómum Hæstaréttar. „Lögum samkvæmt er það hlutverk ríkislögmanns að fara með vörn þessara mála,“ segir Kristján Þór. „Hlutverk stjórnvalda hefur verið að bregðast við skaðabótaskyldu íslenska ríkisins eftir dóma Hæstaréttar í desember síðastliðnum, meðal annars með breytingum á veiðistjórn makrílveiða. Frumvarp þess efnis bíður nú afgreiðslu á Alþingi.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira