„Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2019 14:01 Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. Vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum.Varstu hræddur um að móðga hann með því að tala um þetta?„Nei, alls ekki,“ svaraði Trump um hæl og bætti við. „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra. Ég hélt einhvern veginn að þú vissir það,“ sagði Trump og beini orðum sínum að blaðamanninum. „Mér semur við alla. Fyrir utan ykkur reyndar,“ sagði Trump um blaðamannastéttina. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gerð var opinber í síðustu viku kom fram að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að krónprinsinn og aðrir hátt settir embættismenn hefðu skipulagt morðið á Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í haust og kom illa við samvisku heimsbyggðarinnar. Trump var þá spurður hvort honum þætti morð stjórnvalda á blaðamönnum ekki fyrirlitleg. Hann sagði svo vera. „Mér finnst það hræðilegt,“ sagði Trump og bætti við að það væri sama hver ætti í hlut. Það væri alltaf hræðilegt.Trump og Xi Jinping á góðri stundu fyrir rúmu ári síðan. Forsetarnir hafa nú ákveðið að taka upp þráðinn í samningaviðræðum eftir mikið kuldatímabil í milliríkjasamskiptum.getty/bloombergTaka upp þráðinn í samningaviðræðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína sættust á að hefja samningaviðræður að nýju um mögulega lausn á viðskiptadeilunni. Þetta var niðurstaða fundar sem var utan aðaldagskrár leiðtogafundar G20-ríkjanna í Osaka í Japan. Að fundinum loknum sagði Trump að samræðurnar hefðu verið frábærar. Hann hafði áður boðað frekari tolla á kínverskan innflutning en ákvað að láta af þeim áformum eftir fund þeirra, að minnsta kosti í bili. Trump sagði þá að bandarísk fyrirtæki gætu selt vörur til kínverska tæknirisans Huawei en bandarísk yfirvöld höfðu áður sett hann á bannlista. Trump fundar með forseta Suður-Kóreu í dag.Vísir/apHittir mögulega Kim í dag Donald Trump flaug frá Japan til Suður-Kóreu í dag en á dagskránni er fundur með Moon Jaw-in, forseta Suður-Kóreu. Trump er nýlentur í Suður-Kóreu en hann bauðst einnig til þess að hitta Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu í ferðinni. Óvíst er hvort Kim þiggur boð Bandaríkjaforseta. Donald Trump Kína Morðið á Khashoggi Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum.Varstu hræddur um að móðga hann með því að tala um þetta?„Nei, alls ekki,“ svaraði Trump um hæl og bætti við. „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra. Ég hélt einhvern veginn að þú vissir það,“ sagði Trump og beini orðum sínum að blaðamanninum. „Mér semur við alla. Fyrir utan ykkur reyndar,“ sagði Trump um blaðamannastéttina. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gerð var opinber í síðustu viku kom fram að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að krónprinsinn og aðrir hátt settir embættismenn hefðu skipulagt morðið á Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í haust og kom illa við samvisku heimsbyggðarinnar. Trump var þá spurður hvort honum þætti morð stjórnvalda á blaðamönnum ekki fyrirlitleg. Hann sagði svo vera. „Mér finnst það hræðilegt,“ sagði Trump og bætti við að það væri sama hver ætti í hlut. Það væri alltaf hræðilegt.Trump og Xi Jinping á góðri stundu fyrir rúmu ári síðan. Forsetarnir hafa nú ákveðið að taka upp þráðinn í samningaviðræðum eftir mikið kuldatímabil í milliríkjasamskiptum.getty/bloombergTaka upp þráðinn í samningaviðræðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína sættust á að hefja samningaviðræður að nýju um mögulega lausn á viðskiptadeilunni. Þetta var niðurstaða fundar sem var utan aðaldagskrár leiðtogafundar G20-ríkjanna í Osaka í Japan. Að fundinum loknum sagði Trump að samræðurnar hefðu verið frábærar. Hann hafði áður boðað frekari tolla á kínverskan innflutning en ákvað að láta af þeim áformum eftir fund þeirra, að minnsta kosti í bili. Trump sagði þá að bandarísk fyrirtæki gætu selt vörur til kínverska tæknirisans Huawei en bandarísk yfirvöld höfðu áður sett hann á bannlista. Trump fundar með forseta Suður-Kóreu í dag.Vísir/apHittir mögulega Kim í dag Donald Trump flaug frá Japan til Suður-Kóreu í dag en á dagskránni er fundur með Moon Jaw-in, forseta Suður-Kóreu. Trump er nýlentur í Suður-Kóreu en hann bauðst einnig til þess að hitta Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu í ferðinni. Óvíst er hvort Kim þiggur boð Bandaríkjaforseta.
Donald Trump Kína Morðið á Khashoggi Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira