Réttindi hinsegin fólks eru mannréttindi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2019 08:00 Það var ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunar á viðhorfi fólks til utanríkisþjónustunnar hversu margir telja jákvætt og mikilvægt að Ísland hafi tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ekki síður er jákvætt að sjá hversu margir telja að Ísland geti með sinni málafylgju á þeim vettvangi haft raunveruleg áhrif. Það er einmitt mitt mat einnig og lá til grundvallar þeirri ákvörðun á sínum tíma að Ísland byðist til að taka sæti í ráðinu þegar sæti Bandaríkjanna þar losnaði með skömmum fyrirvara fyrir rúmu ári síðan. Nú fer í hönd 41. fundarlota mannréttindaráðsins í Genf, sú þriðja sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki þess. Jafnréttismál verða í forgrunni að þessu sinni, þ.m.t. réttindi hinsegin fólks. Fulltrúar Íslands munu þar láta til sín taka með ýmsum hætti, nú sem áður, og erum við stolt af því að geta þannig lagt lóð á vogarskálarnar. Mannréttindi eru hornsteinn utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um þau. Réttindi hinsegin fólks eru sérstakt áherslumál Íslands. Um það vitnar til dæmis samþykkt Alþingis í liðinni viku á framsækinni löggjöf um kynrænt sjálfræði en með henni skipar Ísland sér í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Á alþjóðavettvangi, og ekki síst í mannréttindaráðinu, höfum við einnig lagt mikla áherslu á að tala fyrir auknum réttindum hinsegin fólks. Hið sama á við um þróunarsamvinnu en í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins hefur verið mörkuð sú stefna að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu. Því miður er víða pottur brotinn. Í einu af hverjum þremur ríkjum heims teljast hinsegin sambönd enn glæpur samkvæmt lögum. Víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum er ástandið afar slæmt að þessu leyti. Við munum ekki skirrast við að benda á hvar skórinn kreppir. Hryllingssögur af ofsóknum á hinsegin fólki á Gaza-ströndinni, í Úganda eða í Tsjetsjeníu láta engan ósnortinn. Það er skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Óhætt er að fullyrða að við höfum látið verkin tala í mannréttindaráðinu að þessu leyti. Eftir því var til dæmis tekið í reglubundinni allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí að Ísland bar þar upp fleiri tilmæli er vörðuðu LGBTI-réttindi en nokkurt annað ríki. Raunar námu tilmæli Íslands þar alls tíu prósentum þeirra tilmæla sem fram komu um réttindi hinsegin fólks. Í fundarlotu mannréttindaráðsins sem nú fer í hönd liggur fyrir skýrsla frá sérstökum fulltrúa ráðsins um réttindi hinsegin fólks. Fyrir ráðinu liggur enn fremur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016. Líklegt er talið að mjótt verði á munum þegar kemur að því að greiða atkvæði um að framlengja umboð skýrslugjafans og það segir því miður sína sögu. Enn er mikið verk að vinna. Einmitt þess vegna hef ég nú ákveðið að verja þrettán milljónum króna sérstaklega til UN Free & Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks, bæði í mannréttindaráðinu sem og í þróunarsamvinnu, leggjum við okkar af mörkum til að bæta hag hinsegin fólks og auka virðingu fyrir réttindum þess. Í þessum efnum sem öðrum skiptir öllu að tala skýrt og skorinort og án nokkurs undansláttar. Dropinn holar á endanum steininn. Það vitum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Jafnréttismál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunar á viðhorfi fólks til utanríkisþjónustunnar hversu margir telja jákvætt og mikilvægt að Ísland hafi tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ekki síður er jákvætt að sjá hversu margir telja að Ísland geti með sinni málafylgju á þeim vettvangi haft raunveruleg áhrif. Það er einmitt mitt mat einnig og lá til grundvallar þeirri ákvörðun á sínum tíma að Ísland byðist til að taka sæti í ráðinu þegar sæti Bandaríkjanna þar losnaði með skömmum fyrirvara fyrir rúmu ári síðan. Nú fer í hönd 41. fundarlota mannréttindaráðsins í Genf, sú þriðja sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki þess. Jafnréttismál verða í forgrunni að þessu sinni, þ.m.t. réttindi hinsegin fólks. Fulltrúar Íslands munu þar láta til sín taka með ýmsum hætti, nú sem áður, og erum við stolt af því að geta þannig lagt lóð á vogarskálarnar. Mannréttindi eru hornsteinn utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um þau. Réttindi hinsegin fólks eru sérstakt áherslumál Íslands. Um það vitnar til dæmis samþykkt Alþingis í liðinni viku á framsækinni löggjöf um kynrænt sjálfræði en með henni skipar Ísland sér í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Á alþjóðavettvangi, og ekki síst í mannréttindaráðinu, höfum við einnig lagt mikla áherslu á að tala fyrir auknum réttindum hinsegin fólks. Hið sama á við um þróunarsamvinnu en í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins hefur verið mörkuð sú stefna að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu. Því miður er víða pottur brotinn. Í einu af hverjum þremur ríkjum heims teljast hinsegin sambönd enn glæpur samkvæmt lögum. Víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum er ástandið afar slæmt að þessu leyti. Við munum ekki skirrast við að benda á hvar skórinn kreppir. Hryllingssögur af ofsóknum á hinsegin fólki á Gaza-ströndinni, í Úganda eða í Tsjetsjeníu láta engan ósnortinn. Það er skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Óhætt er að fullyrða að við höfum látið verkin tala í mannréttindaráðinu að þessu leyti. Eftir því var til dæmis tekið í reglubundinni allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí að Ísland bar þar upp fleiri tilmæli er vörðuðu LGBTI-réttindi en nokkurt annað ríki. Raunar námu tilmæli Íslands þar alls tíu prósentum þeirra tilmæla sem fram komu um réttindi hinsegin fólks. Í fundarlotu mannréttindaráðsins sem nú fer í hönd liggur fyrir skýrsla frá sérstökum fulltrúa ráðsins um réttindi hinsegin fólks. Fyrir ráðinu liggur enn fremur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016. Líklegt er talið að mjótt verði á munum þegar kemur að því að greiða atkvæði um að framlengja umboð skýrslugjafans og það segir því miður sína sögu. Enn er mikið verk að vinna. Einmitt þess vegna hef ég nú ákveðið að verja þrettán milljónum króna sérstaklega til UN Free & Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks, bæði í mannréttindaráðinu sem og í þróunarsamvinnu, leggjum við okkar af mörkum til að bæta hag hinsegin fólks og auka virðingu fyrir réttindum þess. Í þessum efnum sem öðrum skiptir öllu að tala skýrt og skorinort og án nokkurs undansláttar. Dropinn holar á endanum steininn. Það vitum við.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun