Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Abbas Araqchi aðstoðarutanríkisráðherra sést hér til hægri á blaðamannafundi gærdagsins. Nordicphotos/afp Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. Sextíu daga fresturinn sem Íransstjórn hafði gefið eftirstandandi aðildarríkjum til þess að skýla Íran gegn nýjum, bandarískum þvingunum rann þá út. Íran gerði samninginn við Bandaríkin, Kína, Frakkland, Þýskaland, Evrópusambandið, Rússland og Bretland árið 2015 en eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta rifti hann samningnum af hálfu Bandaríkjanna. Trump-stjórnin lagði þá á nýjar þvinganir gegn Íran en samningurinn gekk í meginatriðum út á að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu þvingana. „Í dag rann sextíu daga fresturinn út og fyrst kröfum okkar er varða kjarnorkusamninginn og olíusölu var ekki svarað tökum við í dag skref númer tvö. Fyrir sextíu dögum lýstum við því yfir að við myndum hætta að fylgja ákvæðum um uppsöfnun auðgaðs úrans og nú tilkynnum við um að við ætlum ekki að fylgja ákvæðum um hversu auðgað úranið má vera,“ hafði íranski miðillinn Fars News eftir Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í gær. Aukinheldur að Íran myndi draga aftur úr þátttöku sinni í samningnum eftir sextíu daga til viðbótar. Þessa síðustu sextíu daga höfðu Íranar ekki selt úr landi lágauðgað úran. Það er alla jafna notað til þess að knýja kjarnorkuver. Háauðgað úran, sem Íran hyggst nú vinna í skilvindum sínum, er aftur á móti hægt að nota í rannsóknarkljúfum eða jafnvel kjarnorkuvopnum. Alla jafna er úran sem notað er í vopnum um níutíu prósent auðgað en Íran hyggst nú, samkvæmt því er embættismenn sögðu í gær, vinna fimm prósent auðgað úran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi við íranska forsetann Hassan Rouhani í síma á laugardag. Hann tjáði Írananum að hann vildi alls ekki sjá samningnum rift og samþykktu leiðtogarnir að íhuga að hefja viðræður á ný. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. Sextíu daga fresturinn sem Íransstjórn hafði gefið eftirstandandi aðildarríkjum til þess að skýla Íran gegn nýjum, bandarískum þvingunum rann þá út. Íran gerði samninginn við Bandaríkin, Kína, Frakkland, Þýskaland, Evrópusambandið, Rússland og Bretland árið 2015 en eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta rifti hann samningnum af hálfu Bandaríkjanna. Trump-stjórnin lagði þá á nýjar þvinganir gegn Íran en samningurinn gekk í meginatriðum út á að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu þvingana. „Í dag rann sextíu daga fresturinn út og fyrst kröfum okkar er varða kjarnorkusamninginn og olíusölu var ekki svarað tökum við í dag skref númer tvö. Fyrir sextíu dögum lýstum við því yfir að við myndum hætta að fylgja ákvæðum um uppsöfnun auðgaðs úrans og nú tilkynnum við um að við ætlum ekki að fylgja ákvæðum um hversu auðgað úranið má vera,“ hafði íranski miðillinn Fars News eftir Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í gær. Aukinheldur að Íran myndi draga aftur úr þátttöku sinni í samningnum eftir sextíu daga til viðbótar. Þessa síðustu sextíu daga höfðu Íranar ekki selt úr landi lágauðgað úran. Það er alla jafna notað til þess að knýja kjarnorkuver. Háauðgað úran, sem Íran hyggst nú vinna í skilvindum sínum, er aftur á móti hægt að nota í rannsóknarkljúfum eða jafnvel kjarnorkuvopnum. Alla jafna er úran sem notað er í vopnum um níutíu prósent auðgað en Íran hyggst nú, samkvæmt því er embættismenn sögðu í gær, vinna fimm prósent auðgað úran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi við íranska forsetann Hassan Rouhani í síma á laugardag. Hann tjáði Írananum að hann vildi alls ekki sjá samningnum rift og samþykktu leiðtogarnir að íhuga að hefja viðræður á ný.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira