Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2019 13:34 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, talar á ráðstefnu sinni um trúfrelsi. getty/Mark Wilson Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á „smánarbletti aldarinnar“ á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. Á ráðstefnu um trúfrelsi sem hann stóð fyrir í Washington fordæmdi Pompeo Kína vegna risavaxinna varðhaldsbúða í vesturhluta Xinjiang héraðsins, þar sem talið er að milljón uighur múslimum, Kasökum og öðrum minnihlutahópum er haldið í búðum. Yfirvöld í Kína segja búðirnar starfsþjálfunarbúðir og segja þær nauðsynlegar til að koma í veg fyrir trúarlegt ofstæki. Í Kína fara fram „verstu mannréttindabrot okkar tíma,“ sagði Pompeo sem hefur líka sakað Kína um að kúga önnur lönd til að sniðganga ráðstefnuna hans. Pompeo, sem er evangelísk-kristinn, hefur gert trúfrelsi að forgangsmáli síðan hann tók við sem utanríkisráðherra en gagnrýnendur Trump stjórnarinnar hafa dregið skuldbindingu hans við málsstaðinn í efa og hafa bent á að hamlandi stefna hennar í innflytjendamálum komi niður á trúarlegum minnihlutahópum. Ráðstefnan er haldin aðeins dögum eftir að Alþjóðlega björgunarnefndin, IRC, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því að snögg fækkun fjölda innflytjenda og hælisleitenda sem tekið sé við settu marga trúarlega minnihlutahópa í hættulegar aðstæður. Í skýrslu sem var birt kvöldið áður en ráðstefnan byrjaði segir IRC að það sem af er komið ári hafi ríkisstjórnin tekið við 97% færri kristnum Írönum, 96% færri kristnum Írökum, 97% færri írökskum og sýrlenskum Jesídum og 77% færri Róhingja múslimum frá Mjanmar miðað við síðasta starfsár Obama ríkisstjórnarinnar. „Trump stjórnin getur ekki hvatt restina af heiminum til að sýna umburðarlyndi gagnvart trúarlegum minnihlutahópum þegar hún sjálf dregur úr vernd sinni fyrir þessa sömu hópa,“ sagði Nazanin Ash, varaforseti alþjóðlegrar stefnu og baráttu IRC. Trump stjórnin hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið harðar á þróun trúmála í Kína með því að setja á viðskiptaþvinganir. Sumir telja að ríkisstjórnin hafi ekki tekið það skref vegna hræðslu við að það myndi skemma viðskiptaviðræður við Kína. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á sömu ráðstefnu að viðræðurnar myndu ekki hafa neikvæð áhrif á áherslu Bandaríkjanna á trúfrelsi. Bandaríkin Flóttamenn Kína Tengdar fréttir Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01 Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á „smánarbletti aldarinnar“ á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. Á ráðstefnu um trúfrelsi sem hann stóð fyrir í Washington fordæmdi Pompeo Kína vegna risavaxinna varðhaldsbúða í vesturhluta Xinjiang héraðsins, þar sem talið er að milljón uighur múslimum, Kasökum og öðrum minnihlutahópum er haldið í búðum. Yfirvöld í Kína segja búðirnar starfsþjálfunarbúðir og segja þær nauðsynlegar til að koma í veg fyrir trúarlegt ofstæki. Í Kína fara fram „verstu mannréttindabrot okkar tíma,“ sagði Pompeo sem hefur líka sakað Kína um að kúga önnur lönd til að sniðganga ráðstefnuna hans. Pompeo, sem er evangelísk-kristinn, hefur gert trúfrelsi að forgangsmáli síðan hann tók við sem utanríkisráðherra en gagnrýnendur Trump stjórnarinnar hafa dregið skuldbindingu hans við málsstaðinn í efa og hafa bent á að hamlandi stefna hennar í innflytjendamálum komi niður á trúarlegum minnihlutahópum. Ráðstefnan er haldin aðeins dögum eftir að Alþjóðlega björgunarnefndin, IRC, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því að snögg fækkun fjölda innflytjenda og hælisleitenda sem tekið sé við settu marga trúarlega minnihlutahópa í hættulegar aðstæður. Í skýrslu sem var birt kvöldið áður en ráðstefnan byrjaði segir IRC að það sem af er komið ári hafi ríkisstjórnin tekið við 97% færri kristnum Írönum, 96% færri kristnum Írökum, 97% færri írökskum og sýrlenskum Jesídum og 77% færri Róhingja múslimum frá Mjanmar miðað við síðasta starfsár Obama ríkisstjórnarinnar. „Trump stjórnin getur ekki hvatt restina af heiminum til að sýna umburðarlyndi gagnvart trúarlegum minnihlutahópum þegar hún sjálf dregur úr vernd sinni fyrir þessa sömu hópa,“ sagði Nazanin Ash, varaforseti alþjóðlegrar stefnu og baráttu IRC. Trump stjórnin hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið harðar á þróun trúmála í Kína með því að setja á viðskiptaþvinganir. Sumir telja að ríkisstjórnin hafi ekki tekið það skref vegna hræðslu við að það myndi skemma viðskiptaviðræður við Kína. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á sömu ráðstefnu að viðræðurnar myndu ekki hafa neikvæð áhrif á áherslu Bandaríkjanna á trúfrelsi.
Bandaríkin Flóttamenn Kína Tengdar fréttir Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01 Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01
Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49
Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00