Bandaríski flugvélarisinn Boeing ætlar að nýta að minnsta kosti helminginn af sjóði sínum fyrir fórnarlömb flugslysa tveggja Boeing 737 MAX-véla til þess að styðja fjölskyldur þeirra sem létust. Þetta sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær.
Sjóðurinn nemur alls hundrað milljónum Bandaríkjadala, andvirði um 12,5 milljarða króna, og er hinn beini fjárstuðningur því fimmtíu milljónir dala hið minnsta. Fyrirtækið greindi frá því fyrr í mánuðinum að það ætlaði að gefa milljónirnar til ríkisstjórna og óháðra félagasamtaka á svæðinu yfir nokkurra ára skeið til þess að hjálpa fjölskyldunum og samfélögunum sem slysin tvö bitnuðu á.
Fyrra slysið varð í október þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhaf með þeim afleiðingum að allir 189 um borð fórust. Seinna slysið varð þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði í Keníu og allir 157 um borð fórust.
Boeing styrkir um 12 milljarða

Tengdar fréttir

Icelandair breytir flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX
Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi.

Dreymir börnin halda grátandi í móður sína á meðan flugvélin hrapar
Kanadamaður, hvers fjölskylda fórst þegar farþegaþota af gerðinni Boeing 737 Max hrapaði í Eþíópíu í mars, segist sakna fjölskyldu sinnar hvern einasta dag.

Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri
Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið.