Fyrrum eiginkona NBA-leikmanns á leið í 30 ára fangelsi fyrir morðið á honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 10:30 Sherra Wright, fyrrum eiginkona Lorenzen Wright, í réttarsalnum í gær. AP/Jim Weber Aðeins ári eftir að þrettán ára NBA-ferli Lorenzen Wright lauk átti fyrrum eiginkona hans stóran þátt í að enda líf hans. Konan heitir Sherra Wright og viðurkenndi sekt sína í réttarsal í Memphis í gær. Lorenzen Wright spilaði 778 leiki í NBA-deildinni með fimm félögum frá 1996 til 2009. Hann endaði ferilinn með Cleveland Cavaliers tímabilið 2008-09. Rúmu ári síðan yfirgaf Lorenzen heimili sitt en sást ekki á lífi aftur. Hann átti að hafa yfirgefið húsið með fullt af peningum og eiturlyfjum samkvæmt fyrrum eiginkonu hans. Lík hans fannst tíu dögum síðar en hann hafði verið skotinn til bana og skilinn eftir í mýrlendi í úthverfi Memphis.Former NBA player Lorenzen Wright's ex-wife pleads guilty in his murder case https://t.co/QAzcYMIxlKpic.twitter.com/v0WFPP1ILQ — Sporting News NBA (@sn_nba) July 25, 2019Sherra Wright, fyrrum eiginkona Lorenzen Wright, lýsti sig óvænt seka í gær en hún játaði þá að hafa tekið þátt í morðinu á eiginmanni sínum fyrir níu árum síðan. Hún var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi og getur fyrst sloppið út eftir níu ár. Ef hún hefði farið í gegnum réttarhaldið og verið dæmd sek þá átti hún á hættu að vera dæmd í lífstíðarfangelsi. Billy Ray Turner var ákærður fyrir morðið á Lorenzen Wright. Hann og Sherra Wright voru fyrst ákærð fyrir morðið í desmber 2017. Réttarhald hans hefst 16. september en ekki er vitað hvort hún muni bera þar vitni.Sherra Wright, the ex-wife of former NBA player Lorenzen Wright, pleaded guilty to charges of facilitation to commit first-degree murder and facilitation to commit attempted first-degree murder. Lorenzen Wright was found dead in a wooded area in July 2010. https://t.co/A81AlE6Gtp — CNN (@CNN) July 25, 2019 Þau skipulögðu morðið saman og hentu byssunni í Mississippi vatn. Byssan fannst nokkrum vikum áður en þau voru ákærð. Móðir Lorenzen Wright hefur ekki fengið að hitta barnabörnin sín og fékk að koma inn í réttarsalinn eftir að Sherra Wright játaði. „Ég hata það sem kom fyrir barnið mitt en hann skildi eftir falleg börn fyrir ömmu þeirra,“ sagði Deborah Marion, móðir Lorenzen Wright. Deborah Marion vill að Sherra Wright verði í fangelsi öll 30 árin.Lorenzen Wright á síðasta tímabili sínu í NBA 2008-09. Hér er hann í liðsmyndatöku Cleveland Cavaliers.AP/Mark Duncan Bandaríkin NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira
Aðeins ári eftir að þrettán ára NBA-ferli Lorenzen Wright lauk átti fyrrum eiginkona hans stóran þátt í að enda líf hans. Konan heitir Sherra Wright og viðurkenndi sekt sína í réttarsal í Memphis í gær. Lorenzen Wright spilaði 778 leiki í NBA-deildinni með fimm félögum frá 1996 til 2009. Hann endaði ferilinn með Cleveland Cavaliers tímabilið 2008-09. Rúmu ári síðan yfirgaf Lorenzen heimili sitt en sást ekki á lífi aftur. Hann átti að hafa yfirgefið húsið með fullt af peningum og eiturlyfjum samkvæmt fyrrum eiginkonu hans. Lík hans fannst tíu dögum síðar en hann hafði verið skotinn til bana og skilinn eftir í mýrlendi í úthverfi Memphis.Former NBA player Lorenzen Wright's ex-wife pleads guilty in his murder case https://t.co/QAzcYMIxlKpic.twitter.com/v0WFPP1ILQ — Sporting News NBA (@sn_nba) July 25, 2019Sherra Wright, fyrrum eiginkona Lorenzen Wright, lýsti sig óvænt seka í gær en hún játaði þá að hafa tekið þátt í morðinu á eiginmanni sínum fyrir níu árum síðan. Hún var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi og getur fyrst sloppið út eftir níu ár. Ef hún hefði farið í gegnum réttarhaldið og verið dæmd sek þá átti hún á hættu að vera dæmd í lífstíðarfangelsi. Billy Ray Turner var ákærður fyrir morðið á Lorenzen Wright. Hann og Sherra Wright voru fyrst ákærð fyrir morðið í desmber 2017. Réttarhald hans hefst 16. september en ekki er vitað hvort hún muni bera þar vitni.Sherra Wright, the ex-wife of former NBA player Lorenzen Wright, pleaded guilty to charges of facilitation to commit first-degree murder and facilitation to commit attempted first-degree murder. Lorenzen Wright was found dead in a wooded area in July 2010. https://t.co/A81AlE6Gtp — CNN (@CNN) July 25, 2019 Þau skipulögðu morðið saman og hentu byssunni í Mississippi vatn. Byssan fannst nokkrum vikum áður en þau voru ákærð. Móðir Lorenzen Wright hefur ekki fengið að hitta barnabörnin sín og fékk að koma inn í réttarsalinn eftir að Sherra Wright játaði. „Ég hata það sem kom fyrir barnið mitt en hann skildi eftir falleg börn fyrir ömmu þeirra,“ sagði Deborah Marion, móðir Lorenzen Wright. Deborah Marion vill að Sherra Wright verði í fangelsi öll 30 árin.Lorenzen Wright á síðasta tímabili sínu í NBA 2008-09. Hér er hann í liðsmyndatöku Cleveland Cavaliers.AP/Mark Duncan
Bandaríkin NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira