Notendum Snapchat fjölgar um átta prósent Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 23:13 Notendum forritsins fjölgaði um 13 milljónir, eða 11 milljónum meira en spár reiknuðu með. Getty/Thomas Trutschel Notendum samskiptaforritsins Snapchat hefur fjölgað um 8 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Þar með telja notendur forritsins nú 203 milljónir manna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Snap Inc, sem er móðurfyrirtæki forritsins. Velta félagsins jókst þá um 48 prósent miðað við annan ársfjórðung ársins 2018 en hún var 388 milljónir dollara, eða rúmlega 47 og hálfur milljarður íslenskra króna. Guardian greinir frá. Eftir að skýrslan var birt hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu talsvert í verði, eða um 12 prósent. 13 milljónir bættust í notendahópinn á ársfjórðunginum sem leið, en sérfræðingar höfðu aðeins gert ráð fyrir aukningu upp á tvær milljónir notenda. Um 3,5 milljarðar Snapchat-skilaboða voru þá sendir á degi hverjum á tímabilinu. Aukna velgengni forritsins má rekja til nýrra „filtera,“ sem notendur forritsins geta notað til þess að breyta útliti sínu á myndum sem eru sendar. Meðal annars býður forritið upp á filter sem getur á myndum ýkt einkenni sem í hefðbundnum skilningi teljast kvenleg eða karlmannleg, og hefur sá filter mælst einstaklega vel fyrir hjá notendum. Yfir 200 milljónir notuðu viðbótina á innan við viku eftir að hún var kynnt til sögunnar. Forstjóri Snap Inc, Evan Spiegel, segist bjartsýnn um framhald forritsins. „Vöxturinn í notendahóp okkar, notkun forritsins og veltu er afleiðing breytinga sem átt hafa sér stað síðustu 18 mánuði. Við hlökkum til að byggja á þessum meðbyr og ná meiri árangri á öllum þessum sviðum.“ Samfélagsmiðlar Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Notendum samskiptaforritsins Snapchat hefur fjölgað um 8 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Þar með telja notendur forritsins nú 203 milljónir manna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Snap Inc, sem er móðurfyrirtæki forritsins. Velta félagsins jókst þá um 48 prósent miðað við annan ársfjórðung ársins 2018 en hún var 388 milljónir dollara, eða rúmlega 47 og hálfur milljarður íslenskra króna. Guardian greinir frá. Eftir að skýrslan var birt hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu talsvert í verði, eða um 12 prósent. 13 milljónir bættust í notendahópinn á ársfjórðunginum sem leið, en sérfræðingar höfðu aðeins gert ráð fyrir aukningu upp á tvær milljónir notenda. Um 3,5 milljarðar Snapchat-skilaboða voru þá sendir á degi hverjum á tímabilinu. Aukna velgengni forritsins má rekja til nýrra „filtera,“ sem notendur forritsins geta notað til þess að breyta útliti sínu á myndum sem eru sendar. Meðal annars býður forritið upp á filter sem getur á myndum ýkt einkenni sem í hefðbundnum skilningi teljast kvenleg eða karlmannleg, og hefur sá filter mælst einstaklega vel fyrir hjá notendum. Yfir 200 milljónir notuðu viðbótina á innan við viku eftir að hún var kynnt til sögunnar. Forstjóri Snap Inc, Evan Spiegel, segist bjartsýnn um framhald forritsins. „Vöxturinn í notendahóp okkar, notkun forritsins og veltu er afleiðing breytinga sem átt hafa sér stað síðustu 18 mánuði. Við hlökkum til að byggja á þessum meðbyr og ná meiri árangri á öllum þessum sviðum.“
Samfélagsmiðlar Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira