Ein milljón heyrnartóla fyrir börn seld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Börn verða oft fyrir heyrnarskaða af of háum hljóðstyrk. Vísir/Getty Félagið Nordic Enterprises Ltd, sem er að mestu í eigu Íslendinga í Hong Kong og framleiðir heyrnartól í Shenzhen fyrir börn, hefur tryggt sé jafnvirði 125 milljóna króna til að fjármagna vöxt fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá Centra Fyrirtækjaráðgjöf sem annaðist fjármögnunina þá selur Nordic Enterprises vörur sínar aðallega í Kína og Bandaríkjunum. Frumkvöðlarnir að baki félaginu eru Bjarki Garðarsson og Pétur Ólafsson sem er framkvæmdastjóri félagsins. Nordic Enterprises hefur þegar selt yfir eina milljón heyrnartóla sem ætluð eru börnum. „12,5 prósent barna á aldrinum 6-19 ára hafa hlotið eyrnaskaða vegna hlustunar með heyrnartólum með of háum hljóðstyrk og félagið snýst um hönnun, framleiðslu og sölu á heyrnartólum fyrir börn og unglinga,“ segir í tilkynningu. Framleitt er undir merkinu buddyphones. Tekjur Nordic Enterprises í fyrra eru sagðar hafa verið um 4,3 milljónir Bandaríkjadala og tekjurnar á þessu ári eru áætlaðar 6,3 milljónir dala, eða jafnvirði um 790 milljóna króna. „Stærstu viðskiptavinirnir eru Target og Amazon, en varan er í dreifingu í 60 löndum. Félagið er búið að selja yfir 1 milljón eintaka af heyrnartólum til þessa. Framtíðarhorfur félagsins eru góðar og spennandi tækifæri til vöruþróunar,“ segir í tilkynningu Center Fyrirtækjaráðgjafar. „Á árinu 2020 er stefnt að því að sækja fimm milljónir Bandaríkjadala til að fjármagna tækniþróun sem beinist meðal annars að ofvirkum og einhverfum börnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Félagið Nordic Enterprises Ltd, sem er að mestu í eigu Íslendinga í Hong Kong og framleiðir heyrnartól í Shenzhen fyrir börn, hefur tryggt sé jafnvirði 125 milljóna króna til að fjármagna vöxt fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá Centra Fyrirtækjaráðgjöf sem annaðist fjármögnunina þá selur Nordic Enterprises vörur sínar aðallega í Kína og Bandaríkjunum. Frumkvöðlarnir að baki félaginu eru Bjarki Garðarsson og Pétur Ólafsson sem er framkvæmdastjóri félagsins. Nordic Enterprises hefur þegar selt yfir eina milljón heyrnartóla sem ætluð eru börnum. „12,5 prósent barna á aldrinum 6-19 ára hafa hlotið eyrnaskaða vegna hlustunar með heyrnartólum með of háum hljóðstyrk og félagið snýst um hönnun, framleiðslu og sölu á heyrnartólum fyrir börn og unglinga,“ segir í tilkynningu. Framleitt er undir merkinu buddyphones. Tekjur Nordic Enterprises í fyrra eru sagðar hafa verið um 4,3 milljónir Bandaríkjadala og tekjurnar á þessu ári eru áætlaðar 6,3 milljónir dala, eða jafnvirði um 790 milljóna króna. „Stærstu viðskiptavinirnir eru Target og Amazon, en varan er í dreifingu í 60 löndum. Félagið er búið að selja yfir 1 milljón eintaka af heyrnartólum til þessa. Framtíðarhorfur félagsins eru góðar og spennandi tækifæri til vöruþróunar,“ segir í tilkynningu Center Fyrirtækjaráðgjafar. „Á árinu 2020 er stefnt að því að sækja fimm milljónir Bandaríkjadala til að fjármagna tækniþróun sem beinist meðal annars að ofvirkum og einhverfum börnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira