Opnir kælar í verslunum nota meiri raforku en lokaðir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2019 07:00 Opnir kælar nota mun meiri raforku en lokaðir. Nordicphotos/Getty Opnir kælar í verslunum nota allt að 25 til 30 prósent meiri orku en lokaðir. Víða sjást enn þá opnir kælar í íslenskum stórverslunum en þeir hafa verið hafðir þannig til að auðvelda viðskiptavinum aðgengi að vörum. Verslanir hafa þó í síauknum mæli verið að skipta yfir í lokaða kæla. Í Bretlandi nota verslanir um þrjú prósent af orku landsins og um þriðjungur fer í opna kæla. Það þýðir að eitt prósent af orkunotkun landsins fer í opna kæla. Hefur þessu verið lýst sem geigvænlegri sóun á auðlindum og fjármagni. Hafin er undirskriftasöfnun til að skikka verslunareigendur til að loka kælum sínum og hafa 25 þúsund undirskriftir safnast. Sigurður Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs, sem stuðlar að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun, segir að ekki sé hægt að heimfæra þessar tölur yfir á Ísland. Hér á landi taki stórnotendur mun stærri sneið af kökunni. „Það er hins vegar hægt að nota þessar tölur til að sjá hlutfallið af almennu notkuninni, sem er um tuttugu prósent.“ Að sögn Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, hafa allt að 50 prósent orku sparast með því að loka kælum og setja upp LED-lýsingu. „Við erum ekki búin að endurnýja alls staðar en þar sem við erum að opna, endurnýja eða breyta förum við alltaf yfir í lokaða kæla,“ segir Gréta. Það sama er uppi á teningnum hjá Bónus að sögn Guðmundar Marteinssonar framkvæmdastjóra. Lokaðir kælar eru settir í stað eldri opinna kæla og auk þess er skipt úr freoni yfir í koltvísýring. Guðmundur segir að þessi skipti munu þó taka einhvern tíma. „Okkar reynsla er að raforkusparnaðurinn er allt að 50 prósent“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Opnir kælar í verslunum nota allt að 25 til 30 prósent meiri orku en lokaðir. Víða sjást enn þá opnir kælar í íslenskum stórverslunum en þeir hafa verið hafðir þannig til að auðvelda viðskiptavinum aðgengi að vörum. Verslanir hafa þó í síauknum mæli verið að skipta yfir í lokaða kæla. Í Bretlandi nota verslanir um þrjú prósent af orku landsins og um þriðjungur fer í opna kæla. Það þýðir að eitt prósent af orkunotkun landsins fer í opna kæla. Hefur þessu verið lýst sem geigvænlegri sóun á auðlindum og fjármagni. Hafin er undirskriftasöfnun til að skikka verslunareigendur til að loka kælum sínum og hafa 25 þúsund undirskriftir safnast. Sigurður Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs, sem stuðlar að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun, segir að ekki sé hægt að heimfæra þessar tölur yfir á Ísland. Hér á landi taki stórnotendur mun stærri sneið af kökunni. „Það er hins vegar hægt að nota þessar tölur til að sjá hlutfallið af almennu notkuninni, sem er um tuttugu prósent.“ Að sögn Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, hafa allt að 50 prósent orku sparast með því að loka kælum og setja upp LED-lýsingu. „Við erum ekki búin að endurnýja alls staðar en þar sem við erum að opna, endurnýja eða breyta förum við alltaf yfir í lokaða kæla,“ segir Gréta. Það sama er uppi á teningnum hjá Bónus að sögn Guðmundar Marteinssonar framkvæmdastjóra. Lokaðir kælar eru settir í stað eldri opinna kæla og auk þess er skipt úr freoni yfir í koltvísýring. Guðmundur segir að þessi skipti munu þó taka einhvern tíma. „Okkar reynsla er að raforkusparnaðurinn er allt að 50 prósent“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira