Líkur á að ósongatið verði það minnsta í áratugi í ár Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 13:09 Bláir liturinn sýnir þynningu ósonlagsins yfir suðurskautinu. CAMS Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu er nú helmingi minna en það er vanalega á þessum árstíma. Útlit er því fyrir að gatið í ár verði það minnsta í þrjá áratugi, að sögn evrópskra vísindamanna. Ósonlagið ver jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Menn röskuðu ósonhringrásinni þegar þeir byrjuðu að losa svonefnd klórflúrkolefni út í andrúmsloftið sem eyða ósoni í háloftunum. Þau efni var meðal annars að finna í ísskápum og úðabrúsum. Losun efnanna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. Klórflúorkolefni sem þegar hafa verið losuð eru þó enn í lofthjúpi jarðarinnar og valda því að gat myndast árlega í ósonlagið. Búist er við því að ósonlagið nái aftur fyrr styrk í kringum árið 2060. Vísindamenn við Kópernikusarloftathuganasþjónustu Evrópusambandsins (CAMS) segja að gatið sem opnast vanalega yfir Suðurskautslandinu sé ekki eins stórt og undanfarin ár. Gatið er yfirleitt stærst yfir vorið á suðurhveli, frá september og fram í október. Þá getur styrkur ósons dregist saman um allt að 60%. Gatið nær nú yfir um fimm milljón ferkílómetra en á sama tíma í fyrra var það yfir tuttugu milljón ferkílómetrar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Gatið var um tíu milljón ferkílómetrar árið 2017. Vísindamennirnir segja að ósontapið hafi hafist fyrr en vanalega á þessu ári. Dregið hafi úr tapinu þegar heiðhvolfið hlýnaði skyndilega um 20-30 gráður í byrjun september. Richard Engelen, varaforstjóri CAMS, segir að rannsaka þurfi betur hvað olli því að gatið er ekki stærra en það er. „Þetta tengist ekki beint Montreal-sáttmálanum þar sem við reyndum að draga úr klóri og bróm í andrúmsloftinu því það er enn til staðar. Þetta tengist miklu frekar atburðum á hreyfingu. Fólk spyr augljóslega spurninga sem tengjast loftslagsbreytingum en við höfum einfaldlega ekki svörin á þessu stigi,“ segir hann. Umhverfismál Tengdar fréttir Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina. 6. nóvember 2018 08:47 Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu er nú helmingi minna en það er vanalega á þessum árstíma. Útlit er því fyrir að gatið í ár verði það minnsta í þrjá áratugi, að sögn evrópskra vísindamanna. Ósonlagið ver jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Menn röskuðu ósonhringrásinni þegar þeir byrjuðu að losa svonefnd klórflúrkolefni út í andrúmsloftið sem eyða ósoni í háloftunum. Þau efni var meðal annars að finna í ísskápum og úðabrúsum. Losun efnanna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. Klórflúorkolefni sem þegar hafa verið losuð eru þó enn í lofthjúpi jarðarinnar og valda því að gat myndast árlega í ósonlagið. Búist er við því að ósonlagið nái aftur fyrr styrk í kringum árið 2060. Vísindamenn við Kópernikusarloftathuganasþjónustu Evrópusambandsins (CAMS) segja að gatið sem opnast vanalega yfir Suðurskautslandinu sé ekki eins stórt og undanfarin ár. Gatið er yfirleitt stærst yfir vorið á suðurhveli, frá september og fram í október. Þá getur styrkur ósons dregist saman um allt að 60%. Gatið nær nú yfir um fimm milljón ferkílómetra en á sama tíma í fyrra var það yfir tuttugu milljón ferkílómetrar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Gatið var um tíu milljón ferkílómetrar árið 2017. Vísindamennirnir segja að ósontapið hafi hafist fyrr en vanalega á þessu ári. Dregið hafi úr tapinu þegar heiðhvolfið hlýnaði skyndilega um 20-30 gráður í byrjun september. Richard Engelen, varaforstjóri CAMS, segir að rannsaka þurfi betur hvað olli því að gatið er ekki stærra en það er. „Þetta tengist ekki beint Montreal-sáttmálanum þar sem við reyndum að draga úr klóri og bróm í andrúmsloftinu því það er enn til staðar. Þetta tengist miklu frekar atburðum á hreyfingu. Fólk spyr augljóslega spurninga sem tengjast loftslagsbreytingum en við höfum einfaldlega ekki svörin á þessu stigi,“ segir hann.
Umhverfismál Tengdar fréttir Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina. 6. nóvember 2018 08:47 Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Þó að merki séu um að ósongötin séu byrjuð að lokast verður ekki hægt að hrósa sigri fyrr en eftir miðja öldina. 6. nóvember 2018 08:47
Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34