Íranskar konur fá að fara á fótboltaleiki eftir andlát bláu stúlkunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 15:59 Íranskar fótboltaáhugakonur á landsleik Íran og Barein árið 2005. getty/Mohsen Shandiz Konum í Íran verður leyft að fara á fótboltaleiki og mun fyrsti leikurinn sem þær fá að fara á vera leikur íranska landsliðsins í undankeppni Heimsmeistaramótsins í fótbolta. Þetta segir í tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði að hann hafi rætt málið við yfirvöld í Tehran eftir að fótboltaaðdáandi framdi sjálfsvíg fyrr í mánuðinum. Hann sagði að yfirvöld hafi samþykkt að konur fengju inn á leiki. Konum hefur verið meinaður aðgangur að fótboltaleikjum frá því að íslamska byltingin varð árið 1979. Fyrr í mánuðinum dó fótboltaáhugakonan Sahar Khodayari eftir að hún var handtekin fyrir að hafa farið á leik í dulargervi karlmanns.Íranskar fótboltaáhugakonur halda á myndum af landsliðsmönnum Íran við æfingavöll landsliðsins árið 2006.getty/MajidKhodayari, sem er einnig þekkt sem bláa stúlkan, hræddist að hún yrði fangelsuð. Hún kveikti í sjálfri sér fyrir utan leikvanginn og dó á sjúkrahúsi viku síðar. Andlát hennar varð mörgum mikið áfall og vakti fólk til umhugsunar, bæði innan og utan Íran. Fótboltamenn um allan heim hafa minnst Khodayari og hafa til að mynda nokkur evrópsk kvennalið borið blá armbönd á meðan á leikjum hefur staðið til minningar um hana.Mikilvægt að konur séu á leikjum FIFA hefur orðið fyrir miklu aðkasti og hefur hópur fólks krafið sambandið um að setja íranska fótboltasambandið í leikbann. Starfsmenn FIFA hafa varið vikunni í Íran og rætt landsleik Íran á móti Kambódíu sem fer fram 10. október næst komandi sem verður fyrsti heimaleikur íranska liðsins í undankeppninni fyrir Heimsmeistaramótið 2022. „Við þurfum að hafa konur á leiknum,“ sagði Infantino á ráðstefnu FIFA um kvennafótbolta. „Við höfum fengið loforð um það að konur fái að vera á næsta alþjóðlega fótboltaleik Íran. Þetta er gríðarlega mikilvægt en konur hafa ekki verið á leikjum hér í fjörutíu ár, fyrir utan nokkrar undantekningar,“ bætti hann við. Þrátt fyrir að íranskar konur hafi ekki fengið að horfa á karlalið spila hafa erlendar konur haft takmarkaðan aðgang að leikvöngum til að horfa á leikina. Bannið er ekki lögbundið en því hefur verið fylgt eftir með hörku segja samtök mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Banninu var lyft tímabundið í fyrra til þess að konur gætu horft á útsendingu heimsmeistaramótsins á leikvangi í Tehran. FIFA Fótbolti Íran Jafnréttismál Tengdar fréttir Bláa stúlkan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hún var handtekin fyrir að horfa á fótboltaleik í Íran. Andlát hennar vakið athygli á veruleika íranskra kvenna og leikmenn og áhorfendur minnast Sahar. 21. september 2019 12:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Konum í Íran verður leyft að fara á fótboltaleiki og mun fyrsti leikurinn sem þær fá að fara á vera leikur íranska landsliðsins í undankeppni Heimsmeistaramótsins í fótbolta. Þetta segir í tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði að hann hafi rætt málið við yfirvöld í Tehran eftir að fótboltaaðdáandi framdi sjálfsvíg fyrr í mánuðinum. Hann sagði að yfirvöld hafi samþykkt að konur fengju inn á leiki. Konum hefur verið meinaður aðgangur að fótboltaleikjum frá því að íslamska byltingin varð árið 1979. Fyrr í mánuðinum dó fótboltaáhugakonan Sahar Khodayari eftir að hún var handtekin fyrir að hafa farið á leik í dulargervi karlmanns.Íranskar fótboltaáhugakonur halda á myndum af landsliðsmönnum Íran við æfingavöll landsliðsins árið 2006.getty/MajidKhodayari, sem er einnig þekkt sem bláa stúlkan, hræddist að hún yrði fangelsuð. Hún kveikti í sjálfri sér fyrir utan leikvanginn og dó á sjúkrahúsi viku síðar. Andlát hennar varð mörgum mikið áfall og vakti fólk til umhugsunar, bæði innan og utan Íran. Fótboltamenn um allan heim hafa minnst Khodayari og hafa til að mynda nokkur evrópsk kvennalið borið blá armbönd á meðan á leikjum hefur staðið til minningar um hana.Mikilvægt að konur séu á leikjum FIFA hefur orðið fyrir miklu aðkasti og hefur hópur fólks krafið sambandið um að setja íranska fótboltasambandið í leikbann. Starfsmenn FIFA hafa varið vikunni í Íran og rætt landsleik Íran á móti Kambódíu sem fer fram 10. október næst komandi sem verður fyrsti heimaleikur íranska liðsins í undankeppninni fyrir Heimsmeistaramótið 2022. „Við þurfum að hafa konur á leiknum,“ sagði Infantino á ráðstefnu FIFA um kvennafótbolta. „Við höfum fengið loforð um það að konur fái að vera á næsta alþjóðlega fótboltaleik Íran. Þetta er gríðarlega mikilvægt en konur hafa ekki verið á leikjum hér í fjörutíu ár, fyrir utan nokkrar undantekningar,“ bætti hann við. Þrátt fyrir að íranskar konur hafi ekki fengið að horfa á karlalið spila hafa erlendar konur haft takmarkaðan aðgang að leikvöngum til að horfa á leikina. Bannið er ekki lögbundið en því hefur verið fylgt eftir með hörku segja samtök mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Banninu var lyft tímabundið í fyrra til þess að konur gætu horft á útsendingu heimsmeistaramótsins á leikvangi í Tehran.
FIFA Fótbolti Íran Jafnréttismál Tengdar fréttir Bláa stúlkan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hún var handtekin fyrir að horfa á fótboltaleik í Íran. Andlát hennar vakið athygli á veruleika íranskra kvenna og leikmenn og áhorfendur minnast Sahar. 21. september 2019 12:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Bláa stúlkan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hún var handtekin fyrir að horfa á fótboltaleik í Íran. Andlát hennar vakið athygli á veruleika íranskra kvenna og leikmenn og áhorfendur minnast Sahar. 21. september 2019 12:00