Yfirmenn flugfélaga munu fljúga með MAX-vélunum til að sannfæra almenning Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2019 14:23 Boeing 737 MAX vélar Southwest hafa verið í biðstöðu í marga mánuði. Vísir/Getty Yfirmenn hjá bandarísku flugfélögunum United Airlines, American Airlines og Southwest ráðgera að fljúga sjálfir með annars farþegalausum Boeing 737 MAX vélunum eftir að flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni á vélunum. Er þetta hluti af áætlun sem flugfélögin vona að muni sannfæra almenning um að öruggt verði að stíga um borð í vélarnar á nýjan leik.Þetta kemur fram í Wall Street Journal þar sem segir að talið sé að um mánuður muni líða frá því að flugmálayfirvöld gefi grænt ljós á að afnema flugbannið og þangað til flugfélög geti nýtt 737 MAX vélarnar í áætlunarflugi. Í millitíðinni þurfi að sinna viðhaldi og þjálfa flugmenn sem fljúga eigi vélunum. Í frétt Wall Street Journal segir að flugfélögin þrjú hyggist einnig nota þennan mánuð til að að fljúga vélunum í fjölmargar ferðir þar sem vélarnar verði farþegalausar utan þess að um borð verði yfirmenn félaganna, fjölmiðlamenn og mögulega mikilvægir viðskiptavinir. Tilgangurinn sé að sýna almenningi fram á það að öruggt sé að fljúga vélunum sem hafa verið í alþjóðlegu flugbanni frá því í mars vegna tveggja mannskæðra flugslysa. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að að viðskiptavinir okkar sjái flugvélina í loftinu á nýjan leik,“ segir Ross Feinstein, talsmaður American Airlines. Boeing vonast til þess að stutt sé í það að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum gefi grænt ljós á þær breytingar sem flugvélaframleiðandinn hefur lagt til að ráðist verði í svo aflétta megi flugbanninu. Icelandair, eitt af flugfélögunum sem flugbannið hefur bitnar á, reiknar með að taka MAX-vélar sínar í notkun í fyrsta lagi í febrúar. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46 Samspil margra þátta leiddi til Lion Air slyssins Rannsakendur í Indónesíu segja samspil margra þátta, eins og tæknilegra galla, mistök við viðhald og mistök flugmanna, hafa leitt til þess að Boeing 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. 25. október 2019 11:16 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Yfirmenn hjá bandarísku flugfélögunum United Airlines, American Airlines og Southwest ráðgera að fljúga sjálfir með annars farþegalausum Boeing 737 MAX vélunum eftir að flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni á vélunum. Er þetta hluti af áætlun sem flugfélögin vona að muni sannfæra almenning um að öruggt verði að stíga um borð í vélarnar á nýjan leik.Þetta kemur fram í Wall Street Journal þar sem segir að talið sé að um mánuður muni líða frá því að flugmálayfirvöld gefi grænt ljós á að afnema flugbannið og þangað til flugfélög geti nýtt 737 MAX vélarnar í áætlunarflugi. Í millitíðinni þurfi að sinna viðhaldi og þjálfa flugmenn sem fljúga eigi vélunum. Í frétt Wall Street Journal segir að flugfélögin þrjú hyggist einnig nota þennan mánuð til að að fljúga vélunum í fjölmargar ferðir þar sem vélarnar verði farþegalausar utan þess að um borð verði yfirmenn félaganna, fjölmiðlamenn og mögulega mikilvægir viðskiptavinir. Tilgangurinn sé að sýna almenningi fram á það að öruggt sé að fljúga vélunum sem hafa verið í alþjóðlegu flugbanni frá því í mars vegna tveggja mannskæðra flugslysa. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að að viðskiptavinir okkar sjái flugvélina í loftinu á nýjan leik,“ segir Ross Feinstein, talsmaður American Airlines. Boeing vonast til þess að stutt sé í það að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum gefi grænt ljós á þær breytingar sem flugvélaframleiðandinn hefur lagt til að ráðist verði í svo aflétta megi flugbanninu. Icelandair, eitt af flugfélögunum sem flugbannið hefur bitnar á, reiknar með að taka MAX-vélar sínar í notkun í fyrsta lagi í febrúar.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46 Samspil margra þátta leiddi til Lion Air slyssins Rannsakendur í Indónesíu segja samspil margra þátta, eins og tæknilegra galla, mistök við viðhald og mistök flugmanna, hafa leitt til þess að Boeing 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. 25. október 2019 11:16 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48
Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16
Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46
Samspil margra þátta leiddi til Lion Air slyssins Rannsakendur í Indónesíu segja samspil margra þátta, eins og tæknilegra galla, mistök við viðhald og mistök flugmanna, hafa leitt til þess að Boeing 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. 25. október 2019 11:16