Heitir því að koma þingmanni í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 21:59 Duncan Hunter mætti fyrir dómara í dag og játaði að hafa misnotað kosningasjóði sína. AP/Gregory Bull Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, játaði í gær að hafa misnotað 150 þúsund dali úr kosningasjóðum sínum. Hunter situr nú á þingi og hefur gert það í ellefu ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær sagðist Hunter hafa gert mistök. Hann hafi ekki fylgst nægilega vel með eyðslu framboðs síns. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hunter og eiginkona hans voru upprunalega sökuð um 60 brot og að hafa eytt 250 þúsund dölum úr kosningasjóðum hans. Meðal annars var Hunter sakaður um að nota kosningasjóði sína í ferðalög, tannlækningar, skólagjöld, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu, framhjáhöld og ýmislegt annað. Hann og eiginkona hans reyndu svo að fela útgjöldin.Sjá einnig: Notaði kosningasjóði sem eigin sparibaukaHunter hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og sagt ásakanirnar vera „nornaveiðar“ en hann var einn af fyrstu þingmönnum Repúblikanaflokksins sem lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Játning hans var liður í samkomulagi við saksóknara. Það felur í sér að hann viðurkennir að hann og eiginkona hans hafi notað kosningasjóði ólöglega rúmlega 30 sinnum frá 2010 til 2016. Hann er annar þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur játað á þessu ári að hafa brotið lög. Margaret Hunter, eiginkona hans, gerði samkomulag við saksóknara í sumar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Vegna þessa bar hún vitni gegn eiginmanni sínum. Hún gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist en ekki liggur fyrir hvort þess verði krafist. Vegna hjálpar hennar gæti hún komist hjá því að sitja í fangelsi.Saksóknarinn Phil Halpern gagnrýndi Hunter í dag fyrir að hafa áður talað um „nornaveiðar“ gegn sér. Hann sagði engan embættismann, sama í hvaða embætti þeir væru, eiga að komast upp með að garga „nornaveiðar“ eða „falskar fréttir“ til að hylma yfir brot sín. Halpern sagði einnig að hann myndi sækjast eftir því að Hunter yrði gert að sitja í fangelsi vegna brota sinna. Lágmarksrefsing yrði þá eitt ár í fangelsi en Halpern segist ætla að fara fram á lengri dóm. Sjálfur sagði Hunter í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri tilbúinn til að fara í fangelsi. Hann sagðist vonast til þess að eiginkona hans myndi sleppa við fangelsisvist og að réttarhöld hefðu komið verulega niður á þremur börnum þeirra. Refsing Hunter verður þó ákveðin af dómara og dómsuppkvaðning fer fram þann 17. mars. Bandaríkin Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann David Lynch er látinn Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Sjá meira
Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, játaði í gær að hafa misnotað 150 þúsund dali úr kosningasjóðum sínum. Hunter situr nú á þingi og hefur gert það í ellefu ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær sagðist Hunter hafa gert mistök. Hann hafi ekki fylgst nægilega vel með eyðslu framboðs síns. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hunter og eiginkona hans voru upprunalega sökuð um 60 brot og að hafa eytt 250 þúsund dölum úr kosningasjóðum hans. Meðal annars var Hunter sakaður um að nota kosningasjóði sína í ferðalög, tannlækningar, skólagjöld, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu, framhjáhöld og ýmislegt annað. Hann og eiginkona hans reyndu svo að fela útgjöldin.Sjá einnig: Notaði kosningasjóði sem eigin sparibaukaHunter hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og sagt ásakanirnar vera „nornaveiðar“ en hann var einn af fyrstu þingmönnum Repúblikanaflokksins sem lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Játning hans var liður í samkomulagi við saksóknara. Það felur í sér að hann viðurkennir að hann og eiginkona hans hafi notað kosningasjóði ólöglega rúmlega 30 sinnum frá 2010 til 2016. Hann er annar þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur játað á þessu ári að hafa brotið lög. Margaret Hunter, eiginkona hans, gerði samkomulag við saksóknara í sumar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Vegna þessa bar hún vitni gegn eiginmanni sínum. Hún gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist en ekki liggur fyrir hvort þess verði krafist. Vegna hjálpar hennar gæti hún komist hjá því að sitja í fangelsi.Saksóknarinn Phil Halpern gagnrýndi Hunter í dag fyrir að hafa áður talað um „nornaveiðar“ gegn sér. Hann sagði engan embættismann, sama í hvaða embætti þeir væru, eiga að komast upp með að garga „nornaveiðar“ eða „falskar fréttir“ til að hylma yfir brot sín. Halpern sagði einnig að hann myndi sækjast eftir því að Hunter yrði gert að sitja í fangelsi vegna brota sinna. Lágmarksrefsing yrði þá eitt ár í fangelsi en Halpern segist ætla að fara fram á lengri dóm. Sjálfur sagði Hunter í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri tilbúinn til að fara í fangelsi. Hann sagðist vonast til þess að eiginkona hans myndi sleppa við fangelsisvist og að réttarhöld hefðu komið verulega niður á þremur börnum þeirra. Refsing Hunter verður þó ákveðin af dómara og dómsuppkvaðning fer fram þann 17. mars.
Bandaríkin Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann David Lynch er látinn Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent