Umhverfisráðherra ekki grænn, heldur rauður! Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. apríl 2020 10:00 Í september 2019 ritaði Fagráð um velferð dýra - en yfirdýralæknir er formaður ráðsins - Umhverfisstofnun bréf, varðandi framtíð hreindýraveiða, og beindi þeim tilmælum til stofnunarinnar og þar með til umhverfisráðherra, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða“. Fram til þessa hafði umhverfisráðherra leyft veiðar á hreindýrakúm frá 1. júlí, en þá eru yngstu kálfar rétt 8 vikna og standa ekki meira en svo í fæturna, eins og mörgum er kunnugt. Flestum - alla vega öllum dýra- og náttúruvinum - ofbýður þetta, og hefði mátt ætla, að umhverfisráðherra væri í þeim hópi, enda nú varaformaður Vinstri grænna, sem auðvitað þykjast vera græn, þó að lítið hafi farið fyrir því, þrátt fyrir stjórnarsetu og -forustu nú í tvö og hálft ár. Þann 19. febrúar sl. birtist svo á vefsíðu umhverfisráðuneytisins auglýsing um hreindýraveiðar árið 2020. Þessi auglýsing sýnir, því miður, að veiðimenn hafa haft betri aðgang að umhverfisráðherra, en Fagráð um velferð dýra og yfirdýralæknir, eða þá, að samkennd ráðherra með þeim og þeirra veiðigleði er meiri, en samkennd hans með saklausum og varnarlausum dýrum, hverra velferð honum er þó skylt að bera fyrir brjósti. Fram hefur komið, að umhverfisráðherra kann að meta jarðveginn og landið, sem í sjálfu sér er af hinu góða, svo langt sem það nær, en skilning virðist skorta hjá honum fyrir því, að landið og lífríkið á því mynda eina heild. Augljóst er af þessari afgreiðslu hreindýraveiða 2020, þar sem veiðitímar eru óbreyttir, og hreindýrakýr verða áfram skotnar með og frá 8 vikna gömlum kálfum þeirra, að dýravernd og dýravelferð veldur umhverfis-ráðherra ekki vökunóttum. Umhverfisráðherra fylgir veiðimönnum í einu og öllu í ákvörðun sinni um hreindýraveiðar 2020, nema, hvað hann reynir sýnilega, að réttlæta lítillega gjörðir sínar með því, að „hvetja veiðimenn eindregið“ til þess að veita kúm með kálfa grið í 2 vikur, með því að einbeita þá drápinu að geldum kúm. Góðir og virkir stjórnunarhættir það, til manna, sem hafa engar tilfinningar fyrir dýrunum - kálfum eða kúm -, en, ef svo væri, lægju þeir ekki í því, að murka úr þeim lífið, að gamni sínu. Í ágúst í fyrra birtist grein í Fréttablaðinu með fyrirsögninni „Rómantískt að veiða saman“. Gekk hún út á dráp hjóna úr Reykjavík á tveimur hreindýrum, sem þau felldu saman, sér til skemmtunar og gleði og greinilega til að auka rómantíkina í hjónabandinu. Ætli svona veiðimenn, sem líka fara dýrum dómum alla leið til Afríku til þess að murka líftóruna úr saklausum villtum dýrum þar, sér til lífsfyllingar og gleðiauka, og aðrir, sem eru skyldir þeim í tilfinningalífi sínu og sama sinnis, geri mikið með „eindregna hvatningu“ umhverfisráðherra? Það mætti líkja þessu við það, að ökumenn væru „eindregið hvattir“ til að aka á hóflegum hraða í þéttbýli, í stað þess að setja skýrar reglur um hraða þar, sem auðvitað er gert. Því miður liggur það fyrir, eftir að umhverfisráðherra hefur gegnt starfi sínu í tvö og hálft ár, að hvergi er hægt að sjá merki þess, að hann hafir gert eitt eða neitt fyrir vernd eða velferð dýra í landinu. Á þó slíkt að vera á stefnuskrá VG, en það virðist grafið og gleymt ásamt með hvalavernd og ýmsu öðru, sem flokkurinn segist standa fyrir. Eitt er það, að umhverfisráðherra hunzi afstöðu og tilmæli okkar Jarðarvina og annarra náttúruverndarsinna og virði vernd dýranna og baráttu okkar fyrir velferð þeirra að vettugi, annað og verra er, að hann skulir taka óheftan veiðvilja veiðimanna - líka innan Umhverfisstofnunar, en þar eru þeir enn með rík ítök, það sama gildir um Nátúrustofu Austurlands, sem er miðstöð fjárflæðis af drápi dýranna, í allar áttir austur þar, sem nemur hundruð milljóna á ári – fram yfir tilmæli Fagráðs um velferð dýra. Fyrir undirrituðum er þetta alvarlegt, illskiljanlegt og óviðunandi. Það er öllum dýravinum mikil vonbrigði, hversu huglaus og dáðlaus umhverfisráðherra hefur reynzt í dýraverndarmálum, þrátt fyrir stórar skyldur og yfirlýsta dýraverndarstefnu VG. Hvernig skyldu kjósendum VG líka þetta? Skyldi formaðurinn vera stoltur? Það er illt, að bregðast öðrum, en kannske enn verra að bregðast sjálfum sér. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotveiði Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í september 2019 ritaði Fagráð um velferð dýra - en yfirdýralæknir er formaður ráðsins - Umhverfisstofnun bréf, varðandi framtíð hreindýraveiða, og beindi þeim tilmælum til stofnunarinnar og þar með til umhverfisráðherra, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða“. Fram til þessa hafði umhverfisráðherra leyft veiðar á hreindýrakúm frá 1. júlí, en þá eru yngstu kálfar rétt 8 vikna og standa ekki meira en svo í fæturna, eins og mörgum er kunnugt. Flestum - alla vega öllum dýra- og náttúruvinum - ofbýður þetta, og hefði mátt ætla, að umhverfisráðherra væri í þeim hópi, enda nú varaformaður Vinstri grænna, sem auðvitað þykjast vera græn, þó að lítið hafi farið fyrir því, þrátt fyrir stjórnarsetu og -forustu nú í tvö og hálft ár. Þann 19. febrúar sl. birtist svo á vefsíðu umhverfisráðuneytisins auglýsing um hreindýraveiðar árið 2020. Þessi auglýsing sýnir, því miður, að veiðimenn hafa haft betri aðgang að umhverfisráðherra, en Fagráð um velferð dýra og yfirdýralæknir, eða þá, að samkennd ráðherra með þeim og þeirra veiðigleði er meiri, en samkennd hans með saklausum og varnarlausum dýrum, hverra velferð honum er þó skylt að bera fyrir brjósti. Fram hefur komið, að umhverfisráðherra kann að meta jarðveginn og landið, sem í sjálfu sér er af hinu góða, svo langt sem það nær, en skilning virðist skorta hjá honum fyrir því, að landið og lífríkið á því mynda eina heild. Augljóst er af þessari afgreiðslu hreindýraveiða 2020, þar sem veiðitímar eru óbreyttir, og hreindýrakýr verða áfram skotnar með og frá 8 vikna gömlum kálfum þeirra, að dýravernd og dýravelferð veldur umhverfis-ráðherra ekki vökunóttum. Umhverfisráðherra fylgir veiðimönnum í einu og öllu í ákvörðun sinni um hreindýraveiðar 2020, nema, hvað hann reynir sýnilega, að réttlæta lítillega gjörðir sínar með því, að „hvetja veiðimenn eindregið“ til þess að veita kúm með kálfa grið í 2 vikur, með því að einbeita þá drápinu að geldum kúm. Góðir og virkir stjórnunarhættir það, til manna, sem hafa engar tilfinningar fyrir dýrunum - kálfum eða kúm -, en, ef svo væri, lægju þeir ekki í því, að murka úr þeim lífið, að gamni sínu. Í ágúst í fyrra birtist grein í Fréttablaðinu með fyrirsögninni „Rómantískt að veiða saman“. Gekk hún út á dráp hjóna úr Reykjavík á tveimur hreindýrum, sem þau felldu saman, sér til skemmtunar og gleði og greinilega til að auka rómantíkina í hjónabandinu. Ætli svona veiðimenn, sem líka fara dýrum dómum alla leið til Afríku til þess að murka líftóruna úr saklausum villtum dýrum þar, sér til lífsfyllingar og gleðiauka, og aðrir, sem eru skyldir þeim í tilfinningalífi sínu og sama sinnis, geri mikið með „eindregna hvatningu“ umhverfisráðherra? Það mætti líkja þessu við það, að ökumenn væru „eindregið hvattir“ til að aka á hóflegum hraða í þéttbýli, í stað þess að setja skýrar reglur um hraða þar, sem auðvitað er gert. Því miður liggur það fyrir, eftir að umhverfisráðherra hefur gegnt starfi sínu í tvö og hálft ár, að hvergi er hægt að sjá merki þess, að hann hafir gert eitt eða neitt fyrir vernd eða velferð dýra í landinu. Á þó slíkt að vera á stefnuskrá VG, en það virðist grafið og gleymt ásamt með hvalavernd og ýmsu öðru, sem flokkurinn segist standa fyrir. Eitt er það, að umhverfisráðherra hunzi afstöðu og tilmæli okkar Jarðarvina og annarra náttúruverndarsinna og virði vernd dýranna og baráttu okkar fyrir velferð þeirra að vettugi, annað og verra er, að hann skulir taka óheftan veiðvilja veiðimanna - líka innan Umhverfisstofnunar, en þar eru þeir enn með rík ítök, það sama gildir um Nátúrustofu Austurlands, sem er miðstöð fjárflæðis af drápi dýranna, í allar áttir austur þar, sem nemur hundruð milljóna á ári – fram yfir tilmæli Fagráðs um velferð dýra. Fyrir undirrituðum er þetta alvarlegt, illskiljanlegt og óviðunandi. Það er öllum dýravinum mikil vonbrigði, hversu huglaus og dáðlaus umhverfisráðherra hefur reynzt í dýraverndarmálum, þrátt fyrir stórar skyldur og yfirlýsta dýraverndarstefnu VG. Hvernig skyldu kjósendum VG líka þetta? Skyldi formaðurinn vera stoltur? Það er illt, að bregðast öðrum, en kannske enn verra að bregðast sjálfum sér. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun