Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 07:40 Frá ávarpi Obama til útskriftarárganga háskóla í gær. Vísir/AP Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er áfram gagnrýninn á viðbrögð Donalds Trump og ríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Hann segir marga embættismenn „ekki einu sinni þykjast vera við stjórnvölinn.“ Þetta sagði Obama í ávarpi sem hann flutti á netinu og beindist að þeim ungmennum sem nú útskrifast úr háskólum Bandaríkjanna. Útskriftir víða um heim hafa þurft að vera með öðruvísi sniði sökum þeirra reglna sem komið hefur verið á til þess að forða útbreiðslu kórónuveirunnar. Í ávarpinu sagði Obama að faraldurinn hefði varpað ljósi á annmarka í forystu landsins. „Meira en nokkuð annað hefur þessi heimsfaraldur algerlega og loksins svipt hulunni af þeirri hugmynd að margt af því fólki sem stjórnar viti hvað það er að gera. Margt þeirra er ekki einu sinni að þykjast vera við stjórnvölinn,“ sagði Obama. Þetta er í annað sinn á fáeinum dögum sem forsetinn fyrrverandi lét hörð gagnrýnisorð falla um stjórn Trumps og viðbrögð hennar við faraldrinum. Í síðustu viku lak innihald símafundar þar sem hann kallaði viðbrögð stjórnvalda „skipulagslaust stórslys.“ Ekkert ríki hefur staðfest fleiri tilfelli kórónuveirunnar en Bandaríkin. Rétt rúmlega ein og hálf milljón manna hefur greinst með veiruna. Þá hafa hvergi látist fleiri af völdum veirunnar en í Bandaríkjunum. Þar hafa rúmlega 90 þúsund látið lífið, þar af 1.218 síðasta heila sólarhringinn. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er áfram gagnrýninn á viðbrögð Donalds Trump og ríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Hann segir marga embættismenn „ekki einu sinni þykjast vera við stjórnvölinn.“ Þetta sagði Obama í ávarpi sem hann flutti á netinu og beindist að þeim ungmennum sem nú útskrifast úr háskólum Bandaríkjanna. Útskriftir víða um heim hafa þurft að vera með öðruvísi sniði sökum þeirra reglna sem komið hefur verið á til þess að forða útbreiðslu kórónuveirunnar. Í ávarpinu sagði Obama að faraldurinn hefði varpað ljósi á annmarka í forystu landsins. „Meira en nokkuð annað hefur þessi heimsfaraldur algerlega og loksins svipt hulunni af þeirri hugmynd að margt af því fólki sem stjórnar viti hvað það er að gera. Margt þeirra er ekki einu sinni að þykjast vera við stjórnvölinn,“ sagði Obama. Þetta er í annað sinn á fáeinum dögum sem forsetinn fyrrverandi lét hörð gagnrýnisorð falla um stjórn Trumps og viðbrögð hennar við faraldrinum. Í síðustu viku lak innihald símafundar þar sem hann kallaði viðbrögð stjórnvalda „skipulagslaust stórslys.“ Ekkert ríki hefur staðfest fleiri tilfelli kórónuveirunnar en Bandaríkin. Rétt rúmlega ein og hálf milljón manna hefur greinst með veiruna. Þá hafa hvergi látist fleiri af völdum veirunnar en í Bandaríkjunum. Þar hafa rúmlega 90 þúsund látið lífið, þar af 1.218 síðasta heila sólarhringinn.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira