Markaðir vestanhafs braggast eftir mikla lækkun Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 14:18 FJárfestar hafa verið með böggum hildar vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. FJöldi ríkja hefur gripið til ferða- og samkomutakmarkana undanfarna daga og vikur. AP/Mark Lennihan Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku við sér í morgun eftir mestu lækkun sem sést hefur frá því í fjármálahruninu árið 2008 í gær. Fjárfestar eru sagðir bíða eftir að Bandaríkjastjórn kynni aðgerðir til að milda efnahagslegt áfall af völdum kórónuveirunnar. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur eftir að hlutabréf lækkuðu um sjö prósentustig strax eftir opnun í Bandaríkjunum í gær. Það hafði ekki gerst frá því í desember árið 2008. Lækkunin gekk til baka að hluta til við opnun í morgun. Dow Jones-vísitalan hækkaði mest um átta hundruð punkta og Standard & Poor‘s 500-vísitalan hækkaði um 2,5 prósentustig. Nasdaq hækkaði um 2,4 stig, að sögn Washington Post. Áður höfðu markaðir í Asíu og Evrópu tekið aðeins við sér eftir áfall í gær sem var rakið til verðfalls á olíu. Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi um hátt í 30% vegna verðstríðs olíuútflutningsríkjanna Sádi-Arabíu og Rússlands. Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði í gær ýmsar aðgerðir til að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar sem breiðist nú um heiminn. Lækkun á launatengdum gjöldum, aðstoð við launafólk og stuðningur við flugfélög, skemmtiferðaskipaútgerðir og hóteliðnaðinn eru sagðar inni í myndinni. Forsetinn sagðist ætla að kynna aðgerðirnar í nánari atriðum í dag. Wuhan-veiran Bandaríkin Tengdar fréttir Dow Jones-vísitalan hrundi um 7,8 prósentustig Dow Jones vísitalan hrundi um 7,8% á mörkuðum í dag en um er að ræða mestu lækkun hennar frá efnahagshruninu árið 2008 9. mars 2020 19:35 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku við sér í morgun eftir mestu lækkun sem sést hefur frá því í fjármálahruninu árið 2008 í gær. Fjárfestar eru sagðir bíða eftir að Bandaríkjastjórn kynni aðgerðir til að milda efnahagslegt áfall af völdum kórónuveirunnar. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur eftir að hlutabréf lækkuðu um sjö prósentustig strax eftir opnun í Bandaríkjunum í gær. Það hafði ekki gerst frá því í desember árið 2008. Lækkunin gekk til baka að hluta til við opnun í morgun. Dow Jones-vísitalan hækkaði mest um átta hundruð punkta og Standard & Poor‘s 500-vísitalan hækkaði um 2,5 prósentustig. Nasdaq hækkaði um 2,4 stig, að sögn Washington Post. Áður höfðu markaðir í Asíu og Evrópu tekið aðeins við sér eftir áfall í gær sem var rakið til verðfalls á olíu. Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi um hátt í 30% vegna verðstríðs olíuútflutningsríkjanna Sádi-Arabíu og Rússlands. Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði í gær ýmsar aðgerðir til að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar sem breiðist nú um heiminn. Lækkun á launatengdum gjöldum, aðstoð við launafólk og stuðningur við flugfélög, skemmtiferðaskipaútgerðir og hóteliðnaðinn eru sagðar inni í myndinni. Forsetinn sagðist ætla að kynna aðgerðirnar í nánari atriðum í dag.
Wuhan-veiran Bandaríkin Tengdar fréttir Dow Jones-vísitalan hrundi um 7,8 prósentustig Dow Jones vísitalan hrundi um 7,8% á mörkuðum í dag en um er að ræða mestu lækkun hennar frá efnahagshruninu árið 2008 9. mars 2020 19:35 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Dow Jones-vísitalan hrundi um 7,8 prósentustig Dow Jones vísitalan hrundi um 7,8% á mörkuðum í dag en um er að ræða mestu lækkun hennar frá efnahagshruninu árið 2008 9. mars 2020 19:35
Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01
Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00
Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent