Íslendingar áætla að eyða ríflega 70 þúsund krónum í innanlandsferðalög Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. maí 2020 13:24 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands telja að ferðagjöf stjórnvalda og hvatningarátak muni hafa afar jákvæð áhrif á ferðamennsku innanlands. Vísir/Egill Stór hluti Íslendinga hyggst ferðast innanlands í sumar og áætlar að verja ríflega sjötíu þúsund krónum í ferðlögin. Næstum sex af hverjum tíu ætlar ekki til útlanda fyrr en eftir sex mánuði. Ferðagjöf, stafrænt gjafabréf stjórnvalda var kynnt í morgun Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu, einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu á tímum kórónuveirufaraldursins. Hver Íslendingur fær um fimm þúsund krónur í sinn hlut. Áætlað er að átakið hefjist í byrjun júní og samhliða fer af stað hvatningarátak um ferðalög innanlands. Verkefnið er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samtarfi við Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Stafræns Íslands. Einstakt tækifæri til að kynnast landinu Andri Heiðar Kristinsson er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. „Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast innanlands og ferðagjöfin verður í formi smáforrits í farsíma þannig að allir geta nálgast hana. Það er hægt að fara nokkrar leiðir í að sækja ferðagjöfina. Það verður hægt að fara í App Store í símanum og sækja það þar eða notað rafræn skilríki eða Íslykillinn svokallaða. Það verður hægt að gefa öðrum hana . Það verður hægt að nota hana á staðnum en það verður líka hægt að bóka beint hjá ferðaþjónustufyrirtækjum,“ segor Andri. Hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld [Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur að átak stjórnvalda muni hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Ferðagjöfin mun nýtast landsmönnum og ferðaþjónustunni en hún er líka hluti af stærra hvatningarátaki til að fá fólk til að ferðast innanlands í sumar. Nú verður lítið af erlendum ferðamönnum en þeir hafa verið um átta sinnum fleiri en Íslendingar. Það er talsvert mikið að fara út af markaðnum en við erum að gera ráð fyrir að Íslendingar muni ferðast um landið í sumar, ferðaávísunin, hvatningarátakið og það sem fyrirtæki eru að gera mun allt saman vega upp það tap sem fækkun erlendra ferðamanna er,“ segir Skarphéðinn. Á fundinum voru kynntar niðurstöður könnunar á vegum Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga um landið. MMR framkvæmdi könnunina og Þar kom fram að í janúar hugðust 94% Íslendingar ferðast innan- og utanlands. Í könnun sem var gerð í mars sögðust tæplega sex af hverjum tíu ekki ætla að ferðast til útlanda næstu sex mánuði sama hlutfall ætlar í þrjú til sjö ferðir innanlands í sumar. Flestir ætla að heimsækja norður- og suðurland og langflestir ætla að stunda jarðböð eða sund enda er náttúran aðal aðdráttaraflið samkvæmt könnuninni. Að meðaltali áætlar fólk að verja um 72.000 krónum í ferðalögin innanlands í sumar. „Ég hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld og hef þá trú að þegar innlend ferðaþjónustufyrirtæki fara að bjóða sína góðu þjónustu þá verði það þannig,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35 Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Hver Íslendingur fær um 5300 krónur í sinn hlut. 8. maí 2020 15:40 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Stór hluti Íslendinga hyggst ferðast innanlands í sumar og áætlar að verja ríflega sjötíu þúsund krónum í ferðlögin. Næstum sex af hverjum tíu ætlar ekki til útlanda fyrr en eftir sex mánuði. Ferðagjöf, stafrænt gjafabréf stjórnvalda var kynnt í morgun Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu, einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu á tímum kórónuveirufaraldursins. Hver Íslendingur fær um fimm þúsund krónur í sinn hlut. Áætlað er að átakið hefjist í byrjun júní og samhliða fer af stað hvatningarátak um ferðalög innanlands. Verkefnið er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samtarfi við Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Stafræns Íslands. Einstakt tækifæri til að kynnast landinu Andri Heiðar Kristinsson er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. „Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast innanlands og ferðagjöfin verður í formi smáforrits í farsíma þannig að allir geta nálgast hana. Það er hægt að fara nokkrar leiðir í að sækja ferðagjöfina. Það verður hægt að fara í App Store í símanum og sækja það þar eða notað rafræn skilríki eða Íslykillinn svokallaða. Það verður hægt að gefa öðrum hana . Það verður hægt að nota hana á staðnum en það verður líka hægt að bóka beint hjá ferðaþjónustufyrirtækjum,“ segor Andri. Hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld [Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur að átak stjórnvalda muni hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Ferðagjöfin mun nýtast landsmönnum og ferðaþjónustunni en hún er líka hluti af stærra hvatningarátaki til að fá fólk til að ferðast innanlands í sumar. Nú verður lítið af erlendum ferðamönnum en þeir hafa verið um átta sinnum fleiri en Íslendingar. Það er talsvert mikið að fara út af markaðnum en við erum að gera ráð fyrir að Íslendingar muni ferðast um landið í sumar, ferðaávísunin, hvatningarátakið og það sem fyrirtæki eru að gera mun allt saman vega upp það tap sem fækkun erlendra ferðamanna er,“ segir Skarphéðinn. Á fundinum voru kynntar niðurstöður könnunar á vegum Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga um landið. MMR framkvæmdi könnunina og Þar kom fram að í janúar hugðust 94% Íslendingar ferðast innan- og utanlands. Í könnun sem var gerð í mars sögðust tæplega sex af hverjum tíu ekki ætla að ferðast til útlanda næstu sex mánuði sama hlutfall ætlar í þrjú til sjö ferðir innanlands í sumar. Flestir ætla að heimsækja norður- og suðurland og langflestir ætla að stunda jarðböð eða sund enda er náttúran aðal aðdráttaraflið samkvæmt könnuninni. Að meðaltali áætlar fólk að verja um 72.000 krónum í ferðalögin innanlands í sumar. „Ég hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld og hef þá trú að þegar innlend ferðaþjónustufyrirtæki fara að bjóða sína góðu þjónustu þá verði það þannig,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35 Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Hver Íslendingur fær um 5300 krónur í sinn hlut. 8. maí 2020 15:40 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35
Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Hver Íslendingur fær um 5300 krónur í sinn hlut. 8. maí 2020 15:40