Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 07:30 Þessar fjórar ofurstjörnur NBA-deildarinnar (Paul George, Anthony Davis, Kawhi Leonard og LeBron James) eru allar á leiðinni í Disney World saman. Brian Rothmuller/Getty Images Í gærkvöld samþykktu forráðamenn allra liða í NBA-deildinni í körfubolta, nema eitt, breytt fyrirkomulag deildarinnar. Munu 22 lið mæta til leiks í Disney World í Orlando til að skera úr um hvaða 16 lið komast í úrslitakeppnina. Af þeim 30 liðum sem kusu þá voru það aðeins Portland Trail Blazers á móti tillögunni. Adrian Wojnarowski, líklega best tengdi blaðamaður heims þegar kemur að NBA deildinni, greindi frá. Sources -- NBA approves 22-team format to finish season by 29-1 vote https://t.co/Byzc8bRNMI— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 4, 2020 „Samþykki stjórnarinnar er mikilvægt skref í átt þess að geta haldið áfram með tímabilið. Þó miklar hindranir séu til staðar vegna COVID-19 þá erum við bjartsýn á að klára tímabilið á öruggan og ábyrgan hátt í samráði við heilbrigðisyfirvöld,“ sagði Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar eftir að ljóst var að forráðamenn liðanna höfðu samþykkt tillöguna. Verða liðin skimuð daglega fyrir kórónuveirunni og þó svo að liðin fái að fara í golf eða út að borða munu þau þurfa að virða fjöldatakmarkanir og virða tveggja metra regluna frægu. Ef leikmaður greinist með veiruna mun hann fara í sóttkví og svo lengi sem enginn annar í liðinu sé smitaður mun liðið halda áfram að spila samkvæmt áætlun. Samkvæmt nýju áætlun deildarinnar munu þrettán lið úr Vesturdeildinni og níu úr Austurdeildinni leika átta leiki hvert til að ákvarða hvar liðin enda í hvorri deild fyrir sig. Öll sextán liðin sem eru nú þegar í sæti sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni – átta í hvorri deild – mæta til leiks í Disney World ásamt þeim sex liðum sem eru innan við sex sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Það eru New Orleans Pelicans, Portland Trail Blazers, San Antonio Spurs, Sacramento Kings, Phoenix Suns og Washington Wizards. Fari það svo að liðið sem endar í 9. sæti í sinni deild sé aðeins fjórum sigurleikjum frá 8. sætinu og þar með sæti í úrslitakeppni þá mætast þau innbyrðis til að skera úr um hvort fer í úrslitakeppnina. Liðið í 9. sæti þyrfti að vinna tvo leiki af tveimur á meðan liðinu í 8. sæti dugir einn sigur. What the NBA will look like when it resumes on July 31 pic.twitter.com/wmBltZulMB— Bleacher Report (@BleacherReport) June 4, 2020 Samkvæmt heimildum ESPN munu liðini byrja að æfa í Orlando þann 9. júlí næstkomandi. Þá munu allir leikir sem og æfingar fara fram í Disney World. Þann 12. október er svo áætlað að deildinni verði lokið. Alls verður spilað á þremur völlum en fjórir klukkutímar verða á milli leikja. Reiknað með því að hvert lið þurfi að spila allavega einu sinni bak í bak, það er tvo leiki á tveimur dögum, á meðan deildarkeppnin er kláruð. Þá verður úrslitaviðureign deildarinnar leikin annan hvern dag en lið þurfa enn að vinna fjóra leiki til að tryggja sér sigur. Einnig eru komnar dagsetningar á þá ýmsu viðburði sem fylgja NBA ár hvert. Nýliðalottó deildarinnar fer fram 25. ágúst og nýliðavalið sjálft þann 15. október. Samningslausir leikmenn mega semja við ný lið 18. október og að lokum er stefnt að því að hefja næsta tímabil þann 1. desember. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Steph Curry og Klay Thompson mótmæltu báðir á götum Oakland Leikmenn úr NBA deildinni hafa tekið virkan þátt í mótmælunum í Bandaríkjunum. 4. júní 2020 15:30 Íslenska Domino´s deildin hefst á sama tíma og NBA-deildin mun klárast Allt lítur út fyrir að lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfubolta fari fram í lok september og byrjun október. Leikur sjö í lokaúrslitum NBA hefur verið settur á 12. október. 3. júní 2020 17:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Í gærkvöld samþykktu forráðamenn allra liða í NBA-deildinni í körfubolta, nema eitt, breytt fyrirkomulag deildarinnar. Munu 22 lið mæta til leiks í Disney World í Orlando til að skera úr um hvaða 16 lið komast í úrslitakeppnina. Af þeim 30 liðum sem kusu þá voru það aðeins Portland Trail Blazers á móti tillögunni. Adrian Wojnarowski, líklega best tengdi blaðamaður heims þegar kemur að NBA deildinni, greindi frá. Sources -- NBA approves 22-team format to finish season by 29-1 vote https://t.co/Byzc8bRNMI— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 4, 2020 „Samþykki stjórnarinnar er mikilvægt skref í átt þess að geta haldið áfram með tímabilið. Þó miklar hindranir séu til staðar vegna COVID-19 þá erum við bjartsýn á að klára tímabilið á öruggan og ábyrgan hátt í samráði við heilbrigðisyfirvöld,“ sagði Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar eftir að ljóst var að forráðamenn liðanna höfðu samþykkt tillöguna. Verða liðin skimuð daglega fyrir kórónuveirunni og þó svo að liðin fái að fara í golf eða út að borða munu þau þurfa að virða fjöldatakmarkanir og virða tveggja metra regluna frægu. Ef leikmaður greinist með veiruna mun hann fara í sóttkví og svo lengi sem enginn annar í liðinu sé smitaður mun liðið halda áfram að spila samkvæmt áætlun. Samkvæmt nýju áætlun deildarinnar munu þrettán lið úr Vesturdeildinni og níu úr Austurdeildinni leika átta leiki hvert til að ákvarða hvar liðin enda í hvorri deild fyrir sig. Öll sextán liðin sem eru nú þegar í sæti sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni – átta í hvorri deild – mæta til leiks í Disney World ásamt þeim sex liðum sem eru innan við sex sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Það eru New Orleans Pelicans, Portland Trail Blazers, San Antonio Spurs, Sacramento Kings, Phoenix Suns og Washington Wizards. Fari það svo að liðið sem endar í 9. sæti í sinni deild sé aðeins fjórum sigurleikjum frá 8. sætinu og þar með sæti í úrslitakeppni þá mætast þau innbyrðis til að skera úr um hvort fer í úrslitakeppnina. Liðið í 9. sæti þyrfti að vinna tvo leiki af tveimur á meðan liðinu í 8. sæti dugir einn sigur. What the NBA will look like when it resumes on July 31 pic.twitter.com/wmBltZulMB— Bleacher Report (@BleacherReport) June 4, 2020 Samkvæmt heimildum ESPN munu liðini byrja að æfa í Orlando þann 9. júlí næstkomandi. Þá munu allir leikir sem og æfingar fara fram í Disney World. Þann 12. október er svo áætlað að deildinni verði lokið. Alls verður spilað á þremur völlum en fjórir klukkutímar verða á milli leikja. Reiknað með því að hvert lið þurfi að spila allavega einu sinni bak í bak, það er tvo leiki á tveimur dögum, á meðan deildarkeppnin er kláruð. Þá verður úrslitaviðureign deildarinnar leikin annan hvern dag en lið þurfa enn að vinna fjóra leiki til að tryggja sér sigur. Einnig eru komnar dagsetningar á þá ýmsu viðburði sem fylgja NBA ár hvert. Nýliðalottó deildarinnar fer fram 25. ágúst og nýliðavalið sjálft þann 15. október. Samningslausir leikmenn mega semja við ný lið 18. október og að lokum er stefnt að því að hefja næsta tímabil þann 1. desember.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Steph Curry og Klay Thompson mótmæltu báðir á götum Oakland Leikmenn úr NBA deildinni hafa tekið virkan þátt í mótmælunum í Bandaríkjunum. 4. júní 2020 15:30 Íslenska Domino´s deildin hefst á sama tíma og NBA-deildin mun klárast Allt lítur út fyrir að lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfubolta fari fram í lok september og byrjun október. Leikur sjö í lokaúrslitum NBA hefur verið settur á 12. október. 3. júní 2020 17:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Steph Curry og Klay Thompson mótmæltu báðir á götum Oakland Leikmenn úr NBA deildinni hafa tekið virkan þátt í mótmælunum í Bandaríkjunum. 4. júní 2020 15:30
Íslenska Domino´s deildin hefst á sama tíma og NBA-deildin mun klárast Allt lítur út fyrir að lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfubolta fari fram í lok september og byrjun október. Leikur sjö í lokaúrslitum NBA hefur verið settur á 12. október. 3. júní 2020 17:30