Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 08:08 Mótmælin í Washington-borg í gær eru talin þau fjölmennustu til þessa í mótmælaöldunni sem hófst fyrir að verða tveimur vikum. AP/Jacquelyn Martin Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. Að minnsta kosti tugir þúsunda manna tóku þátt í tólfta degi mótmælanna sem brutust út eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi verið sein til að áætla fjölda mótmælenda en þeir gætu hafa talið hundruð þúsunda. Í Washington-borg safnaðist fólk saman við Lincoln-minnisvarðann og gekk fylktu liði að Hvíta húsinu. Einn miðpunkta mótmælanna var torg sem borgarstjóri Washington nefndi Svört líf skipta máli-torgið rétt norðan við Hvíta húsið. „Mér líður eins og ég fái að vera hluti af sögunni og hluti af hópi fólks sem reynir að breyta heiminum fyrir alla,“ sagði Jamilah Muahyman, íbúi höfðuðborgarinnar, við Hvíta húsið. Fjölbreytni er sögð hafa einkennt mótmælendur í höfuðborginni. „Sérstaklega sem hvít manneskja hagnast ég á óbreyttu ástandi þannig að það að mæta ekki og taka ekki virkan þátt í að rífa niður kerfislægan rasisma gerir með meðsekan,“ sagði Michael Drummund, ríkisstarfsmaður við Reuters um ástæður þess að hann mótmælti í gær. Mótmælendur með hnefa á lofti við Lincoln-minnisvarðann í Washington-borg í gær.AP/Alex Brandon Segja heimatilbúnar „sprengjur“ hafa sært lögreglumenn AP-fréttastofan segir að á landsvísu hafi mótmæli gærdagsins verið að mestu leyti friðsamleg. Hátíðarstemming hafi ríkt frekar en spenna sem einkenndi mótmælin í síðustu viku. Þannig breyttu mótmælendur gatnamótum sums staðar í dansgólf og boðið var upp á snarl og vatn í tjöldum. Margir mótmælendur voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins. Engar fregnir voru af meiriháttar átökum á milli lögreglu og mótmælenda í New York eða Washington. Á vesturströndinni sló þó í brýnu á milli þeirra þegar leið á daginn. Hvíta húsið var víggirt fyrir mótmælin. Donald Trump forseti, sem aflýsti golfferð í einn af klúbbum sínum um helgina, tísti þaðan um að mótmælin væru smærri í sniðum en spáð hafði verið. Í Seattle, þar sem mótmæli voru friðsöm að mestu leyti, skutu lögreglumenn handsprengjum sem stuða fólk til þess að reka mótmælendur frá lögreglustöð. Lögreglan segir að mótmælendur hafi kastað steinum, flöskum og „sprengjum“ sem hafi sært nokkra lögreglumenn án þess að skýra það frekar, að sögn Washington Post. Í New York féllu mótmælendur niður á hné til þess að mótmæla kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Margir voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins sem enn geisar.AP/Craig Ruttle Dauði George Floyd Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56 Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. Að minnsta kosti tugir þúsunda manna tóku þátt í tólfta degi mótmælanna sem brutust út eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi verið sein til að áætla fjölda mótmælenda en þeir gætu hafa talið hundruð þúsunda. Í Washington-borg safnaðist fólk saman við Lincoln-minnisvarðann og gekk fylktu liði að Hvíta húsinu. Einn miðpunkta mótmælanna var torg sem borgarstjóri Washington nefndi Svört líf skipta máli-torgið rétt norðan við Hvíta húsið. „Mér líður eins og ég fái að vera hluti af sögunni og hluti af hópi fólks sem reynir að breyta heiminum fyrir alla,“ sagði Jamilah Muahyman, íbúi höfðuðborgarinnar, við Hvíta húsið. Fjölbreytni er sögð hafa einkennt mótmælendur í höfuðborginni. „Sérstaklega sem hvít manneskja hagnast ég á óbreyttu ástandi þannig að það að mæta ekki og taka ekki virkan þátt í að rífa niður kerfislægan rasisma gerir með meðsekan,“ sagði Michael Drummund, ríkisstarfsmaður við Reuters um ástæður þess að hann mótmælti í gær. Mótmælendur með hnefa á lofti við Lincoln-minnisvarðann í Washington-borg í gær.AP/Alex Brandon Segja heimatilbúnar „sprengjur“ hafa sært lögreglumenn AP-fréttastofan segir að á landsvísu hafi mótmæli gærdagsins verið að mestu leyti friðsamleg. Hátíðarstemming hafi ríkt frekar en spenna sem einkenndi mótmælin í síðustu viku. Þannig breyttu mótmælendur gatnamótum sums staðar í dansgólf og boðið var upp á snarl og vatn í tjöldum. Margir mótmælendur voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins. Engar fregnir voru af meiriháttar átökum á milli lögreglu og mótmælenda í New York eða Washington. Á vesturströndinni sló þó í brýnu á milli þeirra þegar leið á daginn. Hvíta húsið var víggirt fyrir mótmælin. Donald Trump forseti, sem aflýsti golfferð í einn af klúbbum sínum um helgina, tísti þaðan um að mótmælin væru smærri í sniðum en spáð hafði verið. Í Seattle, þar sem mótmæli voru friðsöm að mestu leyti, skutu lögreglumenn handsprengjum sem stuða fólk til þess að reka mótmælendur frá lögreglustöð. Lögreglan segir að mótmælendur hafi kastað steinum, flöskum og „sprengjum“ sem hafi sært nokkra lögreglumenn án þess að skýra það frekar, að sögn Washington Post. Í New York féllu mótmælendur niður á hné til þess að mótmæla kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Margir voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins sem enn geisar.AP/Craig Ruttle
Dauði George Floyd Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56 Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56
Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20