Að bjóða heiminn velkominn Kári Stefánsson skrifar 8. júní 2020 12:15 Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. Stundum leið hann löturhægt og sú eining sem dagatalið mældi sem einn dag tók þrjár aldir og stundum bara brot úr sekúndu; tíminn hagaði sér sem sagt eins og fíkill sem tekur amfetamín eina stundina og róandi lyf hina. Við vissum ekki hvað myndi gerast og vorum hrædd, hrædd um okkar nánustu, hrædd um okkur sjálf og hrædd um land okkar og þjóð. Allt fór samt betur en á horfðist og í fyrstu glímunni lögðum við Covid-19 á mjaðmahykk. En hvað gerist næst? Hvað eigum við að gera næst? Spurningarnar sem eru eldsneyti þess kvíða sem faraldurinn skyldi eftir eru margar og þótt flestar séu einstaklingsbundnar eða persónulegar eru nokkrar þess eðlis að svör við þeim hafa áhrif á okkur öll: 1. Eigum við að opna landið aftur fyrir ferðamönnum þannig að þeir þurfi ekki lengur að dvelja tvær vikur í sóttkví? Auðvitað, vegna þess að vikurnar tvær gera það að verkum að enginn ferðamaður kemur. Þetta er líka nauðsynlegt til þess að geta fengið til landsins sérfræðinga til þess að annast viðhald og viðgerðir á flóknum tækjum, til þess að geta haldið ráðstefnur og tekið þátt í heimsmenningunni eins og við skildum hana fyrir Covid-19. 2. Hvenær eigum við að opna landið aftur? Því fyrr þeim mun betra segja öll rök utan sóttvarnarrökin og kannski segja þau það líka. Ef við opnum snemma má leiða að því rök að ágangur verði minni, vegna þess að fólk um allan heim er enn tregt að ferðast. Það má líka leiða að því rök að ef við opnum snemma verði hundraðshluti þeirra sem eru sýktir af þeim sem vilja koma hærri en ef við biðum lengur. Þótt það líti að vissu leyti út sem þversögn þá er frá sóttvarnarsjónarmiði auðveldara að höndla hlutfallslega marga sýkta í litlum hópi en hlutfallslega fáa í stórum, það er að segja ef menn beita skimun. 3. Eigum við að skima eftir veirunni í fólki sem kemur til landsins? Það er lítill vafi á því að það væri skynsamlegt að skima fyrst eftir að landið er opnað vegna þess að án þess værum við í myrkri, hefðum enga hugmynd um það hversu margir smitaðir og smitandi kæmu inn í landið. 4. Hversu gagnlegt er veiruprófið, hversu næmt er það og hversu nákvæmt? Það er býsna nákvæmt en mætti vera næmara en er þó nægilega næmt til þess að gera okkur kleift að hemja faraldurinn. Sem sagt þetta próf reyndist íslenskri þjóð mjög gagnlegt. 5. Eru miklar líkur á því að inn í landið komi ferðamenn sem voru lasnir af Covid-19 en hefur batnað en eru ennþá jákvæðir á veiruprófinu ? Já það eru töluverðar líkur á því vegna þess að 12% þeirra sem greinast eru enn jákvæðir á veiruprófinu 50 dögum eftir greiningu, þegar það eru hverfandi líkur á því að þeir séu smitandi. Það er hins vegar svo að jákvæða prófið þeirra sem sýktust fyrir löngu er að gjarnan svolítið öðruvísi en hjá þeim sem eru enn smitandi. Og síðan hitt að sóttvarnarlæknir hefur í hyggju að leita eftir mótefnum gegn veirunni í öllum þeim sem reynast jákvæðir á veiruprófinu. Þeir sem eru jákvæðir á veiruprófinu og með mótefni gegn veirunni eru ekki líklegir til þess að smita. 6. Hversu lengi ættum við að skima? Skimunin er hugsuð sem tilraun og á niðurstöðum fyrstu daga eða vikna er líkegt að framhaldið ráðist. Ef engin ferðamaður sem kemur til landsins fyrstu tvær vikurnar eftir opnun reynist hýsa veiruna þá er líklegt að dragi úr skimunargleði. Ef enginn reynist smitaður sem kemur frá Noregi, Danmörku og Þýskalandi væri sá möguleiki fyrir hendi að hætta að skima ferðamenn frá þessum löndum, en halda áfram að skima frá öðrum löndum. Við verðum að nálgast skimunina sem tilraun og vera reiðubúin til þess að læra af niðurstöðunum. Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. Við höfum sýnt að við getum einangrað tilfelli sem skjóta upp kollinum þótt þau séu nokkur saman og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu. Hættan sem hlýst af því að opna landið er ásættanleg vegna þess að við höfum mannskap sem kann til verka og á ég hér ekki bara við þríeykið og þeirra fólk heldur líka ríkisstjórn sem hefur dug og kjark til þess að skilja sóttvarnarvandamál eftir í höndunum á þeim sem vita betur og svo stórkostlegt starfslið Landspítalans. Ég vil líka benda á að þegar prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og smitsjúkdómalæknir við Landspítalann gagnrýna hugmyndir um opnun landsins eru þau að gegna þeirri skyldu sinni að veita aðhald þeim sem ráða og án slíks aðhalds færum við skemmstu leið til hins neðra. Við eigum þess kost að opna aftur landið okkar stórkostlega fyrir þeim sem hafa vit á því að koma hingað og það sem meira er við getum gert það með bakið beint og sagt við umheiminn að við séum að gera það á upplýstan máta með því að nota þær aðferðir sem gerðu okkur kleift að kæfa faraldurinn ef ekki í fæðingu hans, þá í æsku. Til áréttingar: Skimunarverkefnið er á ábyrgð og forræði sóttvarnarlæknis. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. Stundum leið hann löturhægt og sú eining sem dagatalið mældi sem einn dag tók þrjár aldir og stundum bara brot úr sekúndu; tíminn hagaði sér sem sagt eins og fíkill sem tekur amfetamín eina stundina og róandi lyf hina. Við vissum ekki hvað myndi gerast og vorum hrædd, hrædd um okkar nánustu, hrædd um okkur sjálf og hrædd um land okkar og þjóð. Allt fór samt betur en á horfðist og í fyrstu glímunni lögðum við Covid-19 á mjaðmahykk. En hvað gerist næst? Hvað eigum við að gera næst? Spurningarnar sem eru eldsneyti þess kvíða sem faraldurinn skyldi eftir eru margar og þótt flestar séu einstaklingsbundnar eða persónulegar eru nokkrar þess eðlis að svör við þeim hafa áhrif á okkur öll: 1. Eigum við að opna landið aftur fyrir ferðamönnum þannig að þeir þurfi ekki lengur að dvelja tvær vikur í sóttkví? Auðvitað, vegna þess að vikurnar tvær gera það að verkum að enginn ferðamaður kemur. Þetta er líka nauðsynlegt til þess að geta fengið til landsins sérfræðinga til þess að annast viðhald og viðgerðir á flóknum tækjum, til þess að geta haldið ráðstefnur og tekið þátt í heimsmenningunni eins og við skildum hana fyrir Covid-19. 2. Hvenær eigum við að opna landið aftur? Því fyrr þeim mun betra segja öll rök utan sóttvarnarrökin og kannski segja þau það líka. Ef við opnum snemma má leiða að því rök að ágangur verði minni, vegna þess að fólk um allan heim er enn tregt að ferðast. Það má líka leiða að því rök að ef við opnum snemma verði hundraðshluti þeirra sem eru sýktir af þeim sem vilja koma hærri en ef við biðum lengur. Þótt það líti að vissu leyti út sem þversögn þá er frá sóttvarnarsjónarmiði auðveldara að höndla hlutfallslega marga sýkta í litlum hópi en hlutfallslega fáa í stórum, það er að segja ef menn beita skimun. 3. Eigum við að skima eftir veirunni í fólki sem kemur til landsins? Það er lítill vafi á því að það væri skynsamlegt að skima fyrst eftir að landið er opnað vegna þess að án þess værum við í myrkri, hefðum enga hugmynd um það hversu margir smitaðir og smitandi kæmu inn í landið. 4. Hversu gagnlegt er veiruprófið, hversu næmt er það og hversu nákvæmt? Það er býsna nákvæmt en mætti vera næmara en er þó nægilega næmt til þess að gera okkur kleift að hemja faraldurinn. Sem sagt þetta próf reyndist íslenskri þjóð mjög gagnlegt. 5. Eru miklar líkur á því að inn í landið komi ferðamenn sem voru lasnir af Covid-19 en hefur batnað en eru ennþá jákvæðir á veiruprófinu ? Já það eru töluverðar líkur á því vegna þess að 12% þeirra sem greinast eru enn jákvæðir á veiruprófinu 50 dögum eftir greiningu, þegar það eru hverfandi líkur á því að þeir séu smitandi. Það er hins vegar svo að jákvæða prófið þeirra sem sýktust fyrir löngu er að gjarnan svolítið öðruvísi en hjá þeim sem eru enn smitandi. Og síðan hitt að sóttvarnarlæknir hefur í hyggju að leita eftir mótefnum gegn veirunni í öllum þeim sem reynast jákvæðir á veiruprófinu. Þeir sem eru jákvæðir á veiruprófinu og með mótefni gegn veirunni eru ekki líklegir til þess að smita. 6. Hversu lengi ættum við að skima? Skimunin er hugsuð sem tilraun og á niðurstöðum fyrstu daga eða vikna er líkegt að framhaldið ráðist. Ef engin ferðamaður sem kemur til landsins fyrstu tvær vikurnar eftir opnun reynist hýsa veiruna þá er líklegt að dragi úr skimunargleði. Ef enginn reynist smitaður sem kemur frá Noregi, Danmörku og Þýskalandi væri sá möguleiki fyrir hendi að hætta að skima ferðamenn frá þessum löndum, en halda áfram að skima frá öðrum löndum. Við verðum að nálgast skimunina sem tilraun og vera reiðubúin til þess að læra af niðurstöðunum. Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. Við höfum sýnt að við getum einangrað tilfelli sem skjóta upp kollinum þótt þau séu nokkur saman og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu. Hættan sem hlýst af því að opna landið er ásættanleg vegna þess að við höfum mannskap sem kann til verka og á ég hér ekki bara við þríeykið og þeirra fólk heldur líka ríkisstjórn sem hefur dug og kjark til þess að skilja sóttvarnarvandamál eftir í höndunum á þeim sem vita betur og svo stórkostlegt starfslið Landspítalans. Ég vil líka benda á að þegar prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og smitsjúkdómalæknir við Landspítalann gagnrýna hugmyndir um opnun landsins eru þau að gegna þeirri skyldu sinni að veita aðhald þeim sem ráða og án slíks aðhalds færum við skemmstu leið til hins neðra. Við eigum þess kost að opna aftur landið okkar stórkostlega fyrir þeim sem hafa vit á því að koma hingað og það sem meira er við getum gert það með bakið beint og sagt við umheiminn að við séum að gera það á upplýstan máta með því að nota þær aðferðir sem gerðu okkur kleift að kæfa faraldurinn ef ekki í fæðingu hans, þá í æsku. Til áréttingar: Skimunarverkefnið er á ábyrgð og forræði sóttvarnarlæknis. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun