Hæstiréttur Bandaríkjanna segir ólöglegt að mismuna starfsfólki á grundvelli kynhneigðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 15:48 Hæstiréttur Bandaríkjanna. MICHAEL REYNOLDS/EPA Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að það brjóti í bága við lög landsins að segja upp starfsfólki á grundvelli kynhneigðar eða kyngervis. Í réttinum sitja níu dómarar, en sex þeirra komust að þessari niðurstöðu. Álitaefni málsins sneri að því hvort túlka mætti ákvæði í alríkislögum um borgaraleg réttindi, þar sem bann er lagt við því að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, á þá vegu að kynhneigð og kyngervi félli þar undir. Þegar talað er um kyngervi er átt við félagslega mótað kyn einstaklings, óháð líffræðilegu kyni. Hæstaréttardómarinn Neil Gorsuch, sem skipaður var af Donald Trump Bandaríkjaforseta, úrskurðaði með meirihluta réttarins í málinu. „Vinnuveitandi sem rekur einstakling fyrir að vera samkynhneigður eða trans, rekur þá manneskju fyrir eiginleika eða gjörðir sem hann hefði ekki gert athugasemd við hjá manneskju af öðru líffræðilegu kyni,“ skrifaði Gorsuch meðal annars í rökstuðningi við ákvörðun sína. Hann hafnaði þá þeirri hugmynd að ekki mætti gera ráð fyrir að löggjafinn hefði ekki haft jafn víðtæka túlkun í huga og dómurinn hefur nú staðfest. „Takmörk á ímyndunarafli löggjafans gefa enga ástæðu til þess að hundsa kröfur hans,“ skrifar Gorsuch, og á þar við að ekki sé ljóst að með orðalagi laganna, þar sem sérstaklega er fjallað um kyn einstaklings, geti ekki átt við víðtækari merkingu orðsins. Fimmti kafli laga um borgaraleg réttindi frá 1964 meinar vinnuveitendum að mismuna starfsfólki sínu á grundvelli kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúarbragða. Hæstiréttur hefur nú túlkað löggjöfina á þann hátt að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar sinnar eða kyngervis. Úrskurður réttarins leysir þar með úr þremur aðskildum málum einstaklinga sem töldu sig hafa verið rekna úr starfi þar sem þeir voru samkynhneigðir eða trans. Bandaríkin Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að það brjóti í bága við lög landsins að segja upp starfsfólki á grundvelli kynhneigðar eða kyngervis. Í réttinum sitja níu dómarar, en sex þeirra komust að þessari niðurstöðu. Álitaefni málsins sneri að því hvort túlka mætti ákvæði í alríkislögum um borgaraleg réttindi, þar sem bann er lagt við því að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, á þá vegu að kynhneigð og kyngervi félli þar undir. Þegar talað er um kyngervi er átt við félagslega mótað kyn einstaklings, óháð líffræðilegu kyni. Hæstaréttardómarinn Neil Gorsuch, sem skipaður var af Donald Trump Bandaríkjaforseta, úrskurðaði með meirihluta réttarins í málinu. „Vinnuveitandi sem rekur einstakling fyrir að vera samkynhneigður eða trans, rekur þá manneskju fyrir eiginleika eða gjörðir sem hann hefði ekki gert athugasemd við hjá manneskju af öðru líffræðilegu kyni,“ skrifaði Gorsuch meðal annars í rökstuðningi við ákvörðun sína. Hann hafnaði þá þeirri hugmynd að ekki mætti gera ráð fyrir að löggjafinn hefði ekki haft jafn víðtæka túlkun í huga og dómurinn hefur nú staðfest. „Takmörk á ímyndunarafli löggjafans gefa enga ástæðu til þess að hundsa kröfur hans,“ skrifar Gorsuch, og á þar við að ekki sé ljóst að með orðalagi laganna, þar sem sérstaklega er fjallað um kyn einstaklings, geti ekki átt við víðtækari merkingu orðsins. Fimmti kafli laga um borgaraleg réttindi frá 1964 meinar vinnuveitendum að mismuna starfsfólki sínu á grundvelli kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúarbragða. Hæstiréttur hefur nú túlkað löggjöfina á þann hátt að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar sinnar eða kyngervis. Úrskurður réttarins leysir þar með úr þremur aðskildum málum einstaklinga sem töldu sig hafa verið rekna úr starfi þar sem þeir voru samkynhneigðir eða trans.
Bandaríkin Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira