Hæstiréttur Bandaríkjanna segir ólöglegt að mismuna starfsfólki á grundvelli kynhneigðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 15:48 Hæstiréttur Bandaríkjanna. MICHAEL REYNOLDS/EPA Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að það brjóti í bága við lög landsins að segja upp starfsfólki á grundvelli kynhneigðar eða kyngervis. Í réttinum sitja níu dómarar, en sex þeirra komust að þessari niðurstöðu. Álitaefni málsins sneri að því hvort túlka mætti ákvæði í alríkislögum um borgaraleg réttindi, þar sem bann er lagt við því að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, á þá vegu að kynhneigð og kyngervi félli þar undir. Þegar talað er um kyngervi er átt við félagslega mótað kyn einstaklings, óháð líffræðilegu kyni. Hæstaréttardómarinn Neil Gorsuch, sem skipaður var af Donald Trump Bandaríkjaforseta, úrskurðaði með meirihluta réttarins í málinu. „Vinnuveitandi sem rekur einstakling fyrir að vera samkynhneigður eða trans, rekur þá manneskju fyrir eiginleika eða gjörðir sem hann hefði ekki gert athugasemd við hjá manneskju af öðru líffræðilegu kyni,“ skrifaði Gorsuch meðal annars í rökstuðningi við ákvörðun sína. Hann hafnaði þá þeirri hugmynd að ekki mætti gera ráð fyrir að löggjafinn hefði ekki haft jafn víðtæka túlkun í huga og dómurinn hefur nú staðfest. „Takmörk á ímyndunarafli löggjafans gefa enga ástæðu til þess að hundsa kröfur hans,“ skrifar Gorsuch, og á þar við að ekki sé ljóst að með orðalagi laganna, þar sem sérstaklega er fjallað um kyn einstaklings, geti ekki átt við víðtækari merkingu orðsins. Fimmti kafli laga um borgaraleg réttindi frá 1964 meinar vinnuveitendum að mismuna starfsfólki sínu á grundvelli kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúarbragða. Hæstiréttur hefur nú túlkað löggjöfina á þann hátt að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar sinnar eða kyngervis. Úrskurður réttarins leysir þar með úr þremur aðskildum málum einstaklinga sem töldu sig hafa verið rekna úr starfi þar sem þeir voru samkynhneigðir eða trans. Bandaríkin Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að það brjóti í bága við lög landsins að segja upp starfsfólki á grundvelli kynhneigðar eða kyngervis. Í réttinum sitja níu dómarar, en sex þeirra komust að þessari niðurstöðu. Álitaefni málsins sneri að því hvort túlka mætti ákvæði í alríkislögum um borgaraleg réttindi, þar sem bann er lagt við því að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, á þá vegu að kynhneigð og kyngervi félli þar undir. Þegar talað er um kyngervi er átt við félagslega mótað kyn einstaklings, óháð líffræðilegu kyni. Hæstaréttardómarinn Neil Gorsuch, sem skipaður var af Donald Trump Bandaríkjaforseta, úrskurðaði með meirihluta réttarins í málinu. „Vinnuveitandi sem rekur einstakling fyrir að vera samkynhneigður eða trans, rekur þá manneskju fyrir eiginleika eða gjörðir sem hann hefði ekki gert athugasemd við hjá manneskju af öðru líffræðilegu kyni,“ skrifaði Gorsuch meðal annars í rökstuðningi við ákvörðun sína. Hann hafnaði þá þeirri hugmynd að ekki mætti gera ráð fyrir að löggjafinn hefði ekki haft jafn víðtæka túlkun í huga og dómurinn hefur nú staðfest. „Takmörk á ímyndunarafli löggjafans gefa enga ástæðu til þess að hundsa kröfur hans,“ skrifar Gorsuch, og á þar við að ekki sé ljóst að með orðalagi laganna, þar sem sérstaklega er fjallað um kyn einstaklings, geti ekki átt við víðtækari merkingu orðsins. Fimmti kafli laga um borgaraleg réttindi frá 1964 meinar vinnuveitendum að mismuna starfsfólki sínu á grundvelli kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúarbragða. Hæstiréttur hefur nú túlkað löggjöfina á þann hátt að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar sinnar eða kyngervis. Úrskurður réttarins leysir þar með úr þremur aðskildum málum einstaklinga sem töldu sig hafa verið rekna úr starfi þar sem þeir voru samkynhneigðir eða trans.
Bandaríkin Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira