Faraldurinn „alvarlegt vandamál“ í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2020 23:11 Anthony Fauci hefur leitt smitvarnateymi Hvíta hússins. Vísir/Getty Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi Hvíta hússins í dag. Hann segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum og allir þurfi að leggjast á eitt til þess að komast í gegnum hann. Um tvær og hálf milljón kórónuveirusýkingar hafa verið staðfestar í Bandaríkjunum og tæplega 125 þúsund hafa látist og hefur landið farið einna verst út úr faraldrinum á heimsvísu. Fjörutíu þúsund greindust með veiruna á fimmtudag og er það mesti fjöldi á einum degi frá því að faraldurinn hófst. Sérfræðingar telja fjölda smitaðra geta verið enn hærri og gera þeir jafnvel ráð fyrir því að um 20 milljónir hafi nú þegar smitast. Það er tífalt hærri tala en fjöldi staðfestra smita. Aðgerðastjórn Hvíta hússins hvatti ungt fólk til þess að fara í sýnatöku þrátt fyrir að vera einkennalaus. Fjölgun smita sé verulegt áhyggjuefni og það þurfi allir að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Þá er vonast til að frekari sýnatökur geti gripið tilfellin fyrr, en talið er að tilslakanir í sumum ríkjum hafi leitt til þess að smit fór að dreifast frekar í samfélaginu. Fólk er því hvatt til þess að gæta að einstaklingsbundnum smitvörnum og var fólk beðið um að líta á það sem samfélagslega ábyrgð sína. Í Texas, Flórída og Arizona hefur áætlunum um tilslakanir á samkomubönnum verið slegið á frest vegna þess hversu mörg tilfelli hafa greinst undanfarna daga og hversu margir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Háskólinn í Washington áætlar að 180 þúsund verði látnir vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í október, en sú tala gæti farið niður í 146 þúsund ef fólk notar andlitsgrímur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05 Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi Hvíta hússins í dag. Hann segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum og allir þurfi að leggjast á eitt til þess að komast í gegnum hann. Um tvær og hálf milljón kórónuveirusýkingar hafa verið staðfestar í Bandaríkjunum og tæplega 125 þúsund hafa látist og hefur landið farið einna verst út úr faraldrinum á heimsvísu. Fjörutíu þúsund greindust með veiruna á fimmtudag og er það mesti fjöldi á einum degi frá því að faraldurinn hófst. Sérfræðingar telja fjölda smitaðra geta verið enn hærri og gera þeir jafnvel ráð fyrir því að um 20 milljónir hafi nú þegar smitast. Það er tífalt hærri tala en fjöldi staðfestra smita. Aðgerðastjórn Hvíta hússins hvatti ungt fólk til þess að fara í sýnatöku þrátt fyrir að vera einkennalaus. Fjölgun smita sé verulegt áhyggjuefni og það þurfi allir að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Þá er vonast til að frekari sýnatökur geti gripið tilfellin fyrr, en talið er að tilslakanir í sumum ríkjum hafi leitt til þess að smit fór að dreifast frekar í samfélaginu. Fólk er því hvatt til þess að gæta að einstaklingsbundnum smitvörnum og var fólk beðið um að líta á það sem samfélagslega ábyrgð sína. Í Texas, Flórída og Arizona hefur áætlunum um tilslakanir á samkomubönnum verið slegið á frest vegna þess hversu mörg tilfelli hafa greinst undanfarna daga og hversu margir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Háskólinn í Washington áætlar að 180 þúsund verði látnir vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í október, en sú tala gæti farið niður í 146 þúsund ef fólk notar andlitsgrímur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05 Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05
Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44