Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu samþykkt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. júní 2020 12:37 Það var annríki á Alþingi í gær, á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Alls fóru fram þrír þingfundir frá klukkan tíu í gærmorgun og þar til rúmlega hálf þrjú í nótt. Vísir/Vilhelm Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu sem afgreidd voru á Alþingi í gærkvöldi voru samþykkt. Frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náði ekki fram að ganga. Forseti Alþingis segir þingið hafi staðist erfitt próf í vetur en um þrjátíu mál voru samþykkt á vorþingi sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt samkomulagi fékk hver þingflokkur eitt þingmannamál til afgreiðslu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingsályktunartillaga Miðflokksins um gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir var samþykkt samhljóða og þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu var einnig samþykkt með stuðningi allra viðstaddra þingmanna, fyrir utan sex þingmenn Miðflokksins sem sátu hjá. Frumvarp Viðreisnar um að sálfræðiþjónusta falli inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga var einnig samþykkt samhljóða. Þingsályktun Flokks fólksins um breytingar á lögum um almannatryggingar og frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náðu aftur á móti ekki fram að ganga. Þingmenn Pírata, og raunar þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka einnig, lýstu vonbrigðum sínum með afstöðu þingmanna stjórnarmeirihlutans sem ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Miðflokkurinn studdi málið ekki heldur. Þeir stjórnarþingmenn sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu rökstuddi afstöðu sína flestir hverjir með vísan til þess að málið væri að þeirra mati ekki nægilega vandað. Þingmenn allra stjórnarflokka sem stigu í pontu kváðust þó sammála því markmiði að stefna skuli að því að hverfa af braut refsistefnu í fíkniefnamálum. Þeir teldu þó að málið þurfi betri undirbúning áður en það væri afgreitt sem lög frá Alþingi í þeirri mynd sem boðað var með frumvarpi Pírata. Þá voru samþykkt fjölmörg stjórnarmál og má þar meðal annars nefna samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára, heimild um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annars varðar Borgarlínu, umfangsmikið frumvarp til fjáraukalaga vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og frumvarp um bann við einnota plastvörum svo fátt eitt sé nefnt. Strembinn þingvetur að baki „Þegar Alþingi kom saman hinn 10. september síðastliðinn óraði engan fyrir því sem veturinn myndi bera í skauti sér. Vonsku veður í desember með tilheyrandi rafmagnsleysi og eignatjóni gaf tóninn og í kjölfarið sigldu snjóflóð í byggð á Vestfjörðum, land reis og jörð skalf á Reykjanesi og kórónuveiran stakk sér niður á Íslandi í febrúarlok,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon rétt áður en þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt og þingstörfum frestað til 27. ágúst. Haustþing kemur svo saman þann 1. október. „Ég tel að Alþingi hafi staðist með ágætum erfitt próf, reyndar mörg próf, sem fyrir okkur hafa verið lögð á þessum sérstæða, strembna þingvetri,“ bætti Steingrímur við um leið og hann óskaði þingmönnum og starfsfólki þingsins fyrir veturinn og óskaði þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Samgöngur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu sem afgreidd voru á Alþingi í gærkvöldi voru samþykkt. Frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náði ekki fram að ganga. Forseti Alþingis segir þingið hafi staðist erfitt próf í vetur en um þrjátíu mál voru samþykkt á vorþingi sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt samkomulagi fékk hver þingflokkur eitt þingmannamál til afgreiðslu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingsályktunartillaga Miðflokksins um gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir var samþykkt samhljóða og þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu var einnig samþykkt með stuðningi allra viðstaddra þingmanna, fyrir utan sex þingmenn Miðflokksins sem sátu hjá. Frumvarp Viðreisnar um að sálfræðiþjónusta falli inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga var einnig samþykkt samhljóða. Þingsályktun Flokks fólksins um breytingar á lögum um almannatryggingar og frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náðu aftur á móti ekki fram að ganga. Þingmenn Pírata, og raunar þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka einnig, lýstu vonbrigðum sínum með afstöðu þingmanna stjórnarmeirihlutans sem ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Miðflokkurinn studdi málið ekki heldur. Þeir stjórnarþingmenn sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu rökstuddi afstöðu sína flestir hverjir með vísan til þess að málið væri að þeirra mati ekki nægilega vandað. Þingmenn allra stjórnarflokka sem stigu í pontu kváðust þó sammála því markmiði að stefna skuli að því að hverfa af braut refsistefnu í fíkniefnamálum. Þeir teldu þó að málið þurfi betri undirbúning áður en það væri afgreitt sem lög frá Alþingi í þeirri mynd sem boðað var með frumvarpi Pírata. Þá voru samþykkt fjölmörg stjórnarmál og má þar meðal annars nefna samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára, heimild um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annars varðar Borgarlínu, umfangsmikið frumvarp til fjáraukalaga vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og frumvarp um bann við einnota plastvörum svo fátt eitt sé nefnt. Strembinn þingvetur að baki „Þegar Alþingi kom saman hinn 10. september síðastliðinn óraði engan fyrir því sem veturinn myndi bera í skauti sér. Vonsku veður í desember með tilheyrandi rafmagnsleysi og eignatjóni gaf tóninn og í kjölfarið sigldu snjóflóð í byggð á Vestfjörðum, land reis og jörð skalf á Reykjanesi og kórónuveiran stakk sér niður á Íslandi í febrúarlok,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon rétt áður en þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt og þingstörfum frestað til 27. ágúst. Haustþing kemur svo saman þann 1. október. „Ég tel að Alþingi hafi staðist með ágætum erfitt próf, reyndar mörg próf, sem fyrir okkur hafa verið lögð á þessum sérstæða, strembna þingvetri,“ bætti Steingrímur við um leið og hann óskaði þingmönnum og starfsfólki þingsins fyrir veturinn og óskaði þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Samgöngur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira