Klopp: Get ekki verið neikvæður um eitthvað sem er svo jákvætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 07:30 Jürgen Klopp gat ekki leynt svekkelsi sínu eftir að Liverpool missti niður 1-0 forystu og tapaði á móti Arsenal í gær. EPA-EFE/Shaun Botterill Jürgen Klopp þurfti að horfa upp á það í gærkvöldi að mistök tveggja af traustustu leikmanna hans gáfu Arsenal sigur og um leið varð ljóst að Liverpool getur ekki lengur slegið stigametið í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool-liðið hefur nú misst af fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum og getur fyrir vikið aðeins náð í 99 stig. Stigamet Manchester City frá 2017-18 er 100 stig. Klopp sagði þó eftir leikinn að hann væri ekki vonsvikinn með það að Liverpool gæti ekki náð stigametinu í ár. Jurgen Klopp gives verdict on Liverpool failing to beat Man City points record #LFC #ARSLIVhttps://t.co/YPLnpk399f— Mirror Football (@MirrorFootball) July 16, 2020 „Nei ekki hið minnsta. Ég vil bara ná í þau stig sem við getum náð í og við sjáum síðan bara hver sá stigafjöldi verður í lok tímabilsins,“ sagði Jürgen Klopp. „Ég get ekki verið neikvæður um eitthvað sem er svo jákvætt. Við erum meistarar og náðum því svona snemma á tímabilinu. Við erum komnir með 93 stig. Ég er ekki maðurinn sem býr til einhverja neikvæðni úr því að við getum ekki lengur náð í hundrað og eitthvað stig,“ sagði Klopp. „Þessir strákar átti einstakt tímabil og það getur enginn tekið það frá þeim. Við fáum þau stig sem við eigum skilið og þurfum bara að bíða og sjá hversu mörg þau verða,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp insists he won't get down about not reaching 100 points https://t.co/ujpULjgQeN— MailOnline Sport (@MailSport) July 16, 2020 „Ég er auðvitað vonsvikinn og reiður með nokkra hluti en leikurinn var góður hjá okkur og hugarfarið var flott. Við tókum okkur pásu eftir að við komust yfir og þess vegna töpuðum við leiknum. Þannig er fótboltinn. Einhverjir eru hissa á því að þessir strákar séu mannlegir en ekki ég. Það kemur fyrir að þeir eru ekki fullkomnir,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool á eftir tvo leiki sem eru á móti Chelsea á heimavelli 22. júlí og Newcastle United á útivelli 26. júlí. Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Jürgen Klopp þurfti að horfa upp á það í gærkvöldi að mistök tveggja af traustustu leikmanna hans gáfu Arsenal sigur og um leið varð ljóst að Liverpool getur ekki lengur slegið stigametið í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool-liðið hefur nú misst af fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum og getur fyrir vikið aðeins náð í 99 stig. Stigamet Manchester City frá 2017-18 er 100 stig. Klopp sagði þó eftir leikinn að hann væri ekki vonsvikinn með það að Liverpool gæti ekki náð stigametinu í ár. Jurgen Klopp gives verdict on Liverpool failing to beat Man City points record #LFC #ARSLIVhttps://t.co/YPLnpk399f— Mirror Football (@MirrorFootball) July 16, 2020 „Nei ekki hið minnsta. Ég vil bara ná í þau stig sem við getum náð í og við sjáum síðan bara hver sá stigafjöldi verður í lok tímabilsins,“ sagði Jürgen Klopp. „Ég get ekki verið neikvæður um eitthvað sem er svo jákvætt. Við erum meistarar og náðum því svona snemma á tímabilinu. Við erum komnir með 93 stig. Ég er ekki maðurinn sem býr til einhverja neikvæðni úr því að við getum ekki lengur náð í hundrað og eitthvað stig,“ sagði Klopp. „Þessir strákar átti einstakt tímabil og það getur enginn tekið það frá þeim. Við fáum þau stig sem við eigum skilið og þurfum bara að bíða og sjá hversu mörg þau verða,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp insists he won't get down about not reaching 100 points https://t.co/ujpULjgQeN— MailOnline Sport (@MailSport) July 16, 2020 „Ég er auðvitað vonsvikinn og reiður með nokkra hluti en leikurinn var góður hjá okkur og hugarfarið var flott. Við tókum okkur pásu eftir að við komust yfir og þess vegna töpuðum við leiknum. Þannig er fótboltinn. Einhverjir eru hissa á því að þessir strákar séu mannlegir en ekki ég. Það kemur fyrir að þeir eru ekki fullkomnir,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool á eftir tvo leiki sem eru á móti Chelsea á heimavelli 22. júlí og Newcastle United á útivelli 26. júlí.
Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira