Ráðherra sagður hafa ýjað að dómgreindarbresti Ágústu Johnson Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2020 13:43 Kafli úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar var birtur í dag. Vísir/Vilhelm Harkaleg umræða er sögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar á vormánuðum varðandi opnun landsins. Í kafla úr bók Björns Inga Hrafnssonar, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag, er opnun landsins sett í samhengi við hagsmuni Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og haft eftir ónefndum ráðherra að hún hafi mögulega gerst sek um dómgreindarbrest. Málið er sagt hafa verið umdeilt innan ríkisstjórnarinnar en því haldið fram að hagsmunaaðilar hafi þrýst mjög á að landið yrði opnað fyrir ferðamönnum á ný. Icelandair og aðilar í ferðaþjónustu hafi kallað eftir tilslökunum vegna góðs árangurs hér á landi á sama tíma og faraldurinn var í uppsveiflu á heimsvísu. Í bókinni segir að ráðherrar hafi tekist á um þessi mál, umræðan hafi verið mikil og harkaleg á köflum. Guðlaugur Þór hafi talað fyrir opnun landamæranna sem fyrst, sem og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: „Innan ríkisstjórnarinnar var fólk meðvitað um persónulega hagsmuni utanríkisráðherrans í málinu, en eiginkona hans Ágústa Johnson á 2,4% hlut í Bláa lóninu, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn,“ segir í bók Björns Inga. Þá er þetta einnig sett í samhengi við arðgreiðslur Bláa lónsins árið 2018 sem numu 4,2 milljörðum króna og þá staðreynd að fyrirtækið ákvað að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda. Höfundur ræðir einnig við Kára Stefánsson um opnun landamæranna og „óþægilega stöðu“ utanríkisráðherrans. Hann fullyrði ekki að hagsmunir Ágústu Johnson hafi spilað þar inn í en það sé „óþægilegt“ að leiða hugann að því. Í kaflanum er Ágústa jafnframt sögð hafa sent erindi fyrir hönd eigenda líkamsræktarstöðva til sóttvarnalæknis og afrit af því á ráðherra þar sem því er mótmælt að stöðvunum væri skylt að hafa lokað eftir að sundlaugar voru opnaðar, en sundlaugum var heimilt að opna 18. maí og líkamsræktarstöðvum viku síðar. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn það að beri vott um „mikinn dómgreindarbrest“ af hálfu Ágústu, sem skrifaði erindið sem framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Þetta sýnir vel hversu mikil taugaveiklun var í gangi. Átti landbúnaðarráðherra sem dæmi að fara að ýta á sóttvarnalækni að opna World Class eða Hreyfingu?“ Í svari Guðlaugs við fyrirspurn Björns Inga segir hann það alltaf hafa legið fyrir að hann væri kvæntur Ágústu. Hann hafi farið í einu og öllu eftir reglum um hagsmunaskráningu og ekki haft forræði yfir ákvörðunum sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Harkaleg umræða er sögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar á vormánuðum varðandi opnun landsins. Í kafla úr bók Björns Inga Hrafnssonar, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag, er opnun landsins sett í samhengi við hagsmuni Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og haft eftir ónefndum ráðherra að hún hafi mögulega gerst sek um dómgreindarbrest. Málið er sagt hafa verið umdeilt innan ríkisstjórnarinnar en því haldið fram að hagsmunaaðilar hafi þrýst mjög á að landið yrði opnað fyrir ferðamönnum á ný. Icelandair og aðilar í ferðaþjónustu hafi kallað eftir tilslökunum vegna góðs árangurs hér á landi á sama tíma og faraldurinn var í uppsveiflu á heimsvísu. Í bókinni segir að ráðherrar hafi tekist á um þessi mál, umræðan hafi verið mikil og harkaleg á köflum. Guðlaugur Þór hafi talað fyrir opnun landamæranna sem fyrst, sem og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: „Innan ríkisstjórnarinnar var fólk meðvitað um persónulega hagsmuni utanríkisráðherrans í málinu, en eiginkona hans Ágústa Johnson á 2,4% hlut í Bláa lóninu, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn,“ segir í bók Björns Inga. Þá er þetta einnig sett í samhengi við arðgreiðslur Bláa lónsins árið 2018 sem numu 4,2 milljörðum króna og þá staðreynd að fyrirtækið ákvað að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda. Höfundur ræðir einnig við Kára Stefánsson um opnun landamæranna og „óþægilega stöðu“ utanríkisráðherrans. Hann fullyrði ekki að hagsmunir Ágústu Johnson hafi spilað þar inn í en það sé „óþægilegt“ að leiða hugann að því. Í kaflanum er Ágústa jafnframt sögð hafa sent erindi fyrir hönd eigenda líkamsræktarstöðva til sóttvarnalæknis og afrit af því á ráðherra þar sem því er mótmælt að stöðvunum væri skylt að hafa lokað eftir að sundlaugar voru opnaðar, en sundlaugum var heimilt að opna 18. maí og líkamsræktarstöðvum viku síðar. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn það að beri vott um „mikinn dómgreindarbrest“ af hálfu Ágústu, sem skrifaði erindið sem framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Þetta sýnir vel hversu mikil taugaveiklun var í gangi. Átti landbúnaðarráðherra sem dæmi að fara að ýta á sóttvarnalækni að opna World Class eða Hreyfingu?“ Í svari Guðlaugs við fyrirspurn Björns Inga segir hann það alltaf hafa legið fyrir að hann væri kvæntur Ágústu. Hann hafi farið í einu og öllu eftir reglum um hagsmunaskráningu og ekki haft forræði yfir ákvörðunum sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52