Segja að Liverpool sé tilbúið að gera tuttugu ára Þjóðverja að dýrasta leikmanni félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 11:00 Kai Havertz í leik með Bayer Leverkusen. Getty/Jörg Schüler Liverpool hefur mikinn áhuga á því að kaupa hinn tvítuga Kai Havertz frá Bayer Leverkusen og nýjustu sögusagnirnar eru að það sé eitthvað að fara að gerast í þeim málum á næstunni. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur heimildir fyrir því að Liverpool sé tilbúið að bjóða 107 milljónir punda í hinn stórefnilega Kai Havertz. Hann yrði þó ekki leikmaður Liverpool fyrr en í sumar. Transfer news LIVE: Liverpool 'lead race' for Bayer Leverkuson star Kai Havertzhttps://t.co/qRcFw4t6ihpic.twitter.com/OKVzdJTDhe— Daily Record Sport (@Record_Sport) January 16, 2020 Kai Havertz er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað á miðjunni en einnig út á hægri kanti. Hans besta staða er samt talin vera í holunni. Havertz hefur fengið mikið hrós fyrir leikskilning sem og góð hlaup inn á vítateig ala Frank Lampard. Hann er að skora flest mörkin sín eftir slík hlaup. Kai Havertz hefur talað um það sjálfur að hann vilji komast til stærra félags og það er nánast öruggt að hann fari frá Bayer Leverkusen í sumar. Samningur hans við Bayer Leverkusen rennur þó ekki út fyrr en í júnílok 2022. Kai Havertz hefur þegar spilað 126 leiki fyrir aðallið Bayer Leverkusen en hann lék sinn fyrsta leik árið 2016. Hann hefur einnig spilað sjö landsleiki fyrir Þjóðverjar. Manchester United, Barcelona og Bayern München hafa einnig mikinn áhuga á stráknum en samkvæmt frétt Mundo Deportivo þá hefur Liverpool tekið forystuna í kapphlaupinu. Jürgen Klopp er að leita að nýjum manni fyrir Adam Lallana en samningur Lallana rennur út í sumar. Stuðningsmenn Liverpool vonast þó örugglega til þess að Kai Havertz sé nú mun betri en Adam Lallana. Report: Liverpool set to offer club record £107m for 20-year-old prodigy #lfc#ynwa#liverpoolhttps://t.co/Erun8NCjdm— Rousing The Kop (@RousingTheKop) January 16, 2020 Verði af slíkum kaupum þá verður Kai Havertz dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi. Metið á Virgil van Dijk sem Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir í ársbyrjun 2018. Kai Havertz er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 14 deildarleikjum með Bayer Leverkusen í vetur en hann hefur þó ekki komið að marki síðan í lok september. Á tímabilinu í fyrra var Kai Havertz með 17 mörk og 4 stoðsendingar í 34 deildarleikjum með Bayer Leverkusen og 3 mörk o 3 stoðsendingar í 6 leikjum í Evrópudeildinni. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira
Liverpool hefur mikinn áhuga á því að kaupa hinn tvítuga Kai Havertz frá Bayer Leverkusen og nýjustu sögusagnirnar eru að það sé eitthvað að fara að gerast í þeim málum á næstunni. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur heimildir fyrir því að Liverpool sé tilbúið að bjóða 107 milljónir punda í hinn stórefnilega Kai Havertz. Hann yrði þó ekki leikmaður Liverpool fyrr en í sumar. Transfer news LIVE: Liverpool 'lead race' for Bayer Leverkuson star Kai Havertzhttps://t.co/qRcFw4t6ihpic.twitter.com/OKVzdJTDhe— Daily Record Sport (@Record_Sport) January 16, 2020 Kai Havertz er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað á miðjunni en einnig út á hægri kanti. Hans besta staða er samt talin vera í holunni. Havertz hefur fengið mikið hrós fyrir leikskilning sem og góð hlaup inn á vítateig ala Frank Lampard. Hann er að skora flest mörkin sín eftir slík hlaup. Kai Havertz hefur talað um það sjálfur að hann vilji komast til stærra félags og það er nánast öruggt að hann fari frá Bayer Leverkusen í sumar. Samningur hans við Bayer Leverkusen rennur þó ekki út fyrr en í júnílok 2022. Kai Havertz hefur þegar spilað 126 leiki fyrir aðallið Bayer Leverkusen en hann lék sinn fyrsta leik árið 2016. Hann hefur einnig spilað sjö landsleiki fyrir Þjóðverjar. Manchester United, Barcelona og Bayern München hafa einnig mikinn áhuga á stráknum en samkvæmt frétt Mundo Deportivo þá hefur Liverpool tekið forystuna í kapphlaupinu. Jürgen Klopp er að leita að nýjum manni fyrir Adam Lallana en samningur Lallana rennur út í sumar. Stuðningsmenn Liverpool vonast þó örugglega til þess að Kai Havertz sé nú mun betri en Adam Lallana. Report: Liverpool set to offer club record £107m for 20-year-old prodigy #lfc#ynwa#liverpoolhttps://t.co/Erun8NCjdm— Rousing The Kop (@RousingTheKop) January 16, 2020 Verði af slíkum kaupum þá verður Kai Havertz dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi. Metið á Virgil van Dijk sem Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir í ársbyrjun 2018. Kai Havertz er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 14 deildarleikjum með Bayer Leverkusen í vetur en hann hefur þó ekki komið að marki síðan í lok september. Á tímabilinu í fyrra var Kai Havertz með 17 mörk og 4 stoðsendingar í 34 deildarleikjum með Bayer Leverkusen og 3 mörk o 3 stoðsendingar í 6 leikjum í Evrópudeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira